Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2005, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2005, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 14. NÚVEMBER 2005 Fréttir DV Úthlutun á gatnagerð í nýju hverfi hefur vakið upp deilur milli Álftaneshreyfingar- innar sem situr í minnihluta og Sjálfstæðisflokksins sem er með hreinan meiri- hluta. Verkið fékk fyrirtæki í eigu Braga Jónssonar, bæjarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins. Hvað liggur á? Nemar kenna nemum Meistara- og doktors- nemar við Háskóla fslands gætu í framtíðinni fengið greiddar einingar gegn því að þeir sjái um stunda- kennslu nái hugmyndir Vöku, félags lýðræðissinn- aðra stúdenta, fram að ganga. Þetta er meðal þess sem lagt er til í skýrslu sem Vaka lét vinna fýrir sig en yfirskrift hennar er Frum- kvæði til framfara. Einnig er gerð tillaga um að komið verði á svokölluðu nem- endafélagstorgi á háskóla- svæðinu þar sem félögin gætu fengið aðstöðu. Réttindalaus við stýrið Lögreglan í Reykjanes- bæ stöðvaði í gær bifreið í Keflavík og kom þá í ljós að ökumaðurinn var ekki enn kominn með bílpróf. í bfln- um var einnig farþegi sem tjáði þá lögreglu að hann hefði verið að kenna hinum réttindalausa ökumanni að keyra. Farþeginn hafði hins vegar ekki tilskilin leyfi til þess. Að sögn lögreglu mun þetta ekki vera algengt en komi þó fyrir við og við. Tökur hafnar á The Evidence með Anítu Briem í aðalhlutverki Vinnur með heimsfrægum leikurum Réðst á löggu með skóflu Tveir menn voru hand- teknir og færðir í fanga- geymslur í fyrrinótt vegna slagsmála eftir dansleik í Bolungarvík. Þegar lögregl- an var að yfirbuga og hand- taka annan þeirra réðst hinn að lögreglunni með skóflu á lofti. Sá hafði brot- ið rúðu í bfl til að ná í skófluna. Að sögn lögreglu logaði allt í slagsmálum eft- ir ballið. Ekki var þó um íjöldaslagsmál að ræða heldur pústra hér og þar. Enginn meiddist þó alvar- lega í öllum látunum. A síðasta ári samþykkti bæjarstjórn Álftaness einróma reglur um að öll meiriháttar verkefni á vegum sveitarfélagsins skuli fara í útboð. Á fundi bæjarstjórnar á þriðjudaginn var hins vegar brot- ið í bága við þær þegar meirihlutinn samþykkti að fela gatnagerð í nýju hverfi fyrirtækinu Örðum ehf. án þess að útboð færi fram. Það sem orkar enn meira tvímælis er sú staðreynd að Örður er í eigu Braga Jónssonar, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem situr í meirihluta. „Það er grundvallarregla að bjóða út," sagði Kristján Sveinbjörnsson, bæjarfulltrúi Álftaneshreyfingarinn- ar í samtali við DV og er ekki sáttur við vinnubrögð meirihlutans. Þó svo að ekki liggi fyrir endanleg kostnað- Kristján Sveinbjörnsson Minnihluti bæj- arstjórnar deiiir hart á meirihlutann fyrir þessi vinnubrögð. aráætlun um verkið má búast við tölum milli sextíu og hundrað millj- óna. „Ég hef ekkert á móti því að hann fái verk í gegnum útboð," heldur Kristján áffam en bætir við að allir verða að spila eftir sömu reglum. Farið framhjá reglunum „Það er náttúrulega hægt að fara framhjá þessum reglum ef farið er í gegnum bæjarstjórn," segir Kristján. Og það var einmitt það sem var gert. Á fundinum var lagt fyrir bréf frá Framkvæmd ehf. þar sem farið var fram á að gengið yrði beint til samn- inga við fyrirtækið Örður ehf. en það er í eigu Braga bæjarfulltrúa. Tillag- an var samþykkt með fjórum at- kvæðum sjálfstæðismanna gegn þremur atkvæðum fulltrúa