Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2005, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2005
Sport DV
Borgvardt á
heimaslóðir?
Daninn Allan Borgvardt
sem leikið hefur með FH
undanfarin þrjú sumur
hangir nú í lausu lofti hjá
Viking í Noregi, þangað sem
hann fór í ágúst síðastliðn-
um ffá FH. Samningur hans
við félagið rennur út í dag
og á hann ekki von á að
framlengja samninginn úr
þessu. Líklegast sé að hann
sé á leið aftur til Danmerkur
þar sem lið hafa sýnt því
áhuga að gera við hann
skammtímasamning.
Valur oq
Pálmi skrifa
undir í dag
Knattspyrnu-
deild Vals hefur
boðað til blaða-
mannafundar í dag þar
sem búist er við að þeir
Valur Fannar Gíslason og
Pálmi Rafn Pálmason
verði kynntir til sögunn-
ar sem leikmenn Vals.
Valur hefur undanfarin
ár leikið með Fylki en
hann var þar áður á
mála hjá Fram. Pálmi
Rafn er Húsvíkingur
að upplagi en lék
með KA síðastliðið
sumar við góðan orðstír.
Þórður kemur
til landsins í
dag
Þórður Guðjónsson
sagði í samtali við DV Sport
í gær að hann myndi annað
hvort spila með ÍA eða FH í
Landsbankadeildinni á
næsta ári. Hann kemur
heim til íslands í dag í
einkagjörðum en segist
ætla að nýta sér tækifærið
og semja við annað hvort
liðið á næstu dögum. Þórð-
ur er nú á mála hjá Stoke
City í ensku 1. deildinni en
knattspyrnustjóri liðsins
hefur gefið út að hann sé
ekki inn í framtíðaráætlun-
um hans.
EKKIMISSA
KV|j££lj|
19.15 KR-Grindavík í Hópbílabikar kvenna
s&n,. 19.30 PSV-ACMilaná Sýn og Real Betis-Chel- sea á Sýn Extra.
21.40 Farið yfir leiki kvöldsins í meistara- deildinni með Guðna Bergs á Sýn. -
Meistaradeildin fer aftur í gang í kvöld og er komið að fjórða leikdegi. Sem fyrr fara
fram átta leikir í kvöld og átta á morgun. Alls geta sjö lið tryggt sér sæti í 16 liða úr-
slitum keppninnar með sigri í umferðinni og þar af keppa þrjú í kvöld - Liverpool,
Chelsea og Lyon. Þau tvö síðarnefndu voru í sömu sporum í fyrra og komust þá áfram
Aftur í kvöld Chelsea-mennirnir
Didier Drogba og Ricardo Carval-
ho fagna marki gegn Real Betis i
þriðju umferð Meistaradeildar-
innar. Liðin mætast aftur íkvöld.
FOOTBALl CLU8
Leikír
kvöldsins
E-riðill:
PSV Eindhoven-AC Milan
Schalke-Fenerbahce
F-riðill:
[ Rosenborg-Real Madrid
Olympiakos-Lyon
G-riðill
Liverpool-Anderlecht
Rcal Betis-Chelsea
H-riðill
Artmedia Bratislava-Rangers
Internazionale-Porto
Ef Liverpool ætlar sér sæti í 16 liða
úrslitunum strax í kvöld verður það á
kostnað Anderlecht sem mun þá að
sama skapi eiga enga möguleika á
áffamhaldandi þátttöku í keppninni.
Real Betis er í álíka slæmri stöðu og
hefur reyndar gengið bölvanlega
heima fyrir síðan að liðið tapaði íyrir
Chelsea, 4-0, í síðustu umferð. Það
má því búast við þvi að bæði þessi lið,
Real Betis og Anderlecht, muni berj-
ast fyrir lífi sínu í kvöld.
Lyon hefur átt frábæru gengi að
fagna undir stjórn Gerards Houllier í
Meistaradeildinni og unnið alla þrjá
leiki sína í keppninni til þess. í kvöld
mæta þeir Olympiakos á útivelli og
hefur liðið reyndar aldrei unnið
Grikkina á þeirra heimavelli.
Olympiakos hefur að sama skapi að-
eins tapað einum leik á heimavelli af
síðustu átta gegn frönskum liðum á
heimavelli og unnið síðustu fjóra.
Gengi liðanna í keppninni er þó
ólíkt þar sem Olympiakos hefur tap-
að síðustu fjórum leikjum sínum í
Meistaradeildinni en Lyon hefur
ekki tapað átta leikjum í röð.
