Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2005, Side 26
26 LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005
HelgarblaO DV
Heimili Silju og Bjama er eftir-
sóknarverður staður því gleðin er
nánast áþreifanleg. Ekki verður hjá
því komist að byrja á að spyrja þau
um ástina og hvað farsælt hjóna-
band skuli uppfylla.
„Svarið er einfalt. Tvær ástfangn-
ar sálir sem eiga vel saman og mikla
vináttu," svarar Bjami og Silja kinkar
til samþykkis en þau kynntust í
gegnum föður Silju. Bjarni er fyrst og
fremst tónlistarmaður og starfar
samhliða söngnum sem útvarps-
stjóri Bylgjunnar og Létt 96,7 og
konan hans Silja er nemi á tann-
tæknibraut og söngkona.
Rækta hvort annað
„Við emm mjög dugleg að rækta
sambandið," svarar Silja þegar hún
er innt eftir því hvort þau hlúi vel
hvort að öðm. „Með hverju ári höf-
um við vaxið enn frekar saman og
samband okkar styrkst mikið í ljósi
þess að í byrjun gekk sambandið
ekkert sérstaklega vel enda mikið
álag sem hvíldi á okkur vegna veik-
inda og annarra þátta. Við byrjuðum
snemma að eignast böm," útskýrir
Silja og heldur áfram frásögninni
geislandi yfir móðurhlutverkinu og
því sem hún hefur afrekað.
„Við eigum tvær heilbrigðar og
yndislegar dætur. Það gekk heldur
illa að koma þeim í heiminn. Thelma
fæddist 660 grömm eftir 25 vikna
meðgöngu og var mikið veik fyrsta
árið. Kamilla fæddist fullburða en
eitthvað gerðist í fæðingu svo hún
var tekin með bráðakeisara," segir
hún og bætir við einlæg:
„Ég var frá vinnu á báðum með-
göngunum. En hver veit nema það
komi annar erfingi einhvem tím-
ann," og Bjami heldur áfram að rifja
upp þessa erfiðu tíma: „Silja var
meira og minna fárveik alla fyrri
meðgönguna. Hún fékk svokallaða
meðgöngueitrun og þurfti að liggja
allan tímann frá því að það
uppgötvaðist," svarar Bjami einlæg-
ur og opinn um fæðinguna og líðan
konu sinnar.
„Silja var svo nánast meðvitund-
arlaus í sólarhring áður en henni var
rúllað inn á skurðdeild, en þá var
verið að bíða eftir að sterasprauta
sem hún hafði fengið myndi virka
áður en bamið yrði tekið með keis-
ara. Stelpan fæddist svo á 25. viku og
var rúmar 2 merkur."
Sannar hetjur
„Okkur báðum leið vægast sagt
mjög illa. Ég var rétt nýútskrifaður úr
áfengismeðferð, alveg kofruglaður
og mjög óömggur með sjálfan mig
og rétt að byrja að feta mig á beinu
brautinni á nýjan leik. Samband
okkar Silju var erfitt á þessum tíma
og mikil óvissa sem ríkti um hvemig
Thelmu myndi reiða af. Thelmu var
vart hugað líf, en var góð inn á milli.
Svo kom niðursveifla og svona var
þetta sitt á hvað."
„Svo fékk hún lungnabólgu en
það er auðvitað alls ekki gott þegar
um svo óþroskuð lungu er að ræða.
Stelpan okkar barðist hetjulega. Það
var samt greinilegt að hún ætlaði að
ná þessu, þessi duglega stelpa, hún
er algjört laaftaverk. Erfiður tími en
verðlaunin alveg yndisleg. Það er
yndislegt að fylgjast með henni vaxa
og dafna í dag. Okkur finnst ótrúlegt
hvað þetta hefur gengið vel. Við
emm svo himinlifandi og þakklát
fyrir allt saman. Ég verð að fá að
hrósa Silju fyrir hversu dugleg og
mögnuð hún var í þessu öllu saman.