Álftanes- hreyfingarinnar. Þó ekki þegjandi og hljóðalaust. Viðkvæmt mál „Venjulegi prósessinn er sá að bjóða út," viðurkennir Guðmundur G. Gunnarsson, bæjarstjóri á Álfta- nesi. „Síðan gerist það að það kom upp erindi þar sem óskað er eftir frá- viki. Það var gert með svo sterkum rökum að við sögðum ókei." Guðmundur segist átta sig á að vissulega sé málið viðkvæmt þar sem bæjarfulltrúi á í hlut. „En hann er besti drengur og á ekki að gjalda þess að hafa álpast inn í bæjar- stjórn." Örður með önnur verk Þau sterku rök sem Guðmundur nefnir eru þau að nú þegar sé Örður ehf. að sinna svipuðu verkefni fyrir bæinn sem það hlaut í útboði. „Þetta er í raun speglun á þeim samningi yfir á annan verkhluta, þó svo að magntölur séu á öðrum nótum eru þetta mjög hliðstæð verkefni." Guðmundur segir að hefði þessi samningur ekki verið til, hefði aldrei verið j ljáð máls á þessu. „Nei, ekki ef það hefði ekki verið hægt að benda á beina skírskotun." Kristján og fé- lagar hans í Álfta- neshreyfingunni gefa þó lítið fyrir þau rök. „Þetta er alveg nýtt verk og öðruvísi," viU Kristján meina. johann@dv.is Stendur á sínu Guð- mundur bæjarstjóri viður- kennirað vegna aðstæðm sé málið viðkvæmt. Hann neitar þó að nokkuð mis- mál. Hlut- verkið var upphaf- lega skrif- að fýrir fer- tuga konu frá Texas, „en svo kom ég og eyðilagði allt," sagði Aníta og í kjölfarið var hlutverkinu breytt, enda Aníta með breskan hreim og langt frá því að vera fertug. Meðleikarar Anítu í þáttunum eru engir byrjendur í bransanum. Martin Landau, ósk- arsverðlaunahafi fyrir Ed Wood, leikur yfirmann hennar. „Hann er æðislegur. Við förum oft á barinn saman og drekkum martíní." Einnig leikur Orlando Jones lög- Orlando Jones Önnur aðallöggan. Aníta Briem Segist ekki geta verið heppnari með leikarahóp en hún leikur meinafræðinginn. reglumann. „Þetta er ofsalega reynt fólk," segir Aníta en aðeins er um ár síðan hún sjálf útskrifaðist úr leik- listarskóla. „Ég verð því að vera skörp og hröð að pikka upp hlutina." „Það ligguráað fara etdsnemma í fyrramálið aftur til Berlínar.Þarsem ég á heima,"segir lín Hansdóttir myndlistarkona. Á föstudaginn var opnuð sýningin Ný íslensk myndlist II i Listasafni Islands, þar sem Elín á verk.„Þetta er mjög flott sýning. Spennandi. Við Darri Lor- enzen unnum verk frá grunni fyrir hana. Sérhönnuðum það inn i rýmið sem við fengum upp í hendurnar." „Leikarahópurinn er alveg frábær, ég get ekki beðið um betri hóp af fólki," segir Aníta Briem leikkona um meðleikara sína í þáttunum The Evidence, eða Sönnunargagn- ið. Fyrir rúmum þremur vikum hófust tökur á þáttunum, en alls verða teknir upp tólf þættir til að byrja með. Framhaldið ræðst af áhorfstölum. „Ég kom hingað til Vancouver á miðvikudag. Hér verða allar inni- senur teknar," segir Aníta en áður hafði hún dvalið í San Francisco þar sem teknar voru upp útisenur. í Vancouver munu Aníta og meðleik- arar hennar dvelja fram í janúar. „Hún er alveg ágæt," segir Aníta um sína nýju heimaborg. „Hún er soldið blaut reyndar, það rignir mjög mikið hérna." í þáttunum leikur Aníta meina- fræðing sem með snilli sinni hjálpar lögreglunni að leysa dularfull morð- Hið umdeilda svæði Á jörðinni Kirkjubóli á að byggja um 50 íbúðir. Fyrirtæki i eigu bæjarfull- trúa var falið að sjá um gatna- gerð á svæðinu án þess að verkið væri boðið út, eins og reglursveit- arfélagsins segja til um.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.