Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2005, Blaðsíða 22
22 ' ÞRIÐJUdÁGUR1'. NÓVEMBER2ÓÖ5
Fjölskyldan fiV
Ekki ala upp lygalaup
Ef þú vilt ekki að barnið þitt leggi fyrir sig að Ijúga reglulega
verðurðu að sýna gott fordæmi. Passaðu þig á því að
skrökva ekki fyrir framan barnið. Ekki biðja barnið um að
Ijúga fyrir þig, eins og til dæmis um aldur þinn eða segja
sölumanninum í símanum að þú sért ekki heima. Börn
gera ekki greinarmun á slíkri lygi og þeirri sem það segir
þér. Skapaðu þægilegt andrúmsloft á heimilinu svo barn-
inu finnist það ekki knúið að Ijúga ef það gerir eitthvað af
sér. Reyndu líka að standa við öll loforð og útskýra vel
ástæðuna ef þú getur ekki staðið við orð þín.
m
-<
Viðbrögð
barna við
skilnaði
Börn bregðast mismunandi
við skilnaði foreldra sinna. Skiln-
aðurinn getur skilj-
anlega haft mikil
áhrif enda hafa
börnin oft
áhyggjur af eigin
öryggi og eru ekki
alltaf sátt við út-
komuna. Algeng-
ar spurningar
sem vakna eru:
Ætla þau bæði að
yfirgefa mig?
Hvað gerði ég
rangt? Er skilnað-
urinn mér að
kenna? Hvað mun
verða um mig? Mörg börn kotna
andlega illa út úr skilnaði og þá er
rétt að leita hjálpar fagfólks því
barnið getur upplifað mikinn
kvíða og jafnvel einmanaleika.
Unglingar og
áfengi
Áfengi hefur áhrif á heilann
Með því að neyta áfengis minnkar
dömgreind þín, viðbrögðin verða
hægari, sjónin versnar, gloppur
koma í minnið og samhæfing þfn
minnkar.
Áfengi hefur áhrif á líkama þinn
Áfengi getur haft alvarleg áhrif á
líffæri þín. Rannsóknir benda til
þess að áfengi auki líkurnar á
krabbameini.
Áfengi tekur af þér sjálfsstjómina
Áfengið brýtur niður höftin og veik-
ir dómgreind þína. Þú ert líklegri til
að taka ákvarðanir sem þú átt eftir
að sjá eftir alla ævi, svo sem að
stunda óvarið kynlíf eða stíga upp í
bíl drukkins ökumanns.
Áfengi getur drepið þig
Árið 1998 var hægt að tengja 36%
umferðarslysa við áfengisneyslu.
Áfengisneysla undir lögaldri er
ólögleg
Þú mátt ekki neyta áfengis fyrr en
þú ert orðin(n) tvítug(ur). Þú
myndir ekki brjóta lögin að öðru
leyti.
Sæll sálfræðingur
Ég er rúmlega tvítug og var
að byrja að
starfa á leik-
skóla. Mér
var boðið
þetta starf
og ég veit að
það er erfitt að fá fólk á
leikskólann og þess
vegna lét ég til Íeið-
ast. Ég vann á leik-
skóla um
nokkurra
mánaða skeið
fyrir nokkrum
árum en fékk
aldrei almenni-
lega tilfinn-
ingu fyrir
starfinu.
Núna finnst
mér þetta allt í einu svo erfitt,
þ.e.a.s. starfið, börnin eru sum
mjög erfið og mér finnst erfitt
að höndla þetta allt. Það bætir
ekki úr skák að deildin sem ég
vinn á er undirmönnuð og því
er streitan ennþá meiri. Mig
langar til að vita hvort þú hafir
einhver góð ráð handa mér.
Sæl leikskólastarfsmaður.
Þú ættir að kanna hvort þú eigir
ekki rétt á einhverjum námskeiðum,
ég veit að þeir sem vinna á leikskóla
eiga rétt á slíku. Ég legg til að þú ræð-
ir það við leikskólastjórann hvaða
námskeiðum þú eigir rétt á og
hvaða stuðning þú getir fengið.
Þegar ég starfaði við leikskóla
hélt ég fyrirlestur um aga. í öllum
leikskólum er ákveðin stefna varð-
andi viðbrögð við agavandamálum
og best að þú kynnir þér hana fyrst.
Agavandamál em afgreidd á ýmsan
hátt en meginstefnan er að tekið er á
vandanum án þess að niðurlægja
bamið og einnig verður að gæta þess
að það valdi sem minnstri truflun.