Hún stóð sig eins og hetja. Ég efast
um að ég hefði getað gengið í gegn-
um það sama og hún. Það þarf mikið
æðruleysi í svona veikindi 19 ára
gömul og að komast í gegnum þessa
erfiðleika. Thelma Ósk var á spítal-
anum þann tíma sem vantaði upp á
meðgönguna eða þrjá og hálfan
mánuð. Svo gerðist þetta hægt og ró-
lega einn dag í einu, eitt lítið skref í
hvert sinn. Silja var í svolítinn tírna
að ná sér líka enda var þessi með-
göngueitrun mikil hjá henni."
Áföllin breyta miklu
Blaðamaður situr gáttaður yfir
frásögn Bjama og Silju og reynslunni
sem þessi ungu hjón gengu í gegn-
um með kraftaverkið hana Thelmu.
En breyta svona áföll einhverju?
„Þau breyta heilmiklu. Til dæmis
var Silja rosalega hrædd alla hina
meðgönguna en ég held að við met-
um lífið öðruvísi í dag en áður. Það er
alls ekki sjálfsagt að þessi litlu grey
komi alheilbrigð í heiminn," segir
Bjami meðvitaður um ríkidæmi sitt
sem felst í ijölskyldunni.
„Við vomm einstaklega heppin
að eldri stelpan kom heil út úr þessu.
Það em svo margir fyrirburar sem
eiga við einhverja fötlun að stríða en
Thelma er alheilbrigð og fírí. Lífið er
svo mikils virði. Þetta minnir mann á
að þakka fyrir. Vera þakklátur og
okkur er mjög ofarlega í huga þakk-
læti til allra þessara frábæm heil-
brigðisstarfsmanna á Landspítalan-
um, þessara frábæm lækna, svo ekki
sé talað um þessar yndislegu ljós-
mæður og hjúkmnarkonur sem þar
em. Þær gáfu okkur Silju þvílíkan
styrk, hlýju og vonir á degi hveijum á
meðan þessu stóð. Þetta fólk vinnur
svo óeigingjamt starf og er starfandi
þama að manni finnst aðallega af
hugsjón frekar en hitt.
Seinni meðgangan gekk brösu-
lega en þó betur, þegar kom að fæð-
ingu var eitthvað að svo Silja lét kalla
á lækninn sinn því hún fékk ein-
hverja undarlega tillfinningu um að
það væri eitthvað sem væri alls ekki í
lagi. Það reyndist vera rétt og það var
hlaupið með rúmið sem hún lá í inn
á skurðdeild og skorið. Þá hafði fylgj-
an losnað og það mátti engu muna
með bamið en allt fór vel á endan-
um. Hún er mikill ijörkálfur sú yngri.
Alveg uppskrift að Astrid Lindgren-
persónu. Lífið leikur við okkur,"
segja þau ánægð og reynslunni rík-
ari.
Fjölskyldan mikilvæg
„Draumafrídagur er að vakna
saman. Familían fer og fær sér góðan
bmnch með góðum vinum og böm-
um þeirra. Svo er farið í Bláa lónið og
látið dekra við sig þar. Síðan er gert
það sem bömunum finnst skemmti-
legast. Seinna um kvöldið hittast svo
systkinin og bömin okkar og elda
góðan mat. Við hlæjum saman og
segjum hvert öðm frá liðnum dögum
og hvað hver er að gera hveiju sinni,"
útlistar Bjami spurður um góðan frt-
dag í faðmi fjölskyldunnar.
„Við hlæjum mikið saman. Syngj-
um saman, gemm skemmtilegt grín
hvert að öðm og höfum húmor fyrir
því, oftast," segja þau, líta hvort á
annað og skella upp úr.
Hjálpast að á heimilinu
„Að syngja er yndisleg tifinning.
Það er ekkert sem jafríast á við „kikk-
ið" þegar vel gengur í söng. Að syngja
fyrir fullan sal af fólki og finna að fólk
er að njóta þess að hlusta er einstök
tillfinning. Við viljum syngja eins
lengi og raddimar leyfa," segir Bjarni
og viðurkennir að söngurinn sé
númer eitt, tvö og þrjú.
