Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2005, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005
Fyrst og fremst DV
Halldór Ásgríms-
son Allterorðið
leyndó á valdatíma
hans.
Leiðari
Jónas Kristjánsson
Kominn er timi til aö spyrna viöfótum, anglýsa framferöi þeirra,
sem reyna aö draga lír lýðrceði meö því aö biía til slcdllcaslcjól undir
yfirskini persónverndar og einlcalífs.
5 söngvarar sem
vantar í Hjálpum þeim
wm
Kristján Jóhannsson
Hættur að syngja ókeypis.
Sverrir Stormsker
Gleymdi að mæta.
3.
Daníel Ágúst
Ekki nógu tilgerðarlegt.
Ingibjörg Þorbergs
Vissi ekki af þessu.
5.
Árni Johnsen
Hjálpar sér sjálfur.
Útgáfufélag:
365 - prentmiðlar
Ritstjórar
Jónas Kristjánsson
og Mikael Torfason
Fréttastjóri:
Óskar Hrafn Þorvaldsson
DV: Skaftahllð 24,105 Rvík, sími: 550
5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 -
Ritstjórn: 550 5020 Fréttaskot: 550
5090 Rltstjóm: ritstjorn@dv.is
Auglýsingar: auglysingar@dv.is.
Setning og umbrot:
365 - prentmiðlar.
Prentvlnnsla: ísafoldarprentsmiðja.
Dreifing: Pósthúsið ehf.
dreifing@posthusid.is
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent
efni blaðsins (stafrænu formi og úr
gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
Dr. Gunni heima og að heiman
tu
apurlegt er áo skoða úr-
valið sem Islenskum plötu-
kaupendum býðst I ár.
Helsti metnaður plötu-
útgefenda virðist
liggja f þvl að búa til
nógu flottar „gjafa-
plötur", oftar en ekki
,vandaðar" tökulaga-
plötur, þar sem hinir
ýmsu flauelsbarkar jarma hin
og þessi lög sem verða helst að
vera á allra vitorði - lög sem „allir
þekkja og elska", eins og það heit-
ir I auglýsingunum. Þessi listræni
lúsafaraldur vex með hverju árinu.
Ég held svei mér þá að aldrei hafi
jafn mikið kóverdjönk verið I boði.
Kannski er þetta Pop Idol að
kenna. Af þvl óstöðvandi færi-
bandi rennur strlður straumur
kóver-jarmandi „hæfileikafólks",
sem fyllir allar benslnstöðvar og
útsölurekka eftlr jól með þvl sem
ekki náðist að troða I pakkana.
Rokk með
f rokkinu er þetta Iftiö skárra. Þar
herma menn eftir þvi „nýjasta"
(oftar en ekki vatnsósa
stæling á þvl sem gert
'ar I kringum 1980)
og baula undan-
tekningarlítið á
ensku, enda aldrei
að vita hvenær
útsendari komist á
bragðið á Airwaves
og geri menn heims-
fræga. Enska baulið er meiningar-
og innihaldslaust kjaftæði, sem
segir ekkert og kveikir engin bál -
eins konar þoka úr lungum
manna sem hafa ekkert aö segja
og geta varla hugsaö heila hugs-
un án þess að skoða sig I speglin-
um fýrst. Hvar er reiði og kraftur
fyrstu Bubbaplatnanna? Hvarer
flugbeitt þjóðfélagsrýni Spilverks-
ins? Hvar er dónaskapur Fræbbbl-
anna? Hvar eru skemmtilegheit
fyrstu Stuðmannaplatnanna? Hvar
er kjaftháttur Rottweilerhund-
anna? Svo eitthvað sé nefnt
lökuhækur áensku
Sé namboðið á jólaplotunum
boríð saman viö jólabækumar sést
hversu langt úti á túninu tónlistar-
menn eru aö skfta. Ef ástandið væri
eins slæmt I bókmenntunum skrif-
uðu Ifýrsta lagi velflestir höfundar
á ensku og I öðru lagi væru höf-
undar alltaf að gefa út „sfnar" út-
gáfur af bókum fortföar. Þannig
væri Hallgrfmur Helgason td. með
slna útgáfu af Sölku Völku (meira
orðaleikjagrln - Salka Valka, lá
undir alka. os.frv.), Einar Kárason
tæki Tómas Jónsson metsölubók á
sinn hátt (fleirí fyllibyttur og
Tómas byggi I bragga) og
Amaldur væri með
„ErlendurllOI
Reykjavlk" (bein af
ungum manni finn-
ast inni á klósettinu
á KafAbamum. Svo
virðist sem hann hafi
rúnkaö sig I hel. Erlend-
ur rannsakar málið). Viljum
við það?
