Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2005, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 2005
Fréttir DV
Snjórinn
felldi þjófinn
Brotist var inn í verslun-
ina Krílið á ísafirði um
helgina. Þegar lögreglu-
menn og eigendur komu á
vettvang var þjófurinn á
bak og burt. Lögreglu-
mennimir dóu ekki ráða-
lausir því þar sem nýfaiiin
mjöll var yflr öllu
gátu þeir rakið
sporin frá Krílinu
að húsi þar sem
þjófurinn var gest-
komandi. Kom hann viljug-
ur með lögreglu á lögreglu-
stöðina þar sem hann svaf
úr sér áfengisvímuna og
gekk frá sínum málum skil-
merkilega. Lögreglan á ísa-
firði segir þjóflnn iðrast
sáran gjörða sinna.
Ný bryggja í
Grindavík
Unnið er við að setja út
nýjar flotbryggjur í Grinda-
vflc. Þessar bryggjur em
samtals 50 metra langar og
koma til viðbótar bryggjum
sem fýrir em og er ætlað að
leysa af hólmi þær elstu
sem em að verða úr sér
gengnar að því er segir á
vefsíðu Vflcurfrétta. Eftir að
framkvæmdum er lokið
ættu öll olíufélögin að hafa
möguleika á aðstöðu til ol-
íudreiflngar í Grindavíkur-
höfn.
Nýjar reglur
umhergögn
Ný reglugerð hefur tekið
gildi um flutning hergagna
með loftförum um íslenskt
yflrráðasvæði. Helsta breyt-
ingin frá fyrri reglugerð er
að leyfisveitingar em færð-
ar frá samgöngumálaráðu-
neytinu til Flugmálastjórn-
ar. Allur flutningur her-
gagna með loftförum um
íslenskt yfirráðasvæði er
því óheimill
nema með
sérstöku leyfi
Flugmála-
stjórnar. í
ákveðnum til-
vflcurn ber
Flugmálastjórn þó að hafa
samráð við samgönguráðu-
neytið áður en leyfi er veitt.
Reglugerðin nær þó hvorki
um rfldsflug né loftför
Landhelgisgæslunnar eða
íslenskra stjórnvalda.
„Flutningabíllinn kemur rétt
bráöum. Ég er að flytja bú-
slóðina suður I dag,“segir
Kristbjörg Lóa Árnadóttir,
leikskólakennari og bóndi á
Skjaldfönn i Isafjarðardjúpi.
Landsíminn
bara
að veðrið leyfi mér að komast
suður i dag þannig að ég geti
tæmt úr bílnum. Við erum að
flytja til Reykjavikur yfír vetur-
inn. Það er frekar upp á nauð-
syn en þægindi. Drengurinn
minn er langveikur þannig að
við viljum vera nærþjónustu
fyrir hann. Maður gerir allt fyr-
ir börnin sín."
í dag eru liðnir 242 dagar síðan Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra lofaði úrbót-
um á Sólvangi. Enn búa vistmenn í herbergjum sem þeir þurfa að deila með þrem-
ur eða fjórum öðrum. Heilbrigðisráðherra virðist ekki taka málið það alvarlega að
hann sýni vilja í verki til að leysa þennan vanda.
Jón heilbrigiisrótherra
aðgerðalaus í 242 daga
I Jón Kristjánsson
heilbrigðisráð-
herra Hefurekkert
gert fyrir vistmenn
[ á Sólvangi síðan
hann lofaði úrbót-
um fyrir 242 dög-
um.
Björgvin G. Sigurðsson,
þingmaður Samfylkingar-
innar Segir núverandi ástand
á Sólvangi þjóðarskömm.
Erna Fríða Berg,
forstöðumaður Sól-
vangs Villekkitala
við blaðamann DVum
ástandið á Sólvangi.
Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra fékk þá fyrirspurn á Alþingi
á dögunum hversu margir einstaklingar deildu herbergi með
ókunnugu fólki og var svar hans að tæplega þúsund manns ættu
ekki sitt eigið herbergi til afnota. Ráðherra viðurkennir að brotið
sé á mannréttindum þessa fólks en hefur samt setið aðgerðalaus
í 242 daga án þess að bæta úr óviðunandi ástandi vistmanna
hjúkrunarheimilisins Sólvangs í Hahiarfirði.
Hjukrunarheimilið Sólvangur Vistmenn búa
enn við afleitar aðstæður þrátt fyrir loforð heil-
brigðisráðherra um úrbætur fyrir 242 dögi
Tæplega þúsund einstaklingar
búa við þær aðstæður f dag að deila
herbergi með ókunnugu fólki. Kom
þetta fram í svari Jóns Kristjánsson-
ar heilbrigðisráðherra við fyrirspum
Björgvins G. Sigurðssonar, þing-
manns Samfylkingarinnar, á Alþingi
á dögunum. í samtali við DV sagði
Björgvin að hann biði enn eftir svari
við þeirri fyrirspum hversu margir
séu í brýnni þörf fyrir vistun á hjúkr-
unarheimili. Er ráðherra búinn að
hafa mánuð til að svara.
