Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2005, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2005, Blaðsíða 23
DV $ppr< 23 Arnar skaut Lokeren áfram Arnar Þór Viðarsson var hetja Lokeren sem sigraði Sprimont Combl- an 2-1 á heima- velli í 32-liða úr- slitum í belgíska bikarnum á laug- ardaginn. Arnar Þór skoraði sigur- mark Lokeren eftir um klukkutímaleik en Goran Drulic skoraði hitt mark liðsins. Arnar Þór lék alian leikinn með Lokeren en Rúnar Kristinsson kom inn á í hálfleik og átti mjög ffnan leik. Indriði Sigurðsson lék allan leikinn með Genk sem sló Doornik út úr bikarnum með 1-2 útisigri. 65 marka sigur KA-manna KA sigraði Mamuli Tbil- isi frá Georgíu 50-15 í síðari leik liðanna í Áskorenda- keppni Evrópu í hand- bolta á laugar- daginn. KA vann íyrri leik- inn 45-15 og því sigraði liðið samtals 95-30 samanlagt. Bjartur Máni Sigurðsson var markahæstur í liði KA í síðari leiknum með átta mörk en markaskorun- in dreifðist mikið og skor- uðu allir í leikmannahópi liðsins í leikjunum og þar af báðir markverðirnir. KA er nú komið í íjórðu umferð í keppninni en þar bíður lið- inu án efa mun erfiðari andstæðingur heldur en þetta georgíska lið sem virt- ist hafa takmarkaða reynslu af handbolta. Solberg þrum- aði á kengúru Peter Solberg ökumaður Subaru neyddist til að hætta keppni í ástralska rallinu um helgina eftir að hann keyrði á kengúru á miklum hraða. Kengúran lést eftir áreksturinn og þrátt fyrir að Solberg hafi klárað sérleiðina neyddist hann til að hætta eftir hana þar sem bíllinn var svo gott sem óökufær. Solberg var með um mínútu forskot þegar að hann þurfti að hætta en hann má þó prísa sig sælan með að kengúran var ekki hoppandi þegar hann þrumaði á hana því þá hefði hún væntanlega flogið inn um rúðuna hjá honum. Francois Duval á Citroen sigraði rallið og Harri Rovanpera á Mitsu- bishi varð í öðru sæti en þetta var síðasta mót ársins. Jón Arnór með þrettán stig Jón Arnór Stefansson skoraði þrettán stig fyrir Carpisa Napoli sem sigraði Whir- pool Warese 94-83 í ítölsku deildinni f körfubolta um helgina. Þetta var góður sigur hjá Carpisa sem er í þriðja til sjöunda Sæti í ítölsku deildinni eftir að átta umferðir hafa verið leiknar. íslandsmeistaramótið í fitness, Ice-Fitness fór fram á laugardalskvöld Kjartan og Rannveig íslandsmeistarar Kjartan Guðbrandsson og Rann- veig Kramer eru íslandsmeistarar í Fitness. Danska stúlkan Kristine Dybdahl sigraði reyndar í kvenna- flokki en þar sem hún er ekki íslensk þá var ekki hægt að sæma hana ís- landsmeistaratitlinum en hún kom sem gestur í mótið. Keppnin í karlakeppninni var sérstaklega spennandi, Kjartan hafði betur í harðri baráttu við Smára Val- garðsson en Smári varð í öðru sæti. Skagamaðurinn Jóhann Pétur Hilm- arsson varð í þriðja sæti og Daninn Peter Lagermand varð í fjórða sæti. „Ég ætlaði að garga á þessi ungu trippi og sýna þeim að gamalt kjöt eldist vel,“ sagði Kjartan Guð- brandsson íslandsmeistari í samtali við Þorstein Gunnarsson í Laugar- dalshöll. Kjartan sem verður fertug- ur á næsta ári leist ekkert á blikuna þegar hann sá aðra keppendur í samanburðinum á fimmtudags- kvöld. „Ég hugsaði með mér að nú þyrfti ég að hætta að éta súkkulaði- kökur daglega." Rannveig Kramer sem sigraði í kvennaflokki var að keppa í sinni fyrstu fitness keppni. „Þetta var mjög stressandi en gaman. Það var mjög góður andi í keppninni og stelpurnar æðislegar," sagði Rann- veig sem er 35 ára gömul. I öðru sæti Sigurvegararnir þrír Rannveig Kramer, Kjartan Guðbrandsson og hin danska Kristin Dybdahl. Mvnd/lcefitness varð Svava Sigríður Svavarsdóttir og Sigríður Sif Magnúsdóttir varð í þriðja sæti. Rúmlega þúsund áhorfendur mættu á keppnina sem þótti takast vel í alla staði. hjorvar@dv.is ^STJÖRNUFRÉTTIR^* LÍFSSTÍLL^ ALVÖRU FÓLK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.