Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2005, Blaðsíða 33
Menning DV,
33
Hin viðsjár-
Kristján Hreinsson
Pétur poppari
Bókaútgáfan Hólar
Verð: 4.980 kr.
pétríska
Bókmenntir
Pétur Kristjánsson
tónlistarmaður
Meistari hins hrásiaga-
lega spaugs.
Út er komin bókin PéturPoppari
eftir Kristján Hreinsson. Fyrst ber að
telja að þetta er vitanlega frábært
framtak hjá Kristjáni og vekur upp
þá hugmynd hvort með bókinni sé
ekki kominn vísir af sérstakri grein í
íslenskri bókmenntaflóru: Rokk-
bækur. Yflrlitsrit Dr. Gests Guð-
mundssonar og svo „Dr.“ Gunna
gætu þar verið einskonar grundvall-
arrit, sem eðli málsins samkvæmt
þarf að endumýja reglulega. Og svo
em sértækari bækur eins og þessi
um Pétur, nú bók Gísla Rúnars um
Bó, Sögur Tómasar frænda og fleiri
má sjálfsagt nefna en fyrst og fremst
þarf að bæta við. Því furðuleg ævin-
týri tónlistarmanna em í frásögur
færandi.
öndvegisrit
Pétri Poppari yrði í öndvegi í
þeirri bókmenntakategóríu. Slík em
áhrif Péturs Kristjánssonar stór-
poppara sem féll frá langt um aldur
fram. En skilaði sínu sannarlega. Og
Kristján gerir ýmislegt verulega vel í
bókinni. Til að mynda nær hann
meistaralega að feta hið háskalega
einstigi sem er að segja margar þær
sögur sem ávailt fylgdu Pétri. Sem er
meira en segja það því flestar ef ekki
allar byggjast þær á sjúkum subbu-
skap sem vart getur talist prenthæf-
ur. Þetta hefði maður í fljótu bragði
talið nánast ógerlegt en Kristjáni
tekst þetta merkilega vel; án þess að
virka tilgerðarlegur en þó þannig að
fulls velsæmis er gætt.
Tungutakið
Annað sem Kristjáni tekst af-
skaplega vel er að koma hinu sér-
stæða tungutaki Péturs á prent og
þar með stuðla að varðveislu þess.
Vegna gríðarlegra áhrifa Péturs og
óborganlegs persónuleika er það
nánast tungutak nokkurra kynslóða
hins íslenska rokks. En nákvæmlega
í þeirri staðreynd býr gryija sem
höfundur fellur í. Þetta tungutak er
gríðarlega smitandi og á því gætir
Kristján sig ekki. Pétrískan gegnsýrir
allan texta bókarinnar. Betur hefði
farið á því að aðgreina betur bókmál
eða meginmál og svo pétrískuna.
Bæði hefði þannig verið tekið betur
utan um sérstöðuna en eins góðra
gjalda verð og pétrískan er þá verð-
ur hún leiðigjöm þegar heií bók er
undir. Auk þess hefði verið þannig
hægt að afmarka betur bæði sögur
og atvik þar sem Pétur er í aðalhlut-
verki.
Indlands-
vinir hittast
Örn Árnason
skemmtikraftur
Hér er hann reyndar
íkinversku gervi, en
vinur indlands er
hann fyrir því.
Endurtekningar
Þá er bókin allt of endurtekn-
ingasöm. Sum atvik og sögur af
þeim em tví- eða þrítekin algerlega
að óþörfu. Pétur Poppari er löng
bók, með smáu letri, og viðfangs-
efnið, blessuð sé minning hans,
hefði sannarlega þurft að nota
sterkustu „glámarana" sína við
lesturinn ef hans nyti enn við. Af
nægu er að taka þannig að vel
hefði mátt skera hér og þar. Stytta
og stækka letur.
Bókinni lýkur þar sem greint er
frá jarðarför Péturs. Sú ákvörðun
höfundar orkar tvímælis. Bókin er
rituð af virðingu og gríðarlegri
væntumþykju fýrir söguhetjunni.
Sú væntumþykja nánast, eðli máls-
ins samkvæmt, keyrir um þverbak
þar sem segir frá jarðarförinni.
