Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2005, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2005, Blaðsíða 32
I 32 ÞRIÐJUDAGUR I. NÓVEMBER 2005 Menning DV J. it * « 9dol HORFÐI á Idol í einhverri endur- sýningu seint á sunnudag. Hæfi- leikakeppnin er enn að gera sig fyrir Stöð 2 og er ekki (fyrsta sinn í sögu skemmti- Flugur bransans sem hún endurnýjar staðnaðan iðnað.Tiltækið var á sínum tíma óheyrilega dýrt en byggðist á prinsippinu vogun vinnur-voguntapar. Úti geisa stormar og fyrsti snjórinn heilsar nokkuð frekjulega. Á Smíðaverk- stæði Þjóðleikhússins er nýtt leikrit frumsýnt í útkrotuðu umhverfi með alla frasa nútímans sem umgjörð. Frelsl er bara annað irö þegar 101(1111 ip efOr aö segjal ,VCi*- . .. ' * *- | * ^ J mm: í É& k'< r/( V VE^5F^SLí) V fjfe'lMÍNi/!a 'i■ rv • r'-. jý •*..UÚ0 .■ vf | Mr/ V ,v lí'i '¥r"fv. Sff #*w,effc ,\] ■ ■ -:ý,rr ' ■ V" M ' i , . r ' ;,úíöl jbf “I , j'i" , , ;<y.r;;íAA //.-'tV-Á' Þjóðleikhúsid sýnir á Smíða- I) v verkstædi: Frelsi eftir Hrund :j" ;. •1' Ólafsdóttur. Leikstjóri: Jón Páll j,- ;:U l'l'' ... Eyjólfsson. Tónlist: Hallur Ing- ni- J ! V' • 1 ,; J.'iUlii'i;. ólfsson. Leikmynd og buningar: i ;' |/ 1 ; :,'!J (Ju \ A-v Ólafur ísfjörð. Lýsing: Sólveig p. ; f; ‘ J'';■ 'j' ,,. ,aV / Eggertsdóttir. Adstoðarmaður 1 ‘ ,.ií\-v-v. I f\ííi! k^..’, h!;■ leikstjóra: Eline McKay. Frum- sýning 28. október 2005. Það er föstudagskvöld og fyrsti hrollurinn í fólki og næstu tvo tím- ana eiga eftir að skiptast á hláturs- gusur, gæsahúð og hrollur. Lítill hópur ungmenna er búinn að fá nóg af öllum miðaldra og eld- gömlu ríkisstjórnarmönnunum og foreldrum sínum og kerfinu og hyggjast taka völdin í eigin hendur með aðferðum sem síðan fara úr böndunum hjá þeim. Unglingsstúlkan Brynhildur býr með einstæðri móður og ung- lingspilturinn Grímur býr með for- eldrum sem telja sig vera betri borgara samfélagsins. Vinur þeirra Sigurður leggur til bflskúr þar sem þau geta komið saman til þess að undirbúa byltingu sína og með þeim er stúlkutetur sem er rétt skriðið úr grunnskóla og fattar ekki alveg út á hvað byltingin þeirra gengur en finnst þó gasalega skemmtilegt að vera með. Andans eymd með líkam- legu ofbeldi Foreldrar Gríms eru fulltrúar þess sem sýnist ágætt á yfirborð- inu en er í reynd aðeins andans eymd krydduð með lflcamlegu of- beldi. Hér er stráð salti í mörg sár og tekið á samskiptum foreldra og ungmenna en ekki síst verið að sýna ungt, hugsandi fólki í sínu eigin ljósi án þess að vera undir handleiðslu fullorðinna. Margt í þessu verki er vitaskuld ofurtuggn- ar klisjur en þar sem vinnuaðferð- in, listaverkið og samsetning þess er svo heillandi unnin af svo mikilli ást og expression verður hefldarút- koman að einhveiju skemmtileg- asta leikriti sem sést hefur lengi þar sem örlagasögur nokkurra leit- andi ungmenna eru sagðar leik- rænt og stfllinn heldur sér allan tímann, sama í hvaða umhverfi fólkið er sýnt. Steindir tónar skera í sálina Tónlistin og lýsingin skera í sál- ina þegar erfiðu stundirnar koma upp. Hinn steindi hljómur slag- hörpunnar í upphafi var einstakur, það var eins og sorgin væri orðin að hljómlistartárum. Hér hafa einstaklingar hópsins greinilega hver um sig lagt mUdð tU málanna. Arnbjörg Hlíf Vals- dóttir sem leikur hina 17 ára Bryn- hildi átti óborganlega takta og lík- amsbeiting hennar sem hin sorg- mædda en töffaralega rengla sem var bæði viðkvæm og kjaftfor í senn var ekki bara sannfærandi heldur heiUandi. Hinir ungu leikaramir vom einnig frábærir, ekki síst Gísli Pétur Hinriksson sem leikur hinn klaufa- lega mömmustrák Sigga. Hlutverk- ið er náttúmlega þannig tUsniðið af hendi höfundar að kímnin var alls staðar nálæg, en þessi dásamlegi stórskorni og trúgjarni drengur þurfti ekki annað en að hósta, þá lá salurinn í keng af hlátri. Ekki bara gaman Þetta er síður en svo hlægilegt leikrit eða gamansemin ein. Hér er verið að varpa fram spurningunni um frelsi og hvers er það og hvern- ig á maður að fara með það? Hver og einn af fulltrúum hinna ýmsu stétta má segja að fái tækifæri til þess að skUgreina þetta hugtak í verkinu. Faðir Gríms sem er einstaklega leiðinlegur og ánægður með sjálf- an sig kemur á fund krakkanna og segir þeim með sínum orðum hvað frelsi er og þá er ekki verið að tala um hans skilgreiningu