Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2005, Blaðsíða 24
I
3& MÁNUQAGUffM VCVEWERWQS
Hsiison PV
/ DV á mánudögum
Meðalmaðurinn
mun að lokum ganga
um það bil fjórum
sinnum í kringum jörð-
ina. Slík ganga felur í
sér þónokkuð álag á
fætur okkar. í fótunum
eru um það bil einn
Ijórði allra beinanna
auk liðamóta, vöðva og
tauga. Þessir þættir
verða allir að vinna
saman svo þú getir
gengið alla daga lífs
þíns. Heilbrigðir fætur
finna ekki til sársauka.
Það er eitthvað að ef þú
finnur fyrir stöðugum
verkjum. Farðu til fóta-
sérffæðings um leið og
verkimir bytja. í flest-
um tilvikum er hægt að
meðhöndla fætuma á
einfaldan máta svo þú
getir haldið áfram að
ganga.
Það er aldrei of seint að byrja
Breyttu matar-
ræði fjölskyldunn-
ar '
Þú eyðir hvort
sem er tíma í eld-
húsinu. Hafðu
grænmeti með öll-
um mat og veldu
fituminni matvör-
ur. Fáðu börnin
svo með þér út í garð
og leiktu við þau. Það gerir mikið
fyrir þig, andlega og líkamlega. Þú
ert fyrirmynd barnanna. Taktu
ábyrgð.
n, Undibúðu þig fyrir
breytingar
Taktu. meðvitaða
ákvörðun um að breyta
lífstíl þínum. Undirbúðu
þig og planaðu fram í
tímann. Settu þér raun-
hæft markmið. Þú verður
að vilja breytast til að
breytast. Ekki gefast upp þó á
móti blási. Það em engar auðveld-
ar leiðir eða stuttar.
Brjóttu upp munstrið
Reyndu að hugsa eins og bam
sem lærir eitthvað nýtt. Þú þarft á
hvatningu og eftirfylgd að halda svo
þú ljúkir ömgglega verkinu. Minntu
sjálfa/n þig á að fara eftir planinu
sem þú hefur búið þér til. Það getur
verið erfitt að bijóta upp gömul og
löngu lærð munstur en með því að
endurtaka nógu oft ferðu að gera
hlutina sjálfkrafa. Þú átt eftir að
mæta mótstöðu og jafnvel innan
fjölskyldunnar. Undirbúðu þig and-
lega Ifka.
Finndu rétta taktinn
Þú verður að finna réttu hreyf-
inguna fyrir þig. Það hafa sem bet-
ur fer ekld aflir áhuga á því sama.
Ekki velja hreyfingu sem einhverj-
um öðmm þykir skemmtileg. Próf-
aðu þig áfram og veldu það sem
hentar þér best.
Lifirðu á
skyndi-
bita?
Ef þú ert háð/ur skyndibita
kannastu líklega við þessar afsak-
anir.
• Ég kann ekki að elda.
• Mér finnst leiðinlegt að elda.
• Ég hata að vaska upp.
• Ég hef ekki tíma til að vera í
eldhúsinu.
• Ég nenni ekki að eldá bara
handa mér.
Reyndu að gera eitthvað í þfn-
ummálum:
• Veldu þér hamborgara án
sósu, majónes, osts og beikons.
• Hættu alveg í frönskum kart-
öflum, djúpsteiktum fisk og
laukhringjum.
• Veldu franskar í ofni framyfir
djúpsteiktar.
• Hættu að kaupa kex og kökur.
• Borðaðu hrátt grænmeti en
slepptu dressingunni.
• Borðaðu minni skammta.
• Ekki fá þér eftirmat.
• Notaðu enga eða minnkaðu
við þig tómatsósuna, koktelsós-
una, hunangið og BBQ sósuna.
• Ekki velja sykraða ávexti fram
yfir ferska ávexti í salatbamum.
• Drekktu heldur vatn, ávaxta-
safa eða sódavatn fram yfir gos-
ið.
mm
„Þeir krakkar sem
æfa einhverjar
íþróttir utan skól-
ans eru mun betur
á sig komin á
meðan hin eru
slakari enda
verða þeir krakk-
ar sem eyða mest-
um sínum tíma
fyrir framan tölv-
una eða sjónvarp-
ið stirðari og
þyngri fyrir vikið."
Ragnheiður
Stefánsdóttir
hefur kennt
börnum og ung-
lingum íþróttir í
yfir þrjátíu ár.
Ragnheiður seg-
ir fleiri börn
þyngri í dag en
áður. Sam-
kvæmt Ragn-
heiði er mikill
munur á þeim
börnum sem æfa
íþróttir utan
skóla og þeim
sem gera það
ekki.
■ í .
Ragnheiður
Stefánsdóttir
Iþróttakennari á
I hraða nútímasamfélagsins virðast oft ekki vera nógu margar klukkustundir
í sólarhringnum til að koma hreyfingu fyrir. Alltof margir eru of feitir, hreyfa
sig ekki og jafnvel reykja. Það eru allt þættir sem auka líkurnar á hættulegum
sjúkdómum eins og krabbameini og sykursýki.
j