Verður tOfinningasöm og ekki er
það í stíl Péturs - hins mikla meist-
ara hráslagalegs spaugs. Ekki er víst
að niðurlagið eldist vel. Þó má það
vel vera.
Obbbobbb
Merkilegt má reyndar heita að
þar sem endurtekning atvika og
saga af þeim hefði í öðrum tilvikum
verið algerlega ófyrirgefanleg - frá-
gangssök - þá er hún á stundum
nánast í samræmi við umfjöllunar-
efnið. Því Pétur sagði sömu sögum-
ar oft án þess að þær misstu við það
gildi sitt. Og sum atvikin sem sagt er
af em óborganleg. En að öllu sam-
anlögðu hefði ef til vill mátt gefa sér
betri tíma við vinnsluna því bókin
hefði alveg þolað ítarlegri yfirlestur
og obbobboh'tið meiri fjarlægð á
viðfangsefnið.
Jakob Bjamar Gretarsson
Auður Eir Vilhjálmsdóttir prestur þurfti að berjast langri og ötulli baráttu fyrir
vigslu sinni en ekki eru mörg ár síðan fólki fannst ekki við hæfi að konur
gengdu prestsstörfum. En Auður Eir er þekkt fyrir annað en uppgjöf og svo fór
að hún var vígð til prests, fyrst islenskra kvenna.
SÓLIN KEMUR ALLTAF UPP Á NÝ
Sögu þessarar bjartsýnu og
kraftmiklu konu hefur hin kunna
fjölmiðlakona Edda Andrésdóttir
nú skrifað og nefnir hana Auður Eir.
j Sólin kemur alltaf upp á ný.
Bókin er byggð upp í viðtals-
| formi en þá framsetningu valdi
j Auður Eir því henni hugnaðist það
j betur en fyrstu persónu frásögn (8).
Sumir kunna slíku formi illa, finnst
; það minna um of á blaðaviðtal og
i koma illa út á bók. En Edda Andrés-
dóttir heldur fimlega um penna og
j brýtur viðtölin stöku sinnum upp
með ljóðrænum og skemmtilegum
lýsingum af nánasta umhverfi og
samferðamönnum Auðar Eirar svo
úr verður bæði lífleg og fróðleg frá-
sögn.
Eins og gjarnt er um endurminn-
ingabækur er fyrst staldrað við í
bernskunni sem Auður Eir minnist
með mikilli gleði en hún sleit barns-
skónum á Grundarstígnum í líflegri
mannlífsflóru á tímum þegar enn
var eldaður fiskur í hádeginu og
heimilisfólk safnaðist saman í ró-
legheitum á kvöldin og hlustaði á
Bör Börsson í útvarpinu.
Auður Eir segir börnin af Grund-
arstígnum öll hafa verið forrétt-
i indabörn, eitt barnið af því pabbi
Auður Eir. Sólm kemur
alltaf upp á ný
Edda Andrésdóttir
Veröld 2005
★★★☆☆
Bókmenntir
þess átti bíl en hún sjálf vegna þess
að það var alltaf svo gaman heima
hjá henni! (22) „Allt fólkið okkar var
skemmtilegt og fæst, ef þá nokkuð,
verulega óánægt með lífið“ segir
Auður á einum stað og víst eru frá-
sagnir af fólkinu hennar til vitnis
um það.
í framhaldi af minningunum af
Grundarstígnum segir hún af árum
sínum í Verzlunarskóla fslands,
kynnum sínum af eiginmanni, fæð-
ingu barna sinna svo og háskólaár-
unum. Einnig víkur hún að erfið-
leikunum og vonbrigðunum sem
hún átti við að etja þegar hún barð-
ist fyrir því að fá að vinna sem prest-
ur en bróðurpartur frásagnarinnar
fjallar um kenningar hennar og lífs-
speki.
Fyrir u.þ.b. 13 árum var Auður
Auður Eir Vil-
hjálmsdóttir
prestur Samtais-
bók þeirra Eddu
Andrésdóttur er„bók
sem ætti aö bæta
margan manninn"
segir Sigríður Al-
bertsdóttir.