Vill ekki vernda friðhelgi
einkalífs
í umræðum á Alþingi var Jón
Kristjánsson spurður að því hvort
ekki ætti að binda í lög friðhelgi
einkalífs eldri borgara sem annarra
og banna það að vista fólk í herbergi
með ókunnugu fólki. Tók heilbrigð-
isráðherra ekki undir þá fyrirspum
sem Björgvin G. Sigurðsson lagði
fyrir hann. Segir Björgvin á vefsíðu
sinni bjorgvin.is að: „...rfldsvaldið
brýtur lög á íbúum Sólvangs og um
leið mörgum öðrum íbúum öldmn-
arstofnana sem enda ævina einsog
um
dýr í búri í þröngu sambýli við bláó-
kunnugt fólk." Segir Björgvin á vef-
síðu sinni að núverandi ástand sé
þjóðarskömm.
Mannréttindabrot
Eins og kom fram í DV síðastlið-
inn laugardag em til strangari lög
um aðbúnað dýra en manna. í lög-
um um rétt sjúklinga og vistmanna
heilbrigðisstoftiana er ekki talað um
aðbúnað. í þessum lögum kemur
fram að virða beri mannréttindi ein-
staklinga sem dvelja á heilbrigðis-
stofhunum. Jón Kristjánsson hefur
viðurkennt að um mannréttinda-
brot sé að ræða á Sólvangi. Þrátt fyr-
ir það heldur hann áfram að brjóta á
mannréttindum þeirra sem em
vistaðir þar. Ekki náðist í ráðherra til
að tjá sig um málið en eins og fram
kom í frétt í Helgarblaði DV eru
strangari reglur um meðferð dýra en
aðbúnað gamals fólks.
Vill ekki svara fyrir sig
Ema Fríða Berg, forstöðukona
hjúkmnarheimilisins Sólvangs, vildi
ekki svara fyrirspurnum DV um fyr-
„...rikisvaldið brýtur
lög á íbúum Sölvangs
og um leið mörgum öðr
um íbúum öldrunarstofn-
ana sem enda ævina einsog
dýr í búri íþröngu sambýli við
bláókunnugt fólk
irkomulag á innlögnum heimilisins
þegar hringt var í hana síðastíiðinn
föstudag. Ema sagði að hún vildi
ekki tala við blaðamann DV því
umfjöllunin um Sólvang
hefði ekki verið henni að
skapi.
Sólvangur tekur við
vistmönnum á heimilið
án þess að hafa pláss fyrir
þá en vill síðan ekki ræða
ástæðuna fyrir því. Hvorki
náðist í Ernu Fríðu Berg né
Sigþrúði Ingimundardótt-
ur, hjúkmnarforstjóra Sól-
vangs, við vinnslu þessarar
fréttar.
jakobina@dv.is
Sagður hafa skallað mann á gamlárskvöld
Einn ofbeldishrotta aftur fyrir dóm
Lögreglustjórinn á Akureyri hefur
höfðað mál á hendur Tómasi Pálssyni
Eyþórssyni, 19 ára Akureyringi, en
honum er gefið að sök að hafa skallað
jafnaldra sinn í andlitið með þeim af-
leiðingum að hann nefbrotnaði. Hin
meinta árás átti sér stað í Nætursöl-
unni við Strandgötu á Akureyri á
gamlárskvöld í fyrra. Málið var þing-
fest í gær og neitaði Tómas sök. Hann
er krafinn um tæpar sex hundmð þús-
und krónur í bætur auk þess sem kraf-
ist er að Tómas verði dæmdur til refs-
ingar.
í september höfðaði lögreglustjór-
inn á Akureyri annað mál á hendur
Tómasi en hann var viðriðinn aðra af
tveimur hrottafengnum Iflcamsárás-
um á Akuryri sem leiddu til fjöldamót-
mæla gegn ofbeldi á Akureyri.
í þeirri árás, sem átti sér stað í
mars, þvinguðu nokkrir drengir, þar á
meðal Tómas, ungan mann í skott
rauðrar Renault-bifreiðar og héldu
honum nauðugum í um það bil
klukkustund. Þeir óku bilnum að iðn-
aðarsvæði þar sem drengurinn var
tekinn úr skottinu. Þá fékk hann spark
í andlitíð með þeim afleiðingum að
hann datt í jörðina. Þá hófu Tómas og
félagar hans að trampa á höfði
drengsins. Hann var rifirm úr bol sín-
um og buxum og dreginn eftir mal-
arplani svo hann fékk slæmt svöðusár
á bakið. Eftir þetta létu ofbeldismenn-
imir loks staðar numið en stálu þó
fyrst fötum drengsins, peningum
hans og síma áður en þeir óku á brott.
Tómas Pálsson Eyþórsson sagði í
samtali við DV skömmu eftir árásina
að fómarlambið hefði gert sér of dælt
við yngri systur hans. Það væri ástæða
misþyrminganna.
Ekki náðist í Tómas í gær þrátt fyr-
ir ítrekaðar tilraunir.
andri@dv.is