Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2005, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2005, Blaðsíða 30
30 MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2005 Lífið DV Viðar H. Gíslason sem flestir kannast betur viö sem Vidda í hljómsveitinni Trabant viðurkennir ófeiminn að hann máli sig. Hann segist skilja stelpur mun betur eftir að hann fór að fikra sig áfram á þessari línu og segir að aðrir karl- menn ættu að vera ófeimnir við að prófa sig áfram. Enda er það orðið á götunni að málaðir karlmenn eigi miklu meiri séns í kvenfólk. Viðar H. Gíslason I Betur þekktur sem Viddi ÍTrabant, fínnst / fínu lagi aö karlmenn málisig. Karlmenn hafa málað sig £ margar aldir en samt er það ekki al- veg viðurkennt í dag. Förðun karlmanna hefur oft verið sett sam- an við samkynhneigða menn, dragdrottningar, klæðskiptinga og tónlistarmenn. David Bowie, Adam Ant, Robert Smith og Boy George eru dæmi um tónlistarmenn sem komast upp með að vera málaðir á almannafæri þótt það hafi verið umtalað þegar þeir byrjuðu. Það eru líka nokkrir íslenskir tónlistar- menn sem mála sig og má þar nefna Krumma í Mínus, Daníel Ágúst og Trabant-liða. DV hafði samband við Viðar H. Gíslason, betur þekktur sem Viddi í Trabant, til að vita l hvað hon- um fynd- ist um i karl- menn sem mála sig. Krummi f Mínus Er mun laglegri meðsmáfarða framanísér. Hvað Snast þér um karlmenn sem mála sig dags daglega? „Bara mjög ft'nt mál, ef þeir kunna til verka er það bara gott hjá þeim." Heldur þú aö það hjálpi þeim við að heilla hittkyniö? „Já, örugg- lega en annars held ég að gamla góða svitalyktin sé málið og smur- olían klikkar ekki." Málar þú þig dags daglega? „Ekki dags daglega, nema bara þeg- ar ég fer Landsbankann að tala við þjónustufulltrúann. Það dregur nefnilega athygli frá skuldunum. En svo er naglalakkið alveg málið en það er bara að passa sig að kaupa ekki of ódýrt." En þegarþú ferð útaö skemmta þér? „Já, stundum. Ég nota mikið glimmer og þá einmitt þegar ég fer út að skemmta mér í góðum félags- skap en ekkert til þess að heilla stelpurnar. Það að mála sig setur mann í gírinn en þessi heimur var alveg lokaður fyrir mér. Eftir að ég byrjaði að mála mig skil ég stelpur mildu bettnr. Gagnkynhneigðir karlmenn sem ekki eru byrjaðir að mála sig ættu að prófa þetta." Notar þú dagkrem? „Nei, ég gleymi því alltaf svona eins og ég gleymi því að borða. Annars er ég að spá í að fá mér bótox eins og Janice Dickinson sem er dómari í Americas Next Top Model. Ég myndi samt ekki gera það nema í sam- ráði við sérfræðinga. Ég er ekki búinn að stúdera þetta nógu mikið en þetta er víst málið. Þetta er góð pæling. Ég veit samt ekki hvenær." David Bowie Brautryðjandi I karlaförðun. Robert Smith Notarmikiðaf augnblýanti og rauðum varalit. Boy George hefursennilega aldrei sést án förðunar. Daníel Ágúst Er óhræddurvið að nota förðun- arvörur. Bítlamirá leiðút í geim Poppgoðsögnin Sir Paul McCartn- ey verður fyrsti tónlistarmaðurinn til að senda út „live" tii áheyrenda úti í geim, þegar hann mun spila Bítlalagið Good Day Sunshine fyr- ir starfslið Aiþjóðiegu geim- stöðvarinnar núna um helgina. Spilamennska McCartneys sem fram fer f Anaheim í Kaliforníu á sunnudaginn mun ná til geimfar- anna Bills McArthur og Valerys Tokarev sem verða f 350 kíló- metra fjarlægð frá jörðu. McCartn- ey ákvað að senda lagið út eftir það var notað til að láta geimsku- tluna Discovery vita að nægilega gott veður væri til að lenda. Móðir Michaels Jackson brjáluð Móðir Michaels Jackson er brjál- uð út í bróður hans Tito fyrir að syngja bakraddir með Michael Jackson-eftirhermu í hrekkja- vökupartfi. Hún umturnaðist og skipaði Tito niður af sviðinu. Katherine Jackson gat ekki hugs- að sér að sjá son sinn upp á sviði gerandi bróður sinn og sjálfan sig að fífli. Hún elti Tito baksviðs og skólaði hann til. „Svo sagði hún honum til syndanna og sagði honum að hann hafi verið hallærislegur við hliðina á þess- um gaur sem hermdi eftir bróður hans," segir heimildarmaður bandaríska tfmarits- insThe Globe. Cameron ropar afsnilld Cameron Diaz segist hafa unnið til margra . ; verðlauna um ævina. Ein þeirra meti hún samt langmest en þau hlaut hún eftir að hafa sigr- að með glæsibrag í ropkeppni sem haldin var f sjónvarpsþætti. „Ég fékk verðlaun frá Nickelodeon-sjón- varpsstöðinni fyrir að ropa. Áður en ég steig á svið þambaði ég Diet- Coke og það virkaði svona ansi vel. Ég er sannfærð um að þetta séu allra bestu verðlaun sem hægt er að hugsa sér," segir Cameron stolt. Einhyrningurinn minn Undarlegir atburðir Fjórða bókin í vinsælum flokki Er draugagangur í kofanum í skóginum? Lára vill komast að því hvað þar er á seyði. Spennandi saga! Hundurinn sem átti að verða stór eftir Irmu Lauridsen og teiknarann Jens Ahlbom Skemmtileg og falleg bók sem komið hefur út í átta löndum! Manninn f gula húsinu langaði til að eiga stóran og grimman varðhund - en hvolpurinn sem hann keypti vildi miklu heldur vera lítill og indæll.... Kossinn sem hvarf eftir metsöluhöfundinn David Melling - sem nefndur var til Kate Greenaway-verðlaunanna fyrir bókina). Yndisleg bók fyrir prinsa og prinsessur! "Þetta er dásamleg saga. Myndskreytingar Mellings eru eins snjallar og smellnar og texti hans." The Guardian tam t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.