Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2005, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 2005
Síðast en ekki síst DV
Eddan og flokkadrættirnir
Edduverðlaunin snúast öðru
fremur um flokkadrætti. Enda sam-
anstendur akademían svokallaða af
fólki í bransanum. Og atkvæðabærir
menn kjósa náttúrlega sitt fólk eins
og gefur að skilja. Allar sjónvarps-
stöðvar á landinu sendu inn tilnefn-
ingar fyrir sjónvarpsmann ársins og
þar er þétt setinn bekkurinn. Nema
ífá Ríkisútvarpinu, þaðan kom að-
eins ein tilnefning: Páll Magnússon.
Taldist mönnum hjá aka-
demíunni vafasamt að
hann væri kjörgengur svo nýkominn
til starfa sem útvarpsstjóri, en við eft-
irgrennslan kom í Ijós að hann hafði
lesið fréttir í þrígang í afleysingum á
Ha?
kjörtímabilinu.
Að Páll sé settur á oddinn frá Rík-
issjónvarpinu gefur tvennt til kynna:
Að þeir sem tilnefna vilji yfirboðara
sínum svona ofboðslega vel eða að
Páll sjálfur hafi viljað koma sér á
framfæri með þessum hætti. ímynd-
arsmiðum þykir leikurinn ekki þjóna
beint hagsmunum Ríkisútvarpsins,
nær hefði verið að tilnefna einhvern
þeirra sem verður á oddinum í dag-
skrá vetrarins, til dæmis nýjan for-
ystusauð Kastljóssins sem er sá þátt-
ur sem mest er áberandi þessa dag-
ana á RÚV: Þórhall Gunnarsson.
En... hann væri þá tilnefndur fyrir
störf sín á Stöð 2 og það gengur ekki.
Pall Magnússon Eini
fuiitrúi RÚVþó að hann
hafi.yfirþað tímabiisem
tilnefningin tekur til, að-
eins lesið fréttir þrisvar
fyrir Rikissjónvarpið.
Þorhallur
Gunnarsson
Milli tveggja vita
þegarEddan er
annars vegar.
Hvaðveistþú um.
Woyzeck
1. Hvar er leikritið sýnt?
2. Hver leikstýrir verkinu?
3. Hver samdi tónlistina
fyrir verkið?
.iEA 4. Hver leikur aðalkven-
hlutverkið í verkinu?
5. Hver samdi verkið?
Svör neðstá síöunni
Hvað segir
mamma?
„Hann er al-
gjör öðling-
ur/'segirSig-
ríður Gunn-
arsdóttir,
móðir Harð-
^ arSveins-
sonar, knatt-
spyrnu-
manns frá
Keflavík.
„Hann hefur
verið viðloðinn knattspyrnu ílangan
tíma og þeir bræðurnir eru allir á
kafi i boltanum. Þeir eru þrír bræð-
urnir oghann Hörður hefur stundað
knattspyrnuna frá blautu barns-
beini. Hann er að prufa sig hjá Brann
í Noregi en við tölum mjög reglulega
saman. Ég er ekkert hrædd um hann
erlendis enda er hann góður og heil-
steyptur drengur og fullfær um að
bjarga sér. Hann hefur marga góða
eiginleika, eiginlega algjör öðlingur
og það er góð lýsing áhonum. Hann
tekur ákvarðanir um knattspyrnuna
sjálfur en ræðir það samtsem áður
við okkur en íþróttin er oft rædd hér
á heimilinu."
Sigríður Gunnarsdóttir er móðir
Harðar Sveinssonar knattspyrnu-
manns frá Keflavík. Sigriður
starfar i Flugstöð Leifs Eiríkssonar
en hún ásamt fjölskyldunni fylgist
náið með gengi sonar síns. Erlend
féiög hafa sýnt Herði mikinn
áhuga.Hann er sem stendur í
heimsókn hjá Brann i Noregi.
rui ii nuiniun i iju n lyu uui n iui i
harmssyni aö gefa út skiljanlegt kort af
leiðakerfi Strætós.
1. Það er sýnt í Borgarleikhúsinu. 2. Gísli Örn Garðarsson
leikstýrir verkinu. 3. Nick Cave samdi tónlistina. 4. Nína
Dögg Filippusdóttir leikur aðalkvenhlutverkið. 5. George
Buchner samdi verkið.
| Bjargið okkur
Nýjasta stórvirk-
iðkemurútá
næstu vikum.
Hugleikur í búð-
inni Vonar að eng-
inn taki eftirþví
þegarhann dáist
aðgóðuqengisínu.
Laumast til aö kíkja á sölulistana
Folk lær figeð á már
„Markmið mitt er að vinna nógu
mikið og framleiða nógu mikið til að
fólk fái ógeð á mér innan hálfs árs,“
segir Þórarinn Hugleikur Dagsson
myndasöguhöfundur.