„Söngurinn er eiginlega okkar
eina sameiginlega áhugamál," segir
hann en bætir snögglega við: „Jú, og
bflar! Silja vildi helst eiga tuttugu
hesta en ég lifi góðu lífi án þeirra,"
segir hann hlæjandi og hún lítur í
„Þau breyta heil-
miklu. Til dæmis var
Silja rosalega hrædd
alla hina meðgöhg-
una en ég held að við
metum lífið öðruvísi í
dag en áður. Það er
alls ekki sjálfsagt að
þessi litlu grey komi
alheilbrigð í heim-
inn."
augu hans heillandi og umburðar-
lynd hvað það varðar.
Langir vinnudagar
„Þetta em oft langir dagcir en líka
oftast svakalega skemmtilegir. Það
em forréttindi að fá að vinna við út-
varp og tónlist," segir Bjami og við-
urkennir að verkaskiptingin á heim-
ilinu sé ekkert sérstök. „Við göngum
bæði í öll verk, ef eitthvað þarf að
gera gerir sá aðili það sem er laus
hveiju sinni." Silja hlær og nær að
töfra blaðamann með áreynslulausri
og góðri nærvem sinni þegar hún út-
skýíir heimilishaldið: „Bjarni tekur
úr þvottavélinni, eldar, þrífur eld-
húsið og þurrkar af sjónvarpinu.
Reyndar það eina sem hann þurrkar
af," segir hún stríðin og h'tur til
Bjarna sem brosir út í annað.
Bónorðið borið upp
„Þetta byrjaði allt í þrítugsafrnæl-
inu hans Bjama þegar að ég gaf hon-
um lag í afinælisgjöf," segir Silja þeg-
ar talið berst að söngnum og sam-
vinnu þeirra. „Ég vissi ekki hvað ég
ætti að gefa honum svo ég ákvað að
láta minn draum rætast í leiðinni og
fór og tók upp lag sem var svo spilað
í veislunni. Það var gert myndband
við lagið og það sló bara í gegn.
Bjami bað mín á staðnum þar sem
aílir vom að fylgjast með spenntir
eftir svari.
Þetta var ffábær og eftirminnileg
stund. Svo var ákveðið þar sem
Bjami bað mín á hans afmælisdegi
að við giftum okkur á mínum afmæl-
isdegi ári seinna en þegar kom að því
að velja tónlistarmenn í kirkjuna
langaði okkur bara að sjá um þetta
sjálf ásamt Elvis sem söng líka eitt
lag. Og það lukkaðist svona rosavel.
Við sungum lag saman í kirkjunni
sem Kristófer Helga og Þorgeir Ást-
valds á Bylgjunni spiluðu svo á Bylgj-
unni mánudeginum eftir. Við vorum
búin að taka lagið upp bara fyrir okk-
ur, og þeir fengu diskinn Iánaðan og
það varð eitt vinsælasta lag sumarins
á Bylgjunni," segir Silja og brosir fal-
lega við frásögnina.
„Margir áttuðu sig þó ekki á að
það væm íslenskir flytjendur að lag-
inu enda sungið á ensku og ítölsku.
Við höfum síðan sungið einmitt
þetta lag í mörgum brúðkaupum,"
segir Silja og Bjami hlustar hugfang-
inn á hana rifja upp góða tíma og
bætir við: „Enda frábært lag sem á
vel við í brúðkaupi."
Brúðurin kom alltof seint í
kirkjuna
Líflegar umræður eiga sér stað
tengdar söngnum og brúðkaupum í
góðu yfirlæti á heimili þeirra. „Ég
söng einu sinni í brúðkaupi þar sem
athöfnin gekk vel og mikill kærleikur
var í kirkjunni og mikið grátið.
Nokkmm dögum síðar þegar ég ætl-
aði að fara að innheimta þóknun fyr-
ir vinnu mína bentu brúðhjónin
hvort á annað varðandi greiðslu en
þau vom þá komin í sundur. Það tók
óratíma að fá þetta greitt," viður-
kennir Bjarni og blaðamanni er
skemmt og undrandi yfir íjörugri frá-
sögn söngvarans.
„Svo er það þetta klassíska að
brúðurin kemur alltof seint í kirkj-
una, jafnvel hálftíma of seint og far-
nar að renna tvær grímur á gestina.