Eir einn af stofnendum Kvenna-
kirkjunnar og jafnframt fyrsti prest-
ur hennar en eins og nafnið gefur til
kynna er þar gengið út frá
femínískri hugmyndafræði. Sjálf
hefur Auður Eir kosið að kvengera
Guð eins og kunnugt er og einnig
talar hún tungumál sem hún kallar
mál beggja kynja. í því felst að hún
notar hvorugkyn þar sem því verður
við komið, segir ekki „þeir“ heldur
„þau“ og „menn“ og „konur" en
ekki karlar og konur af því hún lítur
svo á að orðið menn nái ekki yfir
bæði kynin. (9) Þetta er óneitanlega
nýstárlegt en stingur oft óþægilega í
augu og hlustir. Prívat og persónu-
lega kann ég orðalaginu „sæl eru
hjartahrein" illa og held mig langi
lítt til að venjast því.
En konu eins og Auði var gaman
að kynnast þó það væri bara á bók.
Hún skemmtir lesandanum með
alls kyns hugleiðingum t.a.m. þeirri
hvort ekki sé öllum hollt að þora að
vera númer tvö. Hún vill meina að
það sé miklu betra að vera í öðru
sæti en í því fyrsta og segir: „Ef ég er
númer eitt þarf ég að vera eitthvað,
láta að mér kveða, en ef ég er núm-
er tvö get ég verið miklu rólegri og
afslappaðri" (29). Ég læt væntanleg-
um lesendum eftir að spá í þessi orð
svo og öll önnur sem féllu í bók sem
ætti að bæta margan manninn.
SigríöurAlbertsdóttir
Árlegir styrktartónleikar á
vegum Vina Indlands verða
haldnir í Salnum, Tónlistarhúsi
Kópavogs, annað kvöld og hefj-
ast kl. 20. Fram kemur íjölmargt
af ástsælasta tónlistarfólíd lands-
ins. Karlakórinn Fóstbræður
syngur undir stjórn Árna Harð-
arsonar, Guðný Guðmundsdótt-
ir, konsertmeistari leikur verk
eftir Paganini og Sarasate með
píanóleikaranum Geritt Schuille.
Þá mun Hörður Torfason, trú-
bador taka nokkur lög, og stór-
söngvararnir Elín Ósk Oskars-
dóttir, sópran og Jóhann Friðgeir
Valdimarsson, tenór syngja
ásamt Geritt Schuille. Einnig
syngur örn Árnason við undir-
leik Jónasar Þóris orgelleikara.
Að lokum mun Melkorka Frey-
steinsdóttir félagi í Vinurn Ind-
lands segja frá ferð sinni til Ind-
lands á liðnu sumri í máli og
myndum.
Vinir Indlands hafa áður grip-
ið til þess ráðs að kalla til hóp
virtra listamanna og þannig ná
saman íjárstyrk til að halda út
sinni nauðsynlegu starfsemi.
Indland þekkjum við ekkert -
það er meginland mikillar ögu
og mikilla vona. Okkur veitir ekki
af því að einhverjir kynni okkur
þeirra heim svo okkar verði
stærri.
• r
Læti ut
af Páli
Breska leikskáldið Howard
Brenton hefur æst upp þá sem
þykjast eiga kristnina og vilja
ráða hvernig saga hennar er rak-
in og túlkuð. Á sínum tíma setti
hann allt á annan endann í Bret-
landi þegar leikrit hans um
heimsveldin, Romans in Britain
var sett á svið. Nú er það svið-
setning Howard Davies, ein-
hvers vandaðasta leikstjóra
Breta á nýju leikverki eftir Brent-
on sem veldur deilum.
Leikritið fjallar um Pál post-
ula, þann sem var hataðist við
kristna menn og ofsótti þá en
snérist á leiðinni til Damaskus.
Verkið er sett upp í samtíma okk-
ar og fær því annan blæ: hin
stóru mál trúarinnar fá annað
vægi. Hér ganga Kristur og Pétur
og allir þeir um í jakkafötum.
Kristur bjargast af krossinum og
á ýmsan hátt víkur skáldið af
hinni þekktu leið ritningarinnar.
Hann gengur í veg fyrir Pál á
leiöinni til Damaskus og vill fá
hann til að láta af ofsóknum sín-
um, en Páli verður svo um þessa
birtingu að hann turnast og tek-
ur yfir trúboðið sem hann túlkar
á sinn hátt.
Verkið um Pál er á fjölunum í
minnsta salnum, Cottessloe, í
þjóðleikhúsinu breska fram í
byrjun febrúar.