Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2005, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2005
Fréttir JSKNUDAG
Stefán er góður vinur og mikill
fjölskyldumaður. Það er gam-
an að fara með honum út að
borða. Hrýtur ekki.
Stefán er afburða óstundvís
og heldur með röngu fót-
boltaliði. Mætti líka vera
blíðari í goifi.
„Stefán er góður vinur og áreið-
anlegur. Stórskemmtilegur og
skiptir aldrei skapi. Einhver besti
drengursem ég þekki
og á alveg yndisiega
konu. Við þekkjumst I
gegnum sameiginiega
vini og þannig skemmt-
um við okkur mikið
saman. Hann er lika mikill fjöl-
skyldumaður og á rosalega góð
börn. En hann heldur náttúru-
lega með Arsenal sem er stór-
kostlegur galli."
SigurÖur Kári Kristjánsson þingmaður.
Ævisaga Jóns Ólafssonar kemur út á morgun. Efnt verður til blaðamannafundar
árdegis en um kvöldið verður haldið þúsund manna hóf fyrir alla þá sem við
sögu koma í ævisögunni og skiptir þá ekki hvort það sé af góðu eða illu. í boðinu
verða allir jafnir fyrir Jóni sem vonast til að sjá sem flesta. í hófinu verður sjálf
bókarkápan stækkað hundraðfalt og stillt upp eins og í Ameríku og veislan öll
með bandarískum stíl. DV birtir hér tvo kafla úr Jónsbók.
Jón Ólafsson athafnamaður
kom til landsins í gær til að vera
viðstaddur útgáfu ævisögu sinnar
sem Einar Kárason hefur ritað. Jón
hefur sagt að hér sé um að ræða
bók um sig en ekki við sig og á þar
við að sagan öll sé sögð.
Jón hefur lifað viðburöairíku
iífi; reis úr tómlæti lífsins á Suður-
nesjum upp í hæstu hæðir í ís-
lensku viðskiptalífi og er nú búsett-
ur í London þar sem hann stýrir
viðskiptum á lieiinsmælikvarða
rétt rúmlega fimmtugur.
Jón hefur þurft að berjast fyrir
sínu; staðið á sínu og sýnt við-
skiptavit og innsæi sem er ekki öll-
um gefið. Jón hefúr sjálfur haft
hönd í bagga með markaðssem-
ingu bókarinnar og stefnir að met-
sölu. Hann ætlar sjálfur að vera í
miðju jólabókaflóðsins og standa
þar upp úr. Eins og venjulega þar
sem hann fer.
ión kaupir enska boltann
„Hann er frábær félagi og stór-
skemmtilegur, frábær söngvari
og mikill stuðbolti. Hann er
mjög ákveðinn og fyiginn sér.
Hann fær iíka frábærar
hugmyndir, bæði tengdar
tónlist og fleiru. Við höf-
um verið aö spila I nánast
tuttugu ár svo maöur
þekkirhann alveg þokkalega.
Hann er reyndar óstundvís eins
og gengur og gerist með popp-
stjörnur og litlar vonir til að það
breytist."
Friðrik Sturluson, bassaleikari iSálinni.
„Stefán er yndislegur maður og
góður vinur, dugiegur og fylg-
inn sér. Snillingur Iþví sem hann
er að gera. Það er rosalega
gaman að fara með honum út
að borða enda hefur hann
gaman að góðum mat og góð-
um vínum eins og ég.
Hann er líka mjög góð-
ur ferðafélagi, ég heftil
dæmis aldrei heyrt
hann hrjóta.Aðdáun
hans á Arsenal er náttúrulega
út úr kú og stórkostlegur ókost-
ur. Hann mætti líta oftar á
klukkuna og stilla hanaum 10
minútum framar en rauntíma.
Hann mætti líka vera blíðari á
manninn þegar við spilum golf
saman.
Eyjóifur Kristjánsson, tónlistarmaður
og vinur.
Stefán Hilmarsson erfæddur 26. júni 1966
og erþví rlflega fertugur. Hann erkvæntur
önnu Björk Birgisdóttur og eiga þau tvö
börn. Hann hefur lengi verið talinn einn
besti söngvari íslands og þótt vlðar væri
leitað.
Ómar efstur í
Kópavogi
Ómar
Stefánsson
bæjarfulltrúi
í Kópavogi
sigraði í
prófkjöri
Framsóknar-
flokksins þar
á bæ sem
haldið var
um helgina.
í öðru sæti
var Samúel
örn Erlings-
son íþróttastjóri Ríkisút-
varpsins, með aðeins átta
atkvæðum fleiri en Una
María Óskarsdóttir vara-
bæjarfulltrúi sem varð í
þriðja sæti. Prófkjörið var
opið öllum kosningabær-
um mönnum í Kópavogi og
tóku rúmlega 2.500 manns
þátt.
