Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2005, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2005, Blaðsíða 16
1-0 Chelsea-maðurinn Hernan | Crespo skoraði fyrsta mark Nordic Photos/Getty leiksins. Trinidad og Bahrein skildu jöfn Trinidad & Tobago gerði 1-1 jafntefli við Ba- hrain á heimavelli í fyrri leik liðanna í umspilinu um laust sæti á HM. Bahrain sem end- aði þriðja sæti í riðli í Asíu og sigr- aði sfðan Usbekistan í um- spili komst yfir á 72. mínútu þegar Salman Husein skor- aði með góðum skalla. Heimamenn sem enduðu í fjórða sæti í riðli í Norður- Ameríku náðu hinsvegar að jafna þegar tólf mínútur voru eftir og það gerði Christopher Burchall með fínu skoti fyrir utan teig. Úrúgvæ lagði Ástralíu Úrúgvæ sigraði Ásralíu 1- 0 á heimavelli í fyrri leik lið- anna um laust sæti á HM í Þýskalandi á næsta ári. Dario Rodriguez skoraði eina markið með skalla í fyrri hálfleik en ef eitthvað var hefðu Úrúgvæar átt að vinna stærri sigur. Ástralía er hinsvegar í ágætis stöðu fyrir síðari leikinn á mið- vikudaginn en þessi lið mættust einnig í umspilinu fyrir fjórum árum og þá sigr- aði Úrúgvæ 3-0 á heimavelli. „Þetta var frábær leikur fullur af spennu,“ sagði Michael Owen hetja Englendinga eftir sigur liðsins á Argentínu á laugardaginn. Þessi orð hans má tfL sanns vegar færa því leikurinn var frábær skemmtun og dramatíkin var mikil. að afgneiúa Angentínu Þessi sænski þjálfari hrósaði markaskoraranum Owen einnig mikið og sagði: „Hvað fleira get ég sagt um Michael Owen. Ef hann fær þrjú tækifæri þá skorar hann að minnsta kosti tvö. Hann er topp- markaskorari, kannski sá besti í heimi og ég er mjög ánægður fyrir hans hönd.“ Eriksson hefur einnig trú á að Englendingar geti náð langt á HM í Þýskalandi á næsta ári. „Eg hef trú á því síðan að við hófum undankeppnina að við myndum komast til Þýskalands og eiga mjög gott heimsmeistaramót. Ég held ennþá að við séum eitt af fimm til sex liðum sem geta unnið það,“ sagði Eriksson. Títtnefndur Owen sagði eftir leik- inn: „Að koma tvisvar til baka er frá- bært. Þetta var frábær leikur fullur af spennu. Þetta var svo mikið meira en vináttuleikur. Jafnvel þegar þeir skoruðu þá urðu stuðningsmenn þeirra og leikmenn óðir. Þetta hefði vel getað farið á hinn veginn, þeir áttu einnig sín færi. Þetta sýnir að það er ekki mikill munur á nokkrum toppliðum í heiminum." Jose Pekerman þjálfari Argent- ínumanna tók tapinu með jafnaðar- „Hvað fleira get ég sagt um Michael Owen. Efhann fær þrjú tækifæri þá skorar hann að minnsta kosti tvö. Hann er toppmarka- skorari, kannski sá besti í heimi og ég er mjög ánægður fyrir hanshönd." geði. „Þetta er erfitt en þetta er reynsla í lífinu. Það er erfitt að tapa leik á síðustu mínútunum en við verðum að taka því. Þetta er fótbolti. Wayne Rooney er lykilmaður. Hann er mjög hættulegur og ágengur. Ég vissi alltaf að England væri gott lið með mjög góðum leikmönnum. Þeir munu leika lykilhlutverk á heims- meistaramótinu," sagði Pekerman að lokum. Tveggja marka hetja Michael Owen breytti stöðunni úr 1-2 i 3-2 á lokamínútum leiksins. Nordic Photos/Getty Þrátt fyrir að um vináttuleik hafi verið að ræða þá er ekki hægt að segja að þessar þjóðir séu miklir vinir enda hafa þær eldað grátt silfur saman á undanförnum árum og skemmst er að minnast leiknum á HM 1998 þar sem