Að takast á við erfiða hegðun
Það fyrsta sem þarf að gera þegar
barn brýtur af sér er að stöðva hegð-
unina. Því næst þarf að nefna óásætt-
anlegu hegðunina við barnið svo það
skynji hvað það gerði sem var rangt.
Þar getur verið gott að láta barnið
endurtaka hvað það gerði sem var
rangt og benda því einnig á betri
hegðun. T.d að biðja um að fá leik-
föng lánuð í stað þess að rífa af næsta
barni.
Þegar fyrirmæli eru gefin er best
að færa sig nær baminu, vera ákveð-
inn á svipinn, segja nafn bamsins,
halda augnsambandi og tala ákveð-
inni röddu.
Reglur á leikskóla
Uppi á veggjum í flestum leikskól-
um hangir blað um það hvemig er
æskilegt að böm nagi sér í leikskólan-
um. Þar er tekið á hlutum eins og að
sitja og hlusta þegar sögur em lesnar,
að taka ekki leikföng frá öðrum böm-
um í leikstund og að sýna tillitssemi.
Það hefur reynst mjög vel að sýna
ungum börnum með látbragði til
hvers er ætlast af þeim. T.d. að setja
fingur á munn þýðir að tala ekki.
Börn sem sýna erfiða hegðun
Þegar börn sýna mjög erfiða hegð-
un þarf oft að sérsníða prógramm fyr-
ir þau. Oft er þetta gert í samstarfi við
foreldra. í hverju tilfelli fyrir sig þarf
að ákveða hvert vandamálið er. Er
barnið erfitt í samvemstund, á matar-
tímum eða annars staðar? Og einnig í
hverju erfiðleikamir felast, á bamið
•erfitt með að sitja kyrrt, talar það mik-
ið eða sýnir það öðmm bömum árás-
arhegðun?
Fyrst þarf að ræða við barnið um
hvers sé ætlast til af því í hverju tilfelli
fyrir sig og síðan þarf að ákveða
umbun. Það er að segja hver er ávinn-
ingur bamsins ef það fer eftir settum
reglum.
Öryggi í samvistum við börn
Það skiptir máli að vera sjálfum sér
samkvæmur og ömggur í sam-
skiptum við böm því þau skynja óör-
yggi mjög vel. Samræmi milli starfs-
manna er líka mikilvægt, þ.e. að einn
sé ekki að leyfa eitthvað á meðan
annar er að banna það sama.
Reglulegir samstarfsfundir em
góður vettvangur til að ræða þau
vandamál sem upp koma og einnig
gætir þú beðið um fund með leik-
skólakennara ef þér finnst starfið vaxa
þér í augum.
Gangiþérvel.
Verðurbarnið þitt vandræðaunglingur?
Minnistöflur
Vatið fæðubótarefni ársins 2002 í Finnlandi
■ |f
FOSFOSER
MEMORY
oðs
. og söluaðili
sími: 551 9239
.birkiaska.is
Eyddu tíma með ung■
lingnum þínum.
Styrktu samband
ykkar og hlustaðu
á hann. J
Fylgstu með ung-
lingnum. Vertu
með á hreinu hvert
hann fer og með hverj-
um hann eyðir tíma sínum.
Settu reglur varðandi hegðun sem eru
viðeigandi aldri unglingsins. Efhann
brýtur reglurnar skaltu standa við
hótaðar afleiðingar.
Kynnstu vinum unglingsins og
fjölskyldum vinanna einnig.
Þróaðu lýðræðislegt andrúmsloft á
heimilinu. Taktu mark á skoðunum
unglingsins, beröu virðingu fyrir
honum og horfðu í augu hans þegar
hann talar.
Bjóddu unglingnum hjálp með
heimavinnuna. Spurðu unglinginn
hvernig skóladagurinn hafí gengið
og hvaða vandamál hafí komið upp.
Ræddu við unglinginn um hópþrýsting
og þær tilfinningalegu og
líkamlegu breytingar
semhannerað
ganga i gegn um.
Útskýrðu í rólegheit-
unum við hverju þú
býst afunglingnum.
Aðstoðaðu ungling-
inn við að taka réttar ákvarðanir
með því að vera góð fyrirmynd.
Notaðu eðlilegar afleiðingar ístað refs-
ingar þegar reglur eru brotnar. Dæmi
efbarnið krassar á borðið verður það
að þrifa eftir sig.