E-riðill er galopinn og spennandi
eins og stendur en þar trónir AC Mil-
an á toppnum með fimm stig. PSV
Eindhoven og Fenerbahce fylgja fast
á hæla liðsins með fjögur stig en tvö
fyrstnefndu liðin mætast í kvöld í ein-
um af stórleikjum kvöldsins. PSV er
reyndar á hörkusiglingu í Meistara-
deildinni því það hefur ekki tapað
síðustu níu leikjum sínum á heima-
velli. í fyrra komst.liðið áfram úr riðla-
keppninni í fyrsta sinn í sögu þess og
komst alla leið í undanúrslit. Þar tap-
aði liðið einmitt fyrir AC Milan xig á
því harma að hefna nú. Sigur í kvöld
mun fleyta sigurliðinu langleiðina inn
í 16 liða úrslit keppninnar.
Stórstjamanna í Real Madrid bíð-
ur það verkefni að spila gegn Rosen-
borg í Noregi en sigri liðið í kvöld
mun aðeins stórslys koma í veg fyrir
áframhaldandi þátttöku þess í
keppninni. Eftir að hafa hikstað í
haust virðist Real Madrid nú eiga
gullið tækifæri að koma sér á beinu
brautina en liðið vann góðan sigur á
Real Betis í spænsku deildinni um
helgina.
I H-riðli mun spútniklið Art-
media Bratislava freista þess að end-
urtaka leikinn frá því að þeir spiluðu
síðast gegn skosku liði á heimavelli
er þeir mæta Rangers í kvöld. Síðast
vann liðið 5-0 sigur á Celtic í for-
keppninni en árangur þess hefur
komið mjög á óvart og ef leikmenn
Artmedia vinna í kvöld eiga þeir afar
góðan möguleika á að koma sér
áfram á næsta stig keppninnar.
eirikurst@dv.is
Ein skærasta tennisstjarna heims er týnd og tröllum gefin
Jelena Dokic ekki sést síðan í ágúst
Ein þekktasta tenniskonan í dag,
Serbinn Jelena Dokic, er horfin af
sjónarsviðinu og er engu líkara en
að jörðin hafi gleypt hana. Tennis-
heimurinn hefur ekkert heyrt af
henni síðan í ágúst síðastliðnum.
Dokic komst hæst í fjórða sæti
styrkleikalista alþjóðatennissam-
bandsins en er nú dottin niður í
sæti númer 348 enda hefur hún lát-
ið sig vanta á mót undanfarnar vik-
ur og mánuði. Nú er svo komið að
hún má ekki taka þátt í neinu móti á
vegum sambandsins fyrr en hún
greiðir tæplega 45 þúsund króna
sekt.
Ekki einu sinni faðir Dokic veit
hvar dóttir hans er niðurkomin. „Ég
hef ekki hugmynd um hvar dóttir
mín er,“ sagði faðirinn í samtali við
serbneskt dagblað en hann hefur
það orðspor á sér að skapbráður í
meira lagi. Var honum til að mynda
vísað úr sæti sínu þegar hann horfði
á dóttur sína spila á Wimbledon-
rnóti eitt árið. Hin 22 ára Dokic sleit
reyndar öllum tengslum við föður
sinn fyrir fáeinum árum.
Dokic hefur ekki unnið stórmót í
tennis en besti árangur hennar er
sæti í undanúrslitum á Wimbledon.
Áhangendur hennar á heimasíð-
unni jelena-dokic.com eru furðu
lostnir yfir - 'iS**®*"'
þessu öllu saman og velta því fyrir
sér hvað hafi orðið um hetjuna,
„hina fríðu“ eins og hún er kölluð.
En mönnum þykir greinilegt að hún
eigi langt í land með að ná fyrri getu
en besta árangri sínum náði hún
árið 2001 þegar hún þénaði samtals
1,2 milljónir dollara. í ár hefur hún
þénað um 10 þúsund dollara.
eirikurst@dv.is
i: PSV Eindhoven-AC Milan: 1 -2.
’5> Þetta verður naumur
5 sigur hjá AC Milan.
'i- Real Betis-Chelsea: 1-3.
£ Þaðer spurning hvort þeir
•JjJ nenni að fara i þrjú mörk en
X Chelsea vinnurleikinn létt.
PSV Eindhoven-AC Milan: 1-2.
Hafa verið hörkuleikir hjá þessum
liðum en leikmenn Milan eru heitir
eftirsigurá Juven tus.
Real Betis-Chelsea: 0-1. Seiglu-
sigursterkra Chelsea-manna.