Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2005, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2005, Blaðsíða 17
PV Sport mNmwmmmmmí x Frakkarog Þjóðverjar gerðu jafntefli Frakkland og Þýskaland gerðu 0-0 jafntefli í vináttu- landsleik í París á laugardags- kvöldið. Frakk- ar virkuðu þreyttir eftir leik gegn Kosta Ríka þremur dögum áður og þá söknuðu þeir Zinedine Zidane og Pat- rick Vieira. Jurgen Klins- mann landsliðsþjálfari Þjóðverja og Raymond Domenech kollegi hans hjá Frökkum voru báðir sáttir við leik sinna manna en lið- in eru bæði að undirbúa sig fyrir HM i Þýskalandi á næsta ári. Brasilía skoraði átta mörk Heimsmeistarar Brasilíu unnu Samein- uðu arabísku furstadæmin 0-8 í vin- áttulandsleik um helgina. Kaka skoraði eina markið í fyrri hálfleik en í þeim síðari rigndi mörk- unum inn. Adriano, Lucio og Cicinho skoruðu sitt markið hver og Juninho og Fred skoruðu báðir tvívegis fyrir Brasilíu- menn sem hefðu vel getað unnið stærri sigur. ítalir sigruðu í Hollandi ítalska landsliðið gerði góða ferð til Hollands og sigr- aði heimamenn 1-3 í vináttu- landsleik á laug- ardaginn. Ryan Babel kom Hol- lendingum yfir með skalla en AJ- berto Gilardino jafnaði skömmu síðar. Fé- lagi hans í framlínunni Luca Toni átti stóran þátt í öðru markinu sem var sjálfsmark og hann skoraði svo þriðja marldð á laglegan máta. Marcelo Lippi er greinilega á réttri leið með Itali en Gilardino og Toni virðast ná vel saman í fremstu víglínu liðsins. Þessi úrslit eru hinsvegar áfall fyrir Hollendinga sem fengu aðeins þrjú mörk á sig í tólf leikjum í und- ankeppni HM. Króatar töpuðu og Svíar gerðu jafntefli Króatía og Svíþjóð sem komust beint á HM úr riðli okkar Islend- inga í und- ankeppninni léku bæði æf- ingaleiki um helgina. Króatar töp- uðu 2-0 á úti- velli gegn Portúgal þar sem Petit og Pedro Pauleta skoruðu fyrir heimamenn. Svíar gerðu 2-2 jafntefli gegn heimamönnum í Suð- ur-Kóreu en Svíar voru án Henrik Larsson, Zlatan Ibrahimovic og Fredrik Lj- ungberg í leiknum. „I fótbólta getur þú ekkisagt að viWum þegar kómitír á .jMl en við höf um tekið stó®t skref og höfum nuna 99,9% möguleika á að vera þaif“ sag Luis ^ragones landsJUðsþplfari Spányerja á laugardagskvöldið. Þetta má til sanns vegar f«nra jjví aþeins stórslys getur komiö í veg fyrir að þeir verði á HM í ÞýJkalandi. Luis Garcia leikmaður Liverpool var allt í öllu í 5-1 sigri Spán- verja á Slóvökum í fyrri leiknum í umspilinu um sæti á HM. Hann skoraði þrjú mörk, fiskaði víti og lagði einnig upp mark Slóvaka. Tékkar unnu einnig góðan sigur í Noregi og Svisslend- ingar lögðu Tyrki í hinum tveimur umspilsleikjunum í Evrópu. Það kom mörgum á óvart þegar að Luis Aragones landsliðsþjálfari Spánverja ákvað að velja ekld Joaquin kantmann Real Betis í spænska landsliðshópinn fyrir um- spilsleikina. Luis Garcia fékk tæki- færi á kantinum í stað Joaquin og hann nýtti sér það svo um munaði. Hann kom Spánverjum í 2-0 með tveimur fi'num mörkum í fyrri hálf- leik. í upphafi síðari hálfleiks gerði hann sig sekan um slæm mistök er hann ætlaði að senda til baka en boltinn fór til Szilard Nemeth sem „ífótbolta geturþú ekki sagt að við séum þegar komnir á HM en við höfum tekið stórt skrefog höfum núna 99,9% möguleika á að komast þangað." Frábær úrslit Landslið Sviss gerði sér lítið fyrir og vann Tyrki, bronsþjóðina á siðustu heimsmeistara- keppni, með tveimur mörkum gegn engu. Hinn teikur liðanna fer fram i Tyrklandi og munu heimamenn gera allt sem íþeirra valdi stendur að komast á HM. minnkaði muninn. Garcia fiskaði því næst víti en misheppnað skot hans fór í hendina á Roman Kratochvil. Fernando Torres skoraði úr vítinu en einn Slóvakinn fékk rautt spjald fyrir að mótmæla dómnum og þá hafði þjálfari liðsins verið sendur upp í stúku fyrir mót- mæli fyrr í leilcnum. Garcia kom heimamönnum í 4-1 áður en Fem- ando Morientes innsiglaði 5-1 sigur- inn með skallamark en hann hafði komið inn á sem varamaður fyrir Garcia skömmu áður. Luis Aragones landsliðsþjálfari Spánverja hrósaði Garcia eftir leik- inn og bætti einnig við að aðeins stórslys kæmi í veg fýrir að liðið kæmist á HM. „Luis Garcia gaf okkur fleiri möguleika á kantinum og hann hefur nef fyrir mörkum sem er eitt- hvað sem liðinu hefur vantað að undanfömu. í fótbolta getur þú ekki sagt að við séum þegar komnir á HM en við höfum tekið stórt skref og höfum núna 99,9% möguleika á að komast þangað." í Noregi töpuðu heimamenn 0-1 fýrir Tékkum. Vladimir Smicher fyrr- um leikmaður Liverpool skoraði eina markið með skalla eftir fyrirgjöf Karel Poborsky eftir um hálftíma- leik. „Við verðum að vera ánægðir því við emm núna aðeins nær mark- miði okkar að komast áfram," sagði Smicer eftir leikinn en Tékkar eru í fínni stöðu fyrir síðari leik liðanna á miðvikudaginn. Age Hareide þjálfari Norðmanna gagnrýndi sína menn en hann hafði sagt fýrir leikinn að það væri mikilvægt að ná góðum úr- slitum á heimavelli. Hareide sagði um leikmenn sína: „Þeir vom lélegri en vanalega og allir leikmenn verða að spila á hærra stigi á miðvikudag- inn en við verðum að halda trúnni." Svisslendingar unnu 2-0 heima- sigur á Tyrkjum. Varnarmaðurinn Philippe Senderos skoraði fýrra marlcið með skalla rétt fýrir leikhlé og varamaðurinn Valon Behrami innsiglaði sigurinn undir lokin. Koebi Kuhn þjálfari Svisslendinga gagnrýndi leilcmenn sína smá þrátt fýrir 2-0 sigurinn. „Ég er ánægður en einnig svolftið ósáttur yfir því að við höfum ekki gert meira úr hinum tækifærunum sem við fengum. 2-0 er góð úrslit en það þýðir eldd að við séum komnir áfram nú þegar og ég er viss um að á miðvikudaginn mun- um við sjá tyrkneskt lið sem mun ætla að rétta úr kútnum á heimavelli fyrir framan stuðningsmenn sína,“ sagði Kuhn. Fatih Terim landsliðs- þjálfari Tyrkja mætti ekki á blaða- mannafund eftir leikinn og sögðu Tyrldr að honum hefði verið mein- aður aðgangur að fundinum en Svisslendingar hafa neitað þeim fréttum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.