Það var hollensk réttindaskrifstofa
sem fór með umboð fyrir enska fót-
boltann og höfðu ýmsir sem vom í
sjónvarpsrekstri eða hugðu á slíkt ver-
ið að bera víurnar í Hollendingana,
reynt að yfirbjóða RÚV til að fá enska
boltann. En aJJtaf sögðu Hollending-
amir þvert nei - þeir hefðu lengi skipt
við Rfldsútvarpið og sögðu þau sam-
skipti hafa verið hnökralaus og með
ágætum - það væri tómt mál að tala
um að fá þá til að söðla um. Starfs-
menn Stöðvar 2 og Sýnar höfðu gert
ítrekaðar tilraunir, sem strönduðu á
að Hollendingamir sem réðu þessum
málum töldu óþarft að skipta um við-
skiptavini á íslandi - enda peningam-
ir héðan auðvitað ekki sérlega miklir í
samanburði við milljónaþjóðimar.
Þama í striðinu við Stöð 3 er Jón
búinn að vera að hugsa málin. Hann
segir að hann hafi aldrei af aivöru vilj-
að hella sér út í slaginn um enska bolt-
ann vegna þess að hann var hjá RÚV,
en þegar þeir hafi verið komnir í þetta
krull með Stöð 3 hafi honum fundist
að hann þyrfd ekki að sýna RÚV neina
sérstaka kurteisi lengur. Svo hann
segir við sitt fólk: „Getið þið ekki
hringt í þennan Hollending fýrir
mig?“ Og það var hringt í Hollending-
inn - hann heitir Hans Dúkersloot -
og Jón segir erindið, að hann vilji ræða
við hann um enska boltann. Og mað-
urinn segir að þetta sé þýðingarlaust
sífúr, það sé margoft búið að spyrja sig
að þessu en hann hyggi ekki á neinar
breytingar. Jón spyr hvort það sé ekki
í það minnsta hægt að fá að hitta
hann, og HoUendingurinn segir að
það verði tæpast í bráð, hann sé að
fara tU útlanda daginn eftir.
„Nú, klukkan hvað?" spyr Jón, og
það reynist vera einhverntíma upp úr
hádeginu.
„Flýgurðu frá Schiphol í Amster-
dam?“ spyr þá Jón, og maðurinn segir
svo reyndar vera.
„Ég verð einmitt staddur þar á
flugveUinum á sama tíma," segir Jón,
„mætti ég ekki bjóða þér upp á einn
bjór ef við skyldum hittast?"
Og Hans þessi, hann gat svo sem
ekki sagt nei við því.
Jón fór strax fram á gang og hóaði í
Pál Magnússon sjónvarpsstjóra Sýnar,
og lét í hvelfi útvega þeim tveimur
flugfar daginn eftir tfl Amsterdam -
Schiphol. Og upp úr hádeginu daginn
þann eru þeir þar og hitta Hans
Dúkersloot sem var að bíða eftir flugi
tíl útlanda.
Hann hefur trúlega verið búinn að
hugsa málin í miUitíðnini, og var enn
staðfastari en fýrr í því að þessir fs-
lendingar hefðu ekkert til sin að
sækja; hafi þeir lagt krók á leið sína tU
að finna sig þar á flugvellinum þenn-
an eftimiðdag þá hafi þeir farið erind-
isleysu sem þeir eigi við sjálfa sig -
hann hafi engin tilefni gefið þeim tíl
að halda að þeir muni gera einhverja
viðskiptasamninga þar á flugveUin-
um. Það komi ekki til mála að hann
ætfi að selja þeim neitt.
,úUlt í lagi," segir þá Jón, „en ég var
búinn að segjast ætla að bjóða þér
upp á bjór, og má ég ekíá í það
minnsta standa við það?“
„Jújú svosem," sagði maðurinn og
leit á úrið; það var næstum klukkutími
þar tU hann átti að setjast upp í véUna,
og þeir settust við nálægt borð og
fengu bjórglös fýrir framan sig.
„Ég fór svona að spyrja hann um
skrifstofuna sem hann vann hjá, og
biðja hann um að segja frá sjálfum sér
og sínu starfi," segir Jón þegar hann
U'tur tíl baka; „en það glaðnar yfirleitt
yfir mönnum ef þeir fá að tala um
sjálfa sig. Og það kom í ljós að hann
hafði með miklu meira en fótboltann
að gera - þeir á þessari umboðsskrif-
stofu áttu réttinn fyrir aUskonar
íþróttir; íshokkí, körfúbolta, blak og
aUan íjandann. Og það kom lflca ffam
f hans taU að það gekk mjög misvel að
selja þetta tfl sjónvarpsstöðva í Evr-
ópu; allir vUdu fótboltann, ekki síst
þann enska, en svo gengi mun verr
með ýmislegt annað, og sumu væri
hreUUega ekki hægt með nokkru móti
að koma út. Hversu mikið sem þeir á
skrifstofunni legðu sig fram, og á
hversu lágu verði menn væru tílbúnir
til að selja!"
