Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2005, Blaðsíða 27
DV Fréttír
ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 2005 27
Hvolfþak Michelangelos afhjúpað
Á þessum degi árið 1512 var
hvolfþakið í Sixtínskú kapellunni í
Róm sýnd almenningi í fyrsta skipt-
ið, en það er skreytt myndum eftir
Michelangelo. Þessi stórkostlega
loftmynd Michelangelos er eitt af
frægustu verkum hans. Hann var
fjögur ár að ljúka verkinu og megnið
af tímanum lá hann á bakinu á
vinnupöllum uppi undir loftinu og
málaði upp fyrir sig. Efni loftmynd-
arinnar er sótt í sköpunarsöguna og
ævi Krists. Þekktasti hluti verksins
er sá sem fjallar um þann kafla
sköpunarsögunnar þegar Guð skap-
aði Adam.
Michelangelo Buonarotti var
einn mesti meistari endurreisnar-
tímabilsins. Hann var fæddur í litlu
þorpi á Ítalíu árið 1475 en ólst upp í
Flórens þar sem endurreisnarstefn-
an átti upptök sín. Michelangelo
einbeitti sér mjög að því að teikna
og mála hlutföll mannslíkamans
rétt og frá öllum sjónarhornum. Það
var ástæða þess að hann tók sér fyr-
ir hendur að læra líifærafræði. Hann
eyddi miklum tfma í að rannsaka
fornklassískar höggmyndir og
teikna naktar fyrirsætur. Það gerði
Sixtínska kapellan Það tókMichelangelo
fjögur ár að mála hvolfþakið I kapellunni.
I dag
árið 1991 var Hvíti
víkingurinn frum-
sýnd. Myndin er eftir
Hrafn Gunnlaugsson
og kostaði 450 millj-
ónir króna. Hún var
sú dýrasta sem ís-
lendingur hafði gert.
hann þar til hann gat gert það vand-
ræðalaust. Michelangelo leit sjálfur
á sig sem myndhöggvara og hjó
stórfenglegar höggmyndir í marm-
ara. Meðal þeirra frægustu eru Dav-
íð og Pieta. Verk hans eru risastór og
fólkið yfirnáttúrulega fallegt.
SigurAur Jóntson hringdi:
r1UIMkviMki.V1m.V4! á |urt íih
vp'a mcr af tw- um hvlxai fa
.1 k-ixtihilakminaAimi.
rlUM nu-fl ltsll »1 ív
.itna lij.i, |nim %cm vjí
1 t>K ItlllA luuin i-rta liana
MpiWKnn m-il ktmitiu
Sundlaugarvörðurínn segir
Úr bloggheimum
Björk og Barney
„Vá. Ég fékk svo mikla
gæsahúð I gær að ég
hélt ég myndi sprínga.
DaníelÁgúst brást mér
ekki, enda bjóst ég ekki
við neinu öðru en bull-
andi snilld frá þessum
manni. Þrátt fyrír það að Baldur
kom með besta one-liner sem ég hefheyrt i
langan tima:„Gaman að þvihvað Gabriela
Friðriks er mikið að reyna að vera Matthew
Barney og Daníel Ágúst er mikið að reyna
að vera Björk. Gott skítamix þar á ferð."
Solla
- blog.central.is/hangerladies
Þ'reytt, úldin, lúin
„Svona er morguninn minn: Ég opna aug-
un. Ég nudda þau og trúi ekki að nóttin sé
„tiðirí'iég trúi að dagur byrji eftir 9 á vet-
urna). Það er algjört myrkur inni sem úti -
ég kveiki Ijósið. Fæ von t i augun. Fer i slopp-
inn og tritla upp á efrí hæð-
ina til aðfara I sturtu.
Allter slökkt. Foreldr-
arnir sofa. Kveiki tjósið
inni á baðherbergi -
fæ aftur illt i augun...
andvarpa... fer i sturtu.
Svo er mætt i skólann,
þreytt, úldin, lúin. Við það
aðsofnaí 2 tíma... fæ mér kaffi. Loks byrjar
að birta og þá virðist þetta ekki lengur vera
svoslæmt."