í kvöld er síðasta sýning á Forðist
okkur eftir Hugleik í Borgarleikhús-
inu. „Ef ég hefði leikstýrt verkinu
hefði það eflaust ekki heppnast vel.
En það tókst og það væri frábært að
sýna það áfram. Það er búið að vera
uppselt á síðustu sýningum en
krakkarnir í Nemendaleikhúsinu
þurfa að vinna að næsta verkefni
vetrarins. Vonandi tökum við verkið
upp aftur," segir Hugleikur.
Hann lætur endalok leiksýning-
arinnar hins vegar ekki á sig fá því
samnefnd bók eftir hann selst enn
eins og heitar lummur í bókabúðun-
um. Hugleikur hefur undanfarnar
vikur setið örugglega á metsölulist-
um og mun fyrsta prent bókarinnar,
sem telur þúsund eintök, senn klár-
ast.
„Þessir sölulistar voru eitthvað
sem ég hafði aldrei skoðað. Nú geri
ég það reglulega. Það er að vísu svo-
lítið vandræðalegt þegar ég kíki á
listann í bókabúðinni. Það er asna-
legt að kíkja á eigin bók. Ég reyni að
láta engan taka eftir því.“
Á næstu vikum kemur síðan út ný
bók eftir Hugleik, Bjargið okkur.
„Hún verður jafn feit og Forðist okk-
ur. Ég ætíaði að hafa 200 myndir en
taldi vitlaust. Þær eru því óvart 201.
Svo er ég einnig að skrifa bók núna
sem mun líklega koma einhvern
tímann á næsta ári. Hún verður ef-
laust full af sama kjaftæði og hinar,“
segir Hugleikur Dagsson en með
þessu áframhaldi er hann á góðri
leið með að klára ætíunarverkið.
Láta alla fá ógeð. halldor@dv.is
| Barist um súpuna
Goddur og aðrir gestir
njóta veitinganna á
Hallærisplaninu.
Goddur á útifundi Torfusamtakanna
„Ég var nú ekki sjálfur í Torfu-
samtökunum. En þau voru mjög
aktíf á þessum tíma," segir Guð-
mundur Oddur Magnússon, Godd-
ur, prófessor í grafískri hönnun við
Listaháskóla fslands. Gamla mynd-
in er tekin á útifundi Torfusamtak-
anna á gamla Hallærisplaninu, þar
sem nú stendur Ingólfstorg, árið
1977.
„Ég var í Myndlistarskólanum á
þessum tíma," segir Goddur en
eins og margir muna börðust
Torfusamtökin fyrir varðveislu
húsanna á Bemhöftstorfunni.
Ýmsir einstaklingar, samtök lista-
manna og öll æskulýðsfélög stjórn-
málaflokkanna stóðu að samtök-
unum, sem vom stofnuð fimm
ámm áður en myndin af Goddi var
tekin, 1972. Oft er talað um að bar-
áttan fyrir björgun Bernhöftstorf-
unnar hafi markað þáttaskil í húsa-
vernd á íslandi. 1 kjölfarið áttu
húsafriðunarsjónarmið upp á pall-
borðið út um allt land og byrjað var
að endurbæta og lagfæra gömul
hús í stað þess að rífa þau.
Guðmundur
Oddur Varekkií
samtökunum en
studdi málstaðinn. I
#
Lárétt: 1 trú, -4 skjöl, 7
leik, 8 leiðindagaur, 10
lélegt, 12 hljóm, 13 hóta,
14 kyrtil, 15 planta, 16
þekkt, 18 guðir, 21
kindur,22 for,23 innyfli.
Lóðrétt: 1 auðveld, 2
ágæt,3 endurskins-
merkið, 4 skeggrót, 5
skel, 6 gagn, 9 blautur,
11 tákn, 16 andlit, 17
espa, 19 venju,20 pípur.
Lausn á krossgátu
•JOJ 07 'eis 61 'esæ l L 'Sáj 9 L '!>|JSUJ i i 'jnöjn 6 'láu 9 'nQO g 'jQæjsueJÖ
t? 'geönejnö £ 'po6 £ '|æp 1 :naje°1 Jng! £7'geAS 72'ignes L7'J!S3/8l'6æj.j
9 L 'un S l '>|Jas 171 'euöo £ 1 'uoi 7 l 'jujne 0 L 'iebl 8 'gjæ|9 L 'u6o6 y '66Ap 1 :m3Jbt
MARKAÐURINN
FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA
Mest lesna
viðskiptablaðið
MARKAÐURINN
AUGLÝSINGASÍMI
550 5000