Og Jón, hafandi hlýtt á þessa ræðu,
tók upp blað og penna og spurði Hans
þann hoUenska;
„Hvað myndi kosta mig að kaupa
af þér aUt sem þú hefur í boði?"
Og HoUendingurinn varð klumsa
við. TUboð um að geta selt á einu
bretti aUt sem hann hafði á sinni
könnu var eitthvað sem hann hrein-
lega gat ekki hafnað. Þeir tóku upp
blaðið og pennann og fóru að reikna:
enski boltinn kostaði svo og svo mik-
ið, sá spænski eitthvað minna, körfu-
boltinn var mun lægri upphæð, og
blakið kostaði svosem ekki neitt neitt.
Það væri hreinlega affek að selja það
yfirleitt. Útkoman á blaðinu var að
vísu meira en tvöfalt hærri en það sem
Rúv var að borga fyrir enska boltann,
en eins og Jón segir: „Þetta var samt
ekkert meira en það sem við vorum
tilbúnu að borga fýrir hann. Auk þess
sem við vorum komnir með á okkar
könnu heUa íþróttarás, sem við áttum
eftir að fyUa af efni! Þama fengum við
til dæmis álfukeppnina í fótbolta sem
fyUti sumartímann."
Það var farið að styttast í að
það yrði kaUað út í vélina sem j
HoUendingurinn var að
bíða eftir. En áður en
menn kvöddust var nýr
samningur handsal-
aður, orð sett á blað
og menn settu við þau
stafina sína. Og nokkrum
dögum seinna spurðist
út um aUt ísland að Sýn
væri búin að tryggja sér ]
réttinn tU að senda út!
enska fótboltann - og
þeir hjá Sýn höfðu hann
aUan tímann sem Jón átti eftir að vera
þar aðaleigandi.
En Stöð 3 - sem nýverið hafði eign-
ast rétt á íslenska handboltanum til
aldamóta var komin að fótum lfam.
11. október er sagt í Morgunblaðinu
frá „fjárhagslegri endurskipulagn-
ingu" Islenska sjónvarpsins hf. Og að
óskað verði eftir heimUd tíl nauðar-
samninga við þá sem áttu hjá þeim
ógreiddar kröfur. Sagt er að ekki geti
orðið af fjárhagslegu endurskipulagn-
ingunni „með öðru móti en að kröfu-
hafar samþykki töluverða lækkun á
kröfum sínum". Og útkoman var sú
að menn fengu borgað 35% af því sem
stöðin skuldaði þeim. Það fylgir sög-
unni að „markmið ákvörðunar stjóm-
ar félagsins er að forða kröfuhöfum
frá ffekara tjóni".
Rétt er að athuga að það vom
einungis þeir innlendu aðUar
sem áttu peningana hjá Stöð 3
sem urðu að láta sér nægja
að fá aðeins hluta þess fjár.
Erlendu birgjamir hefðu
ekki tekið slíkt í mál, og
einfaldlega hætt að láta J
þeim í té efni.
Nafrii og kennitölu
var síðan breytt: 30.
október kemur fram að
fyrirtækið „íslensk j
margmiðlun" hafi tek-
ið við rekstri Stöðvar
3 - þar em Sambíóin
enn innanborðs og
Árvakur, en við
hafa bæst meðal
annarra Burðarás,
sem var fjárfest-
ingaarmur Eim-
skipafélagsins, Fest-
ing (fjárfestinga-
félag SjóváAl-
mennra) Þróun-
arfélag fslands,
VÍS og Skelj-
ungur. Og
verður að
telja þetta
harla öflug-
an eigenda-
hóp.
Jón
Ólafsson
Komin
heim til aö
kynna ævi
sína i bók
um sjálfan
sig.
Og Jon, hafandi
hlýtt á þessa ræðu,
tók upp blað og
penna og spurði
Hans þann hol-
lenska: „Hvað
myndi kosta mig að
kaupa afþér allt
sem þú hefur í
boði?"
Enski boltinn Jón flaug til
Amsterdam með stuttum
fyrirvara og plataði þarhol-
lenskan dreifingaraðila upp
úrskónum á flugstöðvar-
barnum.