Stéttaskipting
Fyrsta dag nýju fréttastöðvar-
innar var sagt frá íslenzkum
nauðgunardómi, en ekki sagt frá
nalhi nauðgarans. Næsta frétt var
svo af nauðgunardómi í Banda-
ríkjunum og þar var sagt frá nafni
nauðgarans. Stöðin hefur svipaðar
reglur um nafnbirtingar og aðrir
fjölmiölar nema DV.
Hæstiréttur Heldur uppi
tvennskonardómvenjui
skaðabótum.
Reglan er ætmð frá Morgun-
blaðinu, sem birtir nöfn dæmdra
glæpamanna í útiöndum, en ekki
nöfn íslenzkra. Morgunblaðið birt-
ir þó nöfn manna, sem dæmdir
eru hér á landi, ef þeir eru fæddir
erlendis. Þessa stefnu má nefna
ýmsum nöfnum, en gott er, að ekki
eru allir fjölmiðlar undir hana
seldir.
WL
Græddi á falli kært Reykjavíkurborg og
fengið milljónir.
Sleinunn Valdfs tróð
húsi í garðinn ðjá mér
Hæstiréttur dæmdi í fyrradag
Fjölbrautaskólann í Breiðholti til
að greiða konu rúmar tvær millj-
ónir í skaðabætur auk vaxta og
dráttarvaxta fyrir að renna.á svelli
fyrir framan skólann. Sneri Hæsti-
réttur við héraðsdómi, sem hafði
úrskurðað, að konan gæti sjálfri
sér kennt um slysið.
Hér hallast Hæstiréttur að
bandarískri dómvenju, þar sem
fólk fær háar skaðabætur fyrir slys,
sem það getursjálfu sér eða örlög-
unum um kennt. Á sama tíma eru
nánast engar bætur dæmdar fólki,
sem lendir í hrottalegum nauðg-
unum eða líkamsrárásum. Tvenns
konar dómvenja er hér í gangi í
einu.
NÚ ERU ÍBÚAR um alla borg farnir
að bindast samtökum gegn óskipu-
lagi R-listaflokkanna. Sjálfur er ég að
bindast samtökum við nágranna
mína á Vesturgötunni. Steinunn
Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri og
hennar fólk vilja þétta byggðina á
minn kostnað. Nú er svo komið að
ég er með heilt þriggja hæða hús í
garðinum mínum.
HÚSIÐ SEM STENDUR autt í garðin-
um mínum kom ofan af Lindargötu í
kjölfar hrossakaupa Steinunnar Val-
dísar. Ég hef það fyrir víst að emb-
ættismenn hjá borginni hafi neitað
að setja húsið í garðinn hjá mér en
sú neitun fékk engan hljómgrunn
hjá Steinunni þegar hún var formað-
ur skipulagsnefndar. Hún stóð fyrir
framan eiganda Lindargötuhússins
og skipaði embættismanninum að
gjöra svo vel og troða því í garðinn
hjá mér.
SV0 NÚ ER ÍG ekki bara að missa
leiksvæði barnanna heldur líka bíla-
stæðin. Steinunn og félagar gerðu
sem veður yfir allt og
alla í nafni þéttingar
byggðar sem eng-
inn er að biðja
um.
mikael@dv.is
Steinunn
Valdís Óskars
dóttir Ibúar
bindast samtök
um gegn vit-
lausum borgar-
stjóra. Hér á
góðum degi en
aðrir dagar eru
ekkijafn góðir
hjá öðrum.