Þórunn Helga
- thorunnin.blogspot.com
Ryksugað á hælum
„Keypti mér rauða háhælaða skó um dag-
inn. Þvílikir femme fatale skór. Langur og
mjór hæll sem gæti stungið
augun úrhvaða manni
sem er. Þegar ég stíg í
skóna getég allt. Eitt
kvöldið I vikunni
leiddist mérsvaka-
lega, var búin að þrífa
alla ibúðina, ekkert I
sjónvarpinu, Valurað
vinna, enginn til að tala við
nema kettirnir Boris og Miho, trúið mér það
er bara ekki holltað tala mikið við þau.
Þrammaði um gólfað reyna að finna útúr
þvihvað ég ætti að gera við sjálfa migþað
sem eftir væri kvöldsins. Dattþáþað snjall-
ræði í hug að ná i nýju skóna og ganga þá
til fyrst ég væri núá þessu iði. Viti menn, um
leið og ég steig ofan í skóna mundi ég að
ég ætti tvo bjóra i isskápnum. Opnaði einn
kveikti mér í sígó, tók upp símann og ákvað
að hringja í fyrrverandi kærastana mina."
Iris Anna Randversdóttir -
blog.central.is/bassafanturinn
Tilnefningin kom skemmtilega
á óvart
„Ég var satt best að segja ofsalega
hissa og hafði ekki leitt hugann að
því að það væri komið að Edduhátíð-
inni," segir Guðlaug Elísabet Ólafs-
dóttir leikkona sem er tilnefnd til
Edduverðlauna fyrir leik sinn í Stelp-
unum.
Stelpurnar er gamanþáttur sem
sýndur er á Stöð 2 við miklar vin-
sældir og er svar við öllum þeim
gamanþáttum sem eingöngu karl-
menn hafa leikið í hingað til.
„Þetta var búið að liggja í loftinu
lengi og löngu orðið tímabært að
vera með gamanþátt leikinn af stelp-
um. Strákar hafa alltaf átt grínið og
það hefur verið erfitt fyrir okkur
stelpurnar að komast inn í þann
geira. Loksins var ákveðið að kýla á
það og þetta er að þrælvirka," segir
Guðlaug.
Áð sögn Guðlaugar er mjög
skemmtilegt að vinna með þeim frá-
bæm stelpum sem leika með henni.
Allt starfsfólk sem komi að vinnslu
þáttanna sé mikið fagfólk og góður
andi sé í upptökuverinu.
„Svo er ég líka að leika í geðklofn-
um gamanleik í Hafnarfjarðarleik-
húsinu sem heitir Himnaríki við frá-
bærar móttökur. Það hefur verið fullt
hús frá því við frumsýndum í byrjun
september. Leikritið fjallar um ungt
fólk sem fer upp í sumarbústað á
fyllirí og ýmislegt skemmtilegt sem
geristþar."
Guðlaugu vantar nokkrar eining-
ar til að klára meistaragráðu í Evr-
„Þetta var báið að
iiggja í ioftinu iengi
og iöngu orðið tíma-
bært að vera með
gamanþátt ieikinn af
stelpum
ópufræðivali í hagnýtum hagvísind-
um á Bifröst.
„Ég setti námið á „hold“ því það
er svo mikið að gera hjá mér núna en
ég ætla að klára námið einhvem tím-
ann,“ segir Guðlaug og er ósmeyk við
veturinn. „Mér líður frábærlega vel,
haustið er minn tími, kerti og róm-
antík og að dúða sig, ég elska það.“
ilaug Elísabet ólafsdóttir er leikari að mennt. Hún lék í gamanÞáttunum
íasúnan oq núna leikur hún í gamanþættinum Stelpurnar a Stoð 2. Hun er
efnd til Edduverðlauna fyrir leik sinn í þeim þáttum. Guðlaug er i meistara-
Jvið Viðskiptaháskólann á Bifröst í Evrópufræðivali hagnytra hagvismda.
Gísli á skjön
við flokkinn
Það er gaman að fylgjast með
Gísla Marteini og Vilhjálmi þessa
dagana. Þeir rífast og geta ekki
verið sammála um hvar eigi að
byggja í framtíðinni í Reykjavík.
