Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2005, Blaðsíða 40
T* f J i CJ^>J í 0 t Við tökum við
fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem
birtist, eða er notað íDV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta
fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar
^nafnleyndar er gætt. ~j Q fJQ (J
SKAFTAHLtÐ24,105REYKJAVÍK [STOFNAÐ 1910] SÍMIS505Q00 5 ^6907íWTíTí7
• Séra Pálmi Matthíasson,
sóknarprestur í Bústaða-
kirkju, kvaddi söfnuð
sinn í bili í lok messu
á sunnudag. Sagðist
Pálmi vera á leið í frí.
Þrír aðrir prestar
munu leysa hann af
hólmi næstu þrjá
sunnudaga. Pálmi mun
vera á leið í sólina í Flór-
ída. Þangað
hefur prest-
urinn gjarnan
farið til að
slappa af í
boði safnaðar
síns. Búast
nú flestir í Bústaðasókn við
að lokið sé tíð fellibylja á
Flórídaskaga og í Mexík-
óflóa fyrst séra Pálmi er
mættur þangað í öllu sínu
veldi...
Guðdómlegt
á Flórída!
Strákarnip í
með að vera
Hljómsveitin Jakobínarína, sem vann Músíktilraunir í
fyrra, stóð sig framar vonum á Iceland Airwaves-hátíðinni
sem lauk fyrir rúmri viku. Blaðamaðurinn David Fricke,
sem skrifar fyrir hið virta tónlistartímarit Rolling Stone, var
gestur á hátíðinni og fór fögrum orðum um hátíðina og
frammistöðu nokkurra íslenskra hljómsveita.
Ein af þeim var Jakobínarína en Fricke líkti henni við
Joy Division auk þess sem hann líkti Gunnari Ragnarssyni,
söngvara sveitarinnar, við hinn fræga Mark E. Smith,
söngvara pönksveitarinnar The Fall. Gunnar sagði í sam-
tali við DV í gær að hljómsveitarmeðlimir væru ánægðir
með að vera lfkt við hina frægu sveit Joy Division en sagð-
ist sjálfur ekki vera mjög líkur Mark E. Smith sxem
söngvari. „Ég held að blaðamaðurinn hafi frekar verið að
tala um sviðsframkomuna. Ég er frekar ofvirkur á sviði eins
og Smith en sem söngvari hefur mér oft verið líkt við Ian
Curtis, söngvara Joy Division,“ segir Gunnar.
Aðspurður sagði Gunnar að það væri alltaf gaman að fá
jákvæð viðbrögð en að þetta væri varla upphafið að heims-
frægð sveitarinnar. „Þetta var rosalega skemmtileg hátíð,
mikill stemning og gott hljóðkerfi og það stendur upp úr.
Draumurinn er auðvitað að fá plötuna okkar gefiia út er-
lendis en ég veit ekki hvort það gerist. Við höfum fengið
fyrirspum frá einu erlendu fyrirtæki eftir hátíðina og mun-
um spila á hátíð í Texas í mars á næsta ári. Síðan kemur
plata frá okkur næsta sumar," sagði Gunnar að lokum.
Smith,
Jakobínapfnu Anægðip
ID Joy Division
r—
ari The Fall Gunnar segist
vera ofvirkur alveg eins og
Smith.
Gunnar Ragn-
arsson Söngvari
Jakobínarínu segir
þaðgamanaðfá
góð viðbrögð.
lan Curtis,
söngvari Joy
Divlsion Gunnar
segist oft hafa ver-
ið líkt við hann.
Úr Kvöldþættinum í
jólaundirbúning
„Það er nóg að gera í félagslífinu,
ég er svo mikil félagsvera," sagði
Guðmundur Steingrímsson um
hvað hann hefðist við þessa dag-
ana. Eins og kunnugt er hafa for-
svarsmenn Sirkus tekið Kvöldþátt
Guðmundar af dagskrá. „Ég ætla að
undirbúa jólin ofsalega vel og baka
nokkrar smákökutegundir. Ég er
búinn að fá leyfi hjá Ólafi Elí-
assyni til að búa til ofsalega ná-
kvæma eftirlíkingu af tónlistar-
húsinu hans úr piparkökum."
En það er ekki bara jólaund-
irbúningurinn sem á
hug Guðmundur því _____
hann ætlar að I jólagírnum Guðmund-
stofna gönguklúbb ■A-s-. tí urætlaraá takajólin með
með Ragnllildi trompi og baka nokkrar
Geirsdóttur, smákökutegundir.
Þórólfi Ámasyni og Ásgeiri Sigur-
vinssyni, sem öll hafa misst starfið
að undanförnu. „Mig hefur alltaf
langað í gönguklúbb. Að ganga um
Seltjamarnesið með staf."
Spurður út í hvort hann ætli að
fá sér nýja vinnu hváði Guðmund-
ur. „Það er ofsalega vanmetin
þessi vinna sem býr að baki
fallegu jólaskrauti. Það er
ofsalega mikið nostur sem
býr að baki til dæmis músa-
stigum." Hann bætir við að
auk þess sé hann mikið á net-
þessa dagana að skoða stytt-
ur af jólasveinum og
Maríu mey til að
setja í garðinn hjá
sér. „Þetta em
spennandi tímar."
Mósaíkdeilan að leysast
„Ég ætla að halda áfram. Verð hér
lengur," segir Jónatan Garðarsson,
menningarforkólfur Kastljóssins
hjá Sjónvarpinu. Fyrir helgi
kvartaði Jónatan yfir dræm-
um hlut menningarinnar í
Kastljósi í viðtali við Frétta-
blaðið. Þáttur hans Mósaík var
bræddur inn í hið nýja Kastljós
prógramm og þótti Jónatani
sem menningin væri
skilin út undan í
veislunni. Hótaði
því að segja bless
við ríkisstofnun-
ina í Efstaleiti. Nú virðist sem ró sé
komin í málið. Að sinni.
„Þetta var ekkert mál. Það er
ÍL eins og gengur, ekki alltaf hægt að
gera öllum jafnhátt undir höfði.
Balansinn verður að ráðast eftir
því hvað er að gerast hverju
sinni. Þetta lærist allt smám sam-
an,“ segir samstarfsmaður Jón-
atans í Kastljósinu, Kristján
Kristjánsson. „Við höfum
verið með mikið af
menningu héma frá
upphafi og ætlum að
halda því áfram."