Nýlendugata Drauga-
I hús i garði greinarhöf-
I undar. Steinunn hringdi
| sjálfog skipaði embættis-1
I manni að koma þvl fyrir.
Fyrst og fremst
nágrönnum mínum hinum megin
við götuna svipaðan grikk. Þurftu að
greiða þeim milljónir úr sameigin-
legum sjóðum okkar í bætur. Litlar
500 þúsund krónur á fermetra. Og
láta ekki þar við sitja heldur ætla líka
að troða húsi á ágætis bflastæði sem
eru við hlið hússins sem ég bý í.
REYKVÍKINGAR HAFA oft átt skraut-
lega borgarstjóra. En aldrei neinn
jafn vitlausan og Steinunni Valdísi
Einkalíf er skálkaskjól
Orðin persónuvernd og einkalíf koma
ekki fyrir í bandarísku stjórnar-
skránni og ekki í þeirri frönsku held-
ur. Þessir homsteinar lýðræðis em frá þeim
tíma, þegar menn vissu, að lýðræði felur í
sér opnun þjóðfélagsins, „transparency",
svo að hægt sé að lýsa inn í margvísleg
skúmaskot þjóðfélagsins.
Orðin persónuvemd og einkalíf em
skálkaskjól, einkum notuð af embættis-
mönnum, stjórnmálamönnum, fjársýslu-
mönnum og glæpamönnum, sem vilja
ráðskast með mál, sem koma fólki við, án
þess að fólk sé að skipta sér af. Þéssir aðilar
hafa t.d. komið upp stofnun, sem heitir Per-
sónuvernd, óvinur lýðræðis.
fslenzkir blaðamenn hafa tekið þátt í
þessari atlögu að lýðræði. f stað þess að búa
til samskiptakerfi milli blaðamanna annars
vegar og stjórnmála, fjölmiðlaeigenda og
auglýsenda hins vegar, hafa þeir búið til
siðareglur, sem miða að lokun þjóðfélags-
ins, að ótilhlýðilegri tillitssemi.
Lýðræði er orðið svo gamalt fyrirbæri, að
menn eru famir að gleyma hornsteinum
þess. Sumir ímynda sér, að lýðræði sé lítið
annað en frjálsar kosningar. Fáir muna eftir,
að lýðræði er fyrst og fr emst gegnsæi og í
öðru lagi einföld aðferð við að skipta um
ráðamenn án þess að beita byltingu.
Síðustu árin hefur orðið vart markvissra
aðgerða til að draga úr lýðræði og gegnsæi
með því að efla persónuvemd og búa til
einkalff, þar sem það var ekki áður. Nú nær
einkalíf ekki bara til heimila, heldur einnig
til bfla á almannafæri, til peninga, jaftivel
til útgáfu diplómatapassa til gæludýra.
Hvarvetna tala andstæðingar lýðræð-
is um persónuvemd og einkalíf. Utan-
rfldsráðuneytið felur diplómatapassa á
bak við einkalíf. Stofnunin Persónu-
vemd gerir sér tíðrætt um svonefiidan
Karólínudóm, sem fól í sér útfærslu
einkalífs í eins konar blöðm, sem fylgi
fólki á leið um opinbera staði.
Jafnvel dómarar em
famir að kveða upp
úrskurði um einkaiíf
dómhúsa. Eiga þeir
þó að vera öðrum
kunnugri þeirri
staðreynd, að
lýðræði fól upphaflega í sér, að dóm
arar störfuðu fyrir opnum tjöldum
og að dómar væm gegnsæir. Ef
kveða á upp dóma í leyni, verða
dómstólar að herdómstólum.
Kominn er tími til að spyma við
fótum, auglýsa framferði þeirra,
sem reyna að draga úr lýðræði
með því að búa sér til
; skálkaskjól undir yfir-
skini persónverndar
ogeinkalífs.
y. Æmm