Símablaðið - 01.01.1940, Blaðsíða 37
SlMABLAÐIÐ
21
störf miðast við nákvæmlega tilsett-
an tíma, og einn verður að taka við
af öðrum. Sem betur fer, mun starfs-
fólk simans þola samanburð á þvi
sviði við flestar ef ekki allar opin-
berar stofnanir, en þar sem stöðugt
fjölgar nýjum starfsmönnum, þá vill
það verða eins og máltækið segir:
„misjafn sauður i mörgu fé“.
Landssíminn liefir lagt fram tals-
vert fé á undanförnum árum til þess
að örfa' stundvisi starfsfólksins og til
skýrslugerðar um stundvísi þess. Á eg
þar við hinar marg-umtöluðu stimpil-
klukkur og kostnað í sambandi við
þær.
En liver er svo árangurinn af þess-
um tilkostnaði?
Undangengin 4—5 ár, sem skýrslu-
gerðin hefir verið mest áberandi,
munu ekki liafa orðið neinar fram-
farir i stundvisinni, heldur þvert á
móti.
Svo sem starfsmannareglur okkar
mæla fvrir, skal óstundvísi refsað, með
því að viðkomandi er að árinu loknu
látinn vinna af sér tvöfaldan þann
tima, sem hann befir mætt of seint
til vinnu sinnar. Þessa aðferð álit eg
ekki heppilega til þess að bæta úr mis-
fellunum. Þvi Jjetta vill verða til þess,
að viðkomandi lítur á óstundvísi sína
sem sitt einkamál, — því bann vinni
þetta af sér með tvöföldum tíma, og
að stofnunin megi því vel við una.
í þessu sambandi mætti líta á hvern-
ig þessi refsivinna beinlínis verður til
þess að rýra tekjur þeirra stundvísu,
þar sem þeir verða alveg afskiftir
aukavinnu, meðan hinir seku eru að
afplána svndir sínar, og það einmitt
sömu mennirnir, sem á sinum tíma
hafa orðið til þess, að bæta á sig vinnu
hinna óstundvísu, þegar þeir ekki hafa
mætt á réttum tíma.
Mér hefir komið til hugar, hvort
ekki mætti fá betri árangur með
nokkrum breytingum, sem gætu orðið
að samkomulagi milli símastjórnar-
innar og F.Í.S., á því fvrirkomulagi,
sem nú er.
Eg hefi hugsað mér, að Landssím-
inn sýndi nú þeim starfsmönnum, —
og þeir eru langsamlega i meirihluta,
— sem árum saman og jafnvel ára-
tugum saman, hafa sýnt stundvísi og
árvekni i störfum sínum, það traust,
að undanskilja þá þessum stimpling-
um, en láta einungis þá syndugu lialda
áfram að stimpla. Eg liefi alveg á-
kveðna trú á, að þeim mundi fljótt
fækka, sem þyrftu að stilla sér oft á
dag upp fyrir framan stimpilklukk-
urnar.
Það vrði verk símastjóranna og deild-
arstjóranna, að koma sér saman um,
hverjum bæri að sýna þetta traust, og
mætti þá stvðjast við skýrslur undan-
genginna ára. Viðkomandi yfirmenn
vrði síðan að fylgjast með því fram-
vegis, hvort stai’fsfólkið er traustsins
verðugt. —
Eins og nú liáttar, er viðkomandi
deildarstjórum ekki treyst til þess, að
Iiafa þetta eftirlit á hendi. Má það
undarlegt heita, og ekki til þess fall-
ið, að ala upp ábyrga yfirmenn. Verð-
ur að vænta þess, að slíkt stafi frem-
ur af athugunarleysi en vantrausti, —
og ætti þá ekki að standa í vegi fyrir
lausn þessa vandræðamáls.
Sé ekki liægt að leysa það á þenna
hátt, hvað er þá um hæfileika yfir-
mannanna og deildarstjóranna? Væri
ekki rökrétt að álykta, að þeim gæti
verið meira en lítið ábótavant?