Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1940, Blaðsíða 20

Símablaðið - 01.01.1940, Blaðsíða 20
S í M A B L A Ð I Ð í svo fjölmennri stétt skapast mörg við- fangsefni, — mörg vandamál. Símamannastéttin hefur verið, og er, lág- launastétt sem heild. Um áratugi hefur hún þurft að glíma við afleiðingar þess hugsunarháttar, er talsíma- konustarfið var talið dægrastytting fyrir dæt- ur embættismanna og annara efnamanna — og launað þar eftir. Þessi hugsunarháttur hafði jafnvel áhrif á launakjör við þau störf, er smám saman bættust við, og falin voru karlmönnum. Á þessu sviði hefur starf félagsins verið að miklu leyti, eins og gefur að skilja. Og mér er mikið gleðiefni, á þessum timamót- um, að geta litið til baka yfir hið ákjósan- legasta samstarf við alla yfirmenn stofnun- arinnar, á öllum tímum, um að stuðla að því, að þessi stétt geti búið við þau launa- kjör, er henni hæfa, og þjóðfélagið hefur ráð á að veita henni. Sérstaklega vil ég geta þess um núver- andi forstjóra stofnunarinnar, hversu ant hann hefur látið sér um að bæta öll starfs- skilyrði símafólksins, réttindi þess og önn- ur kjör., — svo og persónulega að styðja okkur í því erfiða viðfangsefni, að koma okkur upp vistlegum dvalarheimilum á hin- um fegurstu stöðum, og sem þið sjáið mynd- ir af hér á veggjunum. En það hefur verið annað aðalviðfangs- efni félags okkar, og því erfiðara, sem ekki er hjá okkur um auðugan garð að gresja. í þessum málum hefur símastjórnin og símastéttin í raun og veru haft sama sjón- armið. Og ég vænti þess, að svo verði ætíð. En, eins og ég hefi áður tekið fram, þá gefur að skilja, að í svo fjölmennri stofn- un komi svo að segja daglega fyrir við- fangsefni, þar sem sjónarmiðin eru ekki hin sömu. Við eigum stundum hágt með að skilja það, að stjórn símans velur aðrar leiðir en þær, sem við teljum heppilegar, — tekur aðrar ákvarðanir en þær, sem við teljum réttar. Og símastjórnin á sjálfsagt oft og einatt örðugt með að skilja okkar sjónarmið. En þetta getur ekki öðruvísi verið, og verður altaf til staðar þar, sem ekki rikir einn vilji og ein skoðun. En vilji beggja til þess að brúa fjarlægð- ina milli þessara tveggja sjónarmiða, i hin- um einstöku málum, hefur verið til staðar og verður altaf til staðar, svo lengi sem for- stjórastaðan — ein vandasamasta staðai þjóð- félagsins, — er skipuð manni, sem skilur það, að stéttin og stofnunin er eitt. Það er okkur símafólkinu mikið gleðiefni, að sjá hér samankominn svo stóran og frið- an hóp meyja og manna, og vita af öðrum hópum víðsvegar um land, sem með okkur fagna þessum tímamótum. Þessi fjöldi gesta, sem tekur þátt í fagn- aðinum með okkur, og allar þær árnaðar- óskir, sem okkur hafa borist, virðist sanna okkur það, sem við raunar oft höfum þreif- að á, að símamannastéttin á yfirleitt vin- sældum að fagna. Hverju hún helst getur þakkað þær, skal ég ekki ræða itarlega að þessu sinni. En á þetta vil ég benda: Starf símamannastéttarinnar er nokkuð sérstaks eðlis. I þessu litla þjóðfélagi, þar sem tveir menn tæplega mætast, sem ekki vita einhver deili hvor á öðrum, og þar sem löngunin eftir því að vita meira um náungann, á frjósam- ari jarðveg en meðal fjölmennari þjóða, — þar er þessi stétt í raun og veru undar- legur hópur manna; hópur manna, sem frá hinu daglega starfi dreifist út á meðal fjöld- ans, með margþætta vitneskju um einkalíf og einkamál mannanna, sem verða á vegi hans. Símamannastéttin er í raun og veru trún- aðarvinur einstaklinganna í þjóðfélaginu. í hennar hlutskifti fellur það daglega, að bera milli þeirra hin viðkvæmustu einkamál, og leyndarmál á sviði viðskifta og stjórnmála. I okkar landi, þar sem ekki verður ann- að sagt, en að tiltrúin til náungans sé nokk- uð takmörkuð, er erfitt að halda þeirri til- trú, sem þessi aðstaða — þetta starf, krefur. En ég verð að taka þær vinsældir, sem stéttin jafnan hefur fundið að hún átti að fagna hjá öllum fjöldanum, en þó einkum þeim, sem mest eiga undir trúnaði hennar, verslunarstéttinni, blaðamönnunum, stjórn- málamönnunum, — ég verð að taka þær sem sönnun þess, að hún sem heild hafi verið þessum vanda vaxin. Og það er henni þá eitt mesta fagnaðar- efnið á þessum timamótum, og hefur verið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.