heldur eingöngu hans sannleika og það er sá sannleikur sem Grímur á að fatta. Sigurður Skúlason fer með þetta ruddalega hlutverk föðurins og gerir það vel en hitt er annað mál að trúverðugleikinn fellur nokkuð þar sem aldrei heyrist í honum nema þessi hortugheita- tónn. Þó að konur láti berja sig og sminki í óða önn yfir blámerkin í andliti sínu var engu að síður veikasti hlekkurinn í trúverðug- leika samskipta milli persónanna þetta hjónaband foreldra Gríms, ekki vegna þess að eiginkonan sem Guðrún Lilja Þorvaldsdóttir skilaði mjög vel í sínum leik væri eitthvað fátækleg, heldur vegna þess að föðurportrettið var of einslitt. öruggt að margir þekkja mömmuna Anna Kristín Arngrímsdóttir fór með hlutverk Höllu móður Bryn- hildar og það er víst öruggt að margir þekkja einmitt þessa konu. Þessa konu sem er að bugast af ★ ★★★' Leiklist samviskubiti en til þess að láta ekki bugast lokar hún fýrir hólfið í heil- anum sem krefst þess að hugsað sé gagnrýnið og horft sé með vakandi augum á umhverfið. Ólafur Steinn Ingunnarson fór með hlutverk hins unga byltingar- sinna og þó hann væri í sjálfu sér góður strákur var hann engu að síður sorglega líkur föður sínum eins og fram kom í samskiptum hans við Sunnu litlu og afstöðunni til vopna. Ólafur átti góða spretti eins og ísgerður Elfa sem túlkaði hina óhörðnuðu Sunnu eins og hún væri ekki deginum eldri en fimmtán ára sjálf. Bara verri og verri Hrund Ólafsdóttir hefur hér dottið niður á efni sem svo sannar- lega er aldrei of oft tuggið, það er, þessi asnalegu samskipti mUli kyn- slóðanna sem því miður verða greinilega bara verri og verri. Það skyldi þó ekki hafa eitthvað að gera með neyslukapphlaupið? Krafturinn, takturinn og leik- gleðin eru allsráðandi í þessari sýningu. Jón Páll Eyjólfsson er greinilega leikstjóri sem lokkar fram það besta í leikurum. Góð og ágeng leiksýning, vel krydduð og vonandi fyllist húsið af forvitnu og framsæknu ungu fólki. EHsabet Brekkan Umsjon: Pall Baldvin Baldvmsson pbb@dv.is ÞAÐ sem upp úr stendur núna þegar komið erfyrsta hringinn í þriðja sinn sem keppnin er haldin er sá færleiki sem Þór Freysson sýnir (framleiðslunni - og allt hans lið. Hvemig hann nær að gera áhugavert og fjölbreytilegt prógramm úr endalausum tilraun- um krakkanna að halda laginu, ná tóninum. Alltof margir eru kallaðir og má velta þvf fyrir sér hvort ekki megi kasta meira úr og skoða bet- ur þá sem mæta fyrir hinn stranga dóm. DÓMARASTÖRFIN reynast fjöl- breytilegri. Einar Bárðarson hefur skemmtilega persónulega sýn og reynist vera í senn skýr í athuga- semdum og jákvæður. Páll Óskar er innilega fallegur og blátt áfram hvort sem það er lof eða last. Sigga er komin svolítið út í horn og Bubbi reynist af langri vegferð hafa náð góðri hæfni að meta frammistöðu. Ruddaskapur hans er aftur leiðinlegur til lengdar. ER HANN BLINDUR7 spurði barn sem sá útsendinguna. Af hverju er hann alltaf með sól- gleraugu? Þorir hann ekki að horfa (augu á krökkunum sem hann ýmist lofar eða sallar niður nema í gegnum skyggt og dökkt gler? Er hann svona mikil gunga þrátt fyrir hávaðann og kjaftinn? SIMMI OG JÓI eru skemmtilegt og fjölbreytilegt dúo, persónulegt tilbrigði við trúðinn og streitar- ann. Inngreypt hreppagrobb Há- nefsstaðakynsins stafaði af Simma og Jóa tekst alltaf að ná nettri yfir- hönd á þessum rauðhærða belg sem Simmi - leikur? ÞAÐ er veluppbyggð hrynjandi í þættinum og skipulagt ris sem verður gefandi eftir vonbrigða- kafla.Semsagt vel sögð saga með látlítilli endurtekningu - sem er afrek út af fyrir sig. Teppið (kvöld kl. 20 sýnir Kvikmyndasafn (slands írönsku myndina Gabbeh frá árinu 1996 (leikstjórn Mohsen Makhmalbaf. Þetta er önnur þriggja mynda sem Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndaleikstjóri valdi til sýninga i Bæjarbíói í vetur. Gömul hjón hjálpast að við að þvo Gabbeh-teppi sem konan óf meðan hún var (festum. Teppið vaknar til lífsins og segir sögu gömlu konunnar og ættbálks hennar, segir frá fjár- hirðum, rúningu, vinnslu og litun ullarinnar og gerð teppisins sjálfs. Myndin er með enskum texta. Sýn- ingar Kvikmyndasafnsins fara fram íBæjarbíói, Strandgötu 6, Hafn- arfirði á þriðjudagskvöldum kl. 20 og er sama mynd endursýnd á laugardögum Id. 16.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.