Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2005, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2005, Blaðsíða 14
74 ÞRIÐJUDAGUR 1. NÖVEMBER 2005 tmwsmavanw Fréttir DV Tuttugu spólna leiga Hugsanlega er umsvifa- minnsta myndabandaleiga landsins rekin á Drangsnesi í Strandasýslu. Að því er segir á strandir.is hafði fréttavefurinn ranglega ályktað að engin mynd- banaleiga væri eftir í sýsl- unni eftir að leigunni á Hólmavík var lokað í haust. „Útibú Kaupfélags Stein- grímsf]arðar hefur rekið litla vídeóleigu í allmörg ár á Drangsnesi sem enn er opin. Titlar þar eru að vísu ekki nema í kringum tutt- ugu, en að sögn Jóns Al- freðssonar kaupfélags- stjóra, hefur það samt þótt nokkuö gott miðað við not- endafjölda," segir á strand- ir.is. Nyrsti bærinn úr byggð Hefðbundnum búskap hefur verið hætt á nyrsta bænum sem verið hefur í heilsársbyggð á Ströndum um langt árabil. Að því er segir á strandir.is eru hjónin Guðmundur G. Jónsson og Sólveig Jónsdóttir á Munað- amesi í Árneshreppi flutt í Grundarfjörð. Þau eru sögð hafa fellt mestallt fé sitt í fyrrahaust en hafa verið með nokkrar rollur þar til nú í haust. „Að sögn þeirra hjóna þá ætla þau sér að taka upp hætti farfuglanna og vera á Munaðamesi yfir sumartímann, ifá vori fram á haust," segir á strandir.is. Lögmaðurver eldhús Karl A. Axelsson hæstaréttarlögmað- ur hefur sótt um peningastyrk til að hægt verði að varð- veita hlóðaeldhús í landi jarðarinnar Bjalla í Landsveit í Rangár- þingi ytra. Karl á Bjalla með systkinum sínum og fleimm. Hreppsráðið frestaði afgreiðslu erindis Karls á fimmtudag á meðan atvinnu- og ferðamála- nefnd tekur málið til um- fjöllunar og tillögugerðar. Minningarfé í hljóðfæri Sóknarnefiid Oddaldrkju vill að notaðar verði fimm hundmð þúsund krónur úr minningarsjóði hjónanna Guðrúnar Halldórsdóttur og Sigurðar Guðmundssonar til að kaupa hljóöfæri fyrir Þykkvabæjarkirkju og safn- aðarheimili Oddasóknar. Hreppsráð Rangárþings ytra samþykkir þetta en vill að fyrst verði fengið samþykki almenns fundar í sókninni áður en féð greiðist út úr minningarsjóðnum. Sjö einstaklingar sitja í stjórn íþrótta- og tómstundaráðs. Fimm þeirra þiggja um sjötíu þúsund krónur á mánuði fyrir að sitja í stjórninni. Það er víða pottur brot- inn í mætingu stjórnarmanna og skilur Anna Kristinsdóttir, formaður ráðsins, ekk- ert í áhugaleysi sumra stjórnarmanna. Menn eiga ekki eð setjnst í netndir neningnnnn vegna Anna Kristinsdóttir, borgarfulltrúi R-listans og formaður íþrótta- og tómstundaráðs, lýsir furðu sinni á áhugaleysi sumra stjórnarmanna í ráðinu. Mæting stjórnarmanna á hálfsmánað- arlega fundi er upp og ofan þrátt fyrir að allir stjórnarmenn, fyr- ir utan Önnu og Kjartan Magnússon borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins, þiggi um sjötíu þúsund krónur á mánuði fyrir setu í stjórninni. Svandís Svavarsdóttir, Andrés Jónsson og Ingvar Sverrisson, vara- formaður ráðsins, sem sitja í ráðinu fyrir hönd R-listans, sem og sjálf- stæðismennirnir Benedikt Geirsson og Bolli Thoroddsen, fá sjötíu þús- und krónur á mánuði fyrir setu í stjórn íþrótta- og tómstundaráðs. Anna Kristinsdóttir, formaður ráðs- ins, sagði í samtali við DV í gær að henni þætti stundum skrýtið hversu lítinn áhuga sumir nefndarmenn sýndu. Snýst ekki bara um peninga Anna sagðist ekki hafa tekið eftir því að einhverjir