Fyrir einhverjum mánuðum síð-
an var Sjálfstæðisflokkurinn með
yfirlýsingar um hvar þeir vildu
byggja í Reykjavík, meðal annars
voru þeir með hugmyndir um að
byggja á Sundunum sem var al-
gjör snilldarhugmynd að mínu
mati og ég held að það hafi verið
þokkaleg samstaða innan flokks-
ins um þá hugmynd. En nú vill
Gfsli Marteinn ekki byggja þar
heldur byggja í Vatnsmýrinni og
Geldinganesi. Gaman verður að
fylgjast með þessari umræðu
þeirra í kosningabaráttunni. En
þeir gera sér ekki grein fyrir því
að þeir geta alveg sleppt þessari
umræðu því í ffamtíðinni mun
fólk miklu frekar vilja búa í Hafn-
arfirði.
Úr einu í annað. Ég var alls
ekki ánægður þegar ég heyrði að
Þórður Guðjónsson ætlaði að
fara í FH. En svo var þessi ffétt
dregin eitthvað til baka og ég
vona að hann hafi eitthvert vit í
kollinum og fari bara heim og
spili með þeim gulu. Það er nóg
að vera búnir að missa Gunnlaug
til erkifjendanna. En svo er topp-
urixm á vikunni stórtap United.
Kostulegir Hall-
I grimi sundlaugar-
I verði finnst gam-
I an að fylgjast
I með Gísla Mar-
I teini og Vilhjálmi
Iþessa dagana.
Hallgrímur Kúld
ilinn. Árangur þessara stráka er ffá-
bær og gefur okkur íslendingum
mikið. Það er mjög nauðsynlegt fyrir
unga knattspyrnuiðkendur að sjá að
það er hægt að ná árangri sem at-
vinnumaður jafnvel þó að maður
komi frá „litla“ íslandi. Ég tek ofan
fyrir þessum strákum og óska þeim
alls hins besta í ffamtíðinni. Ég á ingum eigi eftir að fjölga í toppliðum
heldur ekki von á öðru en að íslend- Norðurlandanna á næstu árum.
íslendingar sigra
Halldór Gunnarsson skrifár:
Það var gaman að fylgjast með ís-
lenskum knattspymumönnum um
helgina. Ámi Gautur tryggði sér
norska meistaratitilinn með Váler-
enga og lið Jóhannesar Harðarsonar,
Start, endaði í öðm sæti deildarinn-
ar. Ekki slæmur árangur þar á ferð. í
Svíþjóð var svo Kári Árnason að brill-
era með liði sínu Djurgaarden sem
tryggði sér sænska bikarmeistaratit-
Kári Arnason Varð
sænskur bikarmeist-
ari um helgina með
Lesendur DVeru hvattir til að senda okkur tölvupóst á netfangið ritstjorn@dv.is og láta í Ijós skoðanir sínar á málefnum líðandi stundar.
í bak leigubflstjora
Þorsteinn Héðinsson leigubústjóri
hringdi:
Ég las lesendabréf frá Sigurði
Jónssyni í DV í gær og þótti það veru-
lega ósanngjarnt. Hann sagði að hjá
Hreyfli-Bæjarleiðum þyrfti að borga
startgjald upp á nýtt ef fleiri en einn
þurfa að borga með greiðslukorti.
Þetta var hreinn og beinn rýtingur í
bakið á okkur. Við áttum við þetta
vandamál en emm löngu búnir að
laga það. í sumar var farið í heilmikið
prógram til að laga þetta hjá Hreyfli-
Bæjarleiðum. Það komu Danir hing-
að til landsins sem settu upp nýtt
tölvukerfi í alla bílana. Nú getum við
tekið við fjórum greiðslukortum. Það
stendur á skjánum þegar við byrjum
hverja ferð. Mér fannst ómaklegt af
Sigurði að koma með þessa gagnrýni
þegar forsendur hennar em kolrang-
ar. Hann hefði átt að kynna sér málið
betur.
svmari
Sigurður osattur Sigurður
Jónsson segir þirrandi þegar
leigubilstjórar geta ekki tekið á
móti fleiri en einu greiðslukorti.
■ Leigubilstjórar svara
1 Þorsteinn segir Sigurð reka
J rýting i bak bílstjóranna.
| Vandamálið sé horfið.
Lesendur