David Beckham fékk rauða spjald- ið fýrir að sparka í Diego Simone. Þá unnu Argentínumenn í vítaspyrnukeppni eftir dramatískan leik en Englendingar sigr- uðu hinsvegar 3-2 í Genf í Sviss um helgina. Úrslit leikja Sviss-Tyrkland 2-0 1-0 Senderos (40.), 2 0 Behrami (86.1. Spánn-Slóvakia 5-1 l - 0 Garcia (II.), 2-0 Garcia (16.), 2 -1 Nemeth (-IS.), 3-1 'íorres, viti (65.), 4-1 Garcia (74.), 5- ! Morientes (70.). Noregur Tékkland 0-1 0- I Smicer (31.). Úrúgvæ-Ástralia 1-0 I 0 Rodricjuec (36.). Trinidad & Tobago-Bahrain 1-1 0 1 Salman (72.). 1- I Birchall (77). Argentína-England 2-3 1 0 Crespo (35.), 1 I ftooney (37.), 2 I Samuel (53.). 2 2 0wen(8$.),2 3 0wen (90.). Frakkland-Þýskaland 0-0 Portúgal-Króatia 2-0 I 0 f’etit (32.), 2-0 Pauleta (65.). Holland-Ítalía 1-3 I -0 Babel (3S.I l I Gilardina (41.), 12 Vlaar, sjálfsmatk (45.), I 3 Toni (50.). SAF-Brasilia 0-8 0 ■1 Kaka (30.) 0-2 Adriana, viti (53.10-3 Kaka (5S.), 0-4 Lucio (65.), 0 5 Juninho (70.), 0-6 Juninho(8o.), 0 7Fted(85.), 0-8 Cicinho (903. Rúmenía-Fílabeinsströndin 1-2 0 ! Kone (493,! -! lencsi (52 ), I -2 Kone (90.). Skotland-Bandaríkin 1-1 0-1 Wolff, viti (9.), I I Webster (37.). Liechtenstein-Makdeónía 1-2 I - 0 DEIia (353. 1 -! Ilioski (81.), 12 Nuhi <903. Suður-Afríka-Senegal 2-3 0 ! Camara (33,1 -! Zuma (83,1 -2 Camara (223,2-2 Nomvete (53.), 2-3 N’Diaye (S33. Búlgaria-Georgía 6-2 l -0 Jánkov (2J, 2 -0 Jankov (28.), 3 -0 Bei- batov (35,1,4-0 Berbatov (473,5-0 Todorav (63.). 5 -1 Dzakobaja (833,5-2 Gogua (903 6-2 Todorov, viti (903. Hvíta-Rússland-Lettland 3-1 0-! Visnjakov (253.! -! Korytko (27.), 2-! Kotilenko (533,3-1 Korílenko (903. Finnland-Eistland 2-2 I-OSjólund (73,2 OArkivuo (59.), 2 -1 krugiov, viti (62.), 2 -2 Lindpete (85.). Suður-Kórea-Svíþjoð 2-2 l -0 Ahn (7.), I 1 Elmander (9 ), 2-1 Young-Chul (523,2-2 Hosenberg (57.). Kina-Serbía & Svartfjallaland 0-2 0- IDjordevic i 553,0 2 Zigic (673. Iran-Togo 2-0 i ODaei (11.1.2-0 Daei, viti (59.1. Argentínumenn skoruðu fyrsta markið í leiknum á laugardag og það gerði Hernan Crespo eftir undirbún- ing Maxi Rodriguez. Englendingar voru ekki lengi að jafna og það gerði Wayne Rooney en hann átti mjög fínan leik. Walter Samuel varnar- maður Inter Milan kom Argentfnu- mönnum yfir með skalla í upphafi síðari hálfleiks. Englendingar sóttu en náðu ekki að skora fyrr en Owen gerði það undir lokin. Hann skallaði fýrst sendingu Steven Gerrard í netið á 87. mínútu en athygli vakti að Gerr- ard spilaði þrjár mismunandi stöður í leiknum og endaði sem hægri bak- vörður. í viðbótartíma skoraði Owen svo sigurmarkið með skalla eftir sendingu frá Joe Cole og Englend- ingar fögnuðu vel þessum dramat- íska sigri. Sven-Goran Eriksson landsliðs- þjálfari Englendinga var stoltur af strákunum sínum eftir leikinn. „Þetta var mjög góður leikur af beggja hálfu. En við unnum og erum mjög ánægðir með það. Argentína er í öðru sæti á styrkleikalistanum í heiminum og þeir voru með alla sína bestu leikmenn svo þetta er frá- bært afrek hjá okkar leikmönnum. Við erum að spila betur og betur núna. Þetta var mjög góð frammi- staða og ég er mjög ánægður með sigurinn," sagði Eriksson. Sigurmarkið Michael Owen skorar þriðja og síðasta mark Englands í leiknum. Nordic Photos/Getty Owen notaði hnnsinn til

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.