sérstakir mættu illa á fundi en hún væri á þeirri skoðun að stjórnarmenn ættu að fá borgað fyrir hvern einstakan fund frekar en fasta greiðslu, burtséð frá því hver mætingin væri. „Svona starf á eldd að snúast um peninga. Það er dýrt að kalla inn varamenn og í raun óþarfur aukakostnaður. Það þarf að breyta launakerfinu fyrir þessi nefndarstörf," sagði Anna. Ungliðar vonbrigði Anna sagðist hafa orðið fyrir mild- um vonbrigðum með frammistöðu ungu mannanna sem komu inn í stjóm Iþrótta- og tómstundaráðs í janúar. „Það á enginn að setjast í stjómir nema hann hafi áhuga á því starfi sem þar fer ffam. Ég undrast stundum þessa ungu menn sem komu inn í byrjun ársins. Ég hef til dæmis ekki séð hann Bolla lengi á fundum," sagði Anna og á þar við Bolla Thoroddsen, formann Heim- dalls og varaborgarfulltrúa Sjálfstæð- isflokksins, sem hefur ekki mætt á fund hjá ráðinu síðan 8. september, samkvæmt fundargerðum á heima- síðu íþrótta- og tómstundaráðs. j Mikið að gera Bolli Thoroddsen sagði í samtali við DV í gær að það væm góðar og gildar ástæður fyrir því að hann hefði ekJd mætt á fundi ráðsins í rúman einn og hálfan mánuð. „Ég hef staðið í kosningabaráttu, bæði hjá Heim- dalli og SUS, og er nú í miðju próf- kjöri. Það er ekkert mál að mæta á þessa stjórnarfundi, fá sér að borða og hafa það gott en ég hef alltaf ver- ið fastur annars staðar," sagði Bolli. Hann sagðist geta sagt það með góðri samvisku að hann ynni fyrir laununum sínum. „Ég hef mikinn áhuga á þessum málaflokki og vísa allri gagnrýni á bug. Ég hef tekið að mér mál sem aðrir hafa ekki haft áhuga á og klárað þau,“ sagði Bolli. „Ég undrast stundum þessa ungu menn sem komu inn i byrjun árs- ins. Ég heftil dæmis ekki séð hann Bolia lengi á fundum oskar@dv.is Anna Kristinsdottir, formaður (TR Vill breyta launakerfinu fyrir nefnd- arsetu og borga fyrir hvern fund sem mætt er á Bolli Thoroddsen Vís ar allri gagnrýni á bug og segist vinna gott og óeigingjarn tstarf. Hlutur kvenna rýr í borgarstjórnarslag Sjálfstæðisflokksins AÖeins fimm konur í prófkjöri Af tuttugu og fjórum frambjóð- endum í prófkjöri Sjáifstæðisflokks- ins vegna borgarstjórnarkosning- anna eru aðeins fimm konur. Hlutur kvenna verður því að teljast rýr og skríður aðeins rétt yfir tuttugu pró- sent: „Þær mættu vera fleiri og það virðist einhver deyfð yfir konunum í flokknum," segir ein af símadömun- um í Valhöll, höfuðstöðvum Sjálf- stæðisflokksins við Háaleitisbraut. „En þetta eru allt góðar konur og það skiptir öllu," bætir hún við. Konurnar fimm sem ætla að etja kappi við karlana nítján í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins eru: Marta Guð- jónsdóttir, kennari við Tjarnarskóla, Sif Sigfúsdóttir, MA í mannauðs- stjórnun og systir Árna bæjarstjóra í Reykjanesbæ, Þorbjörg Helga Vig- fúsdóttir, aðstoðarkona mennta- málaráðherra, Hanna Birna Krist- Marta Guðjónsdóttir Sif Sigfúsdóttir Systir bæj- Þorbjörg Helga Aðstoðar- Hanna Birna Kristjánsd. Jórunn Frímannsdóttir Kennari við Tjarnarskóla. arstjórans í Reykjanesbæ. kona menntamálaráðherra. Núverandi borgarfulltrúi. Hjúkrunarkona og vefstjóri. jánsdóttir borgarfulltrúi og Jórunn ur og ritstjóri doktor.is. vegna borgarstjórnarkosninganna Frímannsdóttir, hjúkrunarfræðing- Prófkjör Sjálfstæðisflokksins fer frarn um næstu helgi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.