Brúðguminn jafnvel búinn að bóka
að hans heittelskaða sé hætt við,"
segir Bjami og heldur áffarn að rifja
upp:
„Einu sinni var ég beðinn um að
syngja „Release me" sem Engelbert
Humperdinck söng um árið en þá er
fólk ekkert að spá í textann heldur
kannski frekar að lagið hafi tengt þau
saman. Textinn er eitthvað á þessa
leið," segir Bjarni og syngur innilega
og ömggt: „Please release me, let me
go, for I don’t love you any more," og
heldur áfram: „Ég fékk þau ofan af
þessu sem betur fer."
Vann plötuna með góðu fólki
„Þetta er plata sem mig hefur
alltaf langað að gera," segir Bjami en
hann gefur út plöm fyrir þessi jól
sem ber heitið „Bjami Ara-Svíng".
„Platan er í svona „big band“-stíl.
Fullt af ffábæmm tónlistarmönnum
og blásumm sem koma við sögu,“
segir þessi hæfileikaríki tónlistar-
maður sem kemur blaðamanni
reyndar á óvart með yfirvegaðri og
hlýrri framkomu. „Það em tónleikar,
áritanir og alls konar vinna framund-
an sem tengist því að gefa út plötu.
Þetta er eins konar kosningabarátta
vil ég segja. Annars vann mjög gott
fólk plötuna með mér og þar ber
fyrstan að nefna Þóri Úlfarsson,"
segir Bjarni meðvitaður um að allir
hafa þörf fyrir að finna að verk sín
séu metin að verðleikum.
„Hann Þórir er mikill galdramað-
ur sem hefur gert með mér nokkrar
plötur áður. Svo er það Einar Valur
Scheving á trommur, Róbert Þórhall-
son á bassa, Jón Páll Bjamason og
Guðmundur Pétursson á gítara, Ósk-
ar Guðjónsson á sax, Samúel Samú-
elsson á básúnu, Kjartan Hákon-
arson á trompet og Þórir Úlfarsson á
píanó og fjöldinn allur af textasmið-
um eins og Stefán Hilmarsson,
Sverrir Stormsker, Ingibjörg Gunn-
arsdóttir, Kristján Hreinsson, Ómar
Ragnarsson og Eiríkur Hauksson svo
einhverjir séu nefrídir. Það var líka
gaman að fá að spila aðeins á
trompetið mitt á plötunni. En Silja er
minn helsti stuðningur. Alveg frá-
bært að hafa hana sér við hlið. Hún
er svo úrræðagóð og hefur svo gott
nef fyrir öllum hlutum. Ég legg alltaf
fyrir hana lagalistann áður en ég fer
að syngja í veislum. Ég fæ hana til að
leggja blessun sína yfir þetta hjá
mér."
Jólin eru tími fjölskyldunnar
„Við höfum þá reglu að vera alltaf
heima á jólunum en þegar búið er að
tæta upp alla pakka er farið yfir til
systur Bjama og þar er drukkið heitt
kakó og borðað fullt af kökum og
góðgæti," segir Silja og heldur áfram:
„Við njótum þess að vera saman og
vera í fríi á þessum yndislegu dög-
um. Hvað er yndislegra en fjölskyld-
an á jólunum saman?"
„Silja er með þá dellu að það
verður alltaf að vera hvítt á rúmun-
um á jólunum og ekkert annað kem-
ur til greina," svarar Bjami ánægður
með konuna sína þegar talið berst að
hefðum jólanna. „Svo reynum við
líka að fara upp í kirkjugarð á að-
fangadag og setja kerti hjá okkar
nánustu. Svo er auðvitað nauðsyn-
legt að fá jólasnjóinn klukkan fjögur.
Og auðvitað svínasteikin fina."
Við kveðjum þessi samrýmdu og
elskandi hjón, Bjama og Silju, og
endum spjallið á að spyrja hvort þau
eigi góð ráð fyrir verðandi söngvara?
„Trúa á sjálfan sig. Ef maður hefur
ekki trúna hefur hana enginn ann-
ar,“ svarar Bjami. Við þökkum þeim
fyrir yndislega kvöldstund og óskum
þeim velfamaðar í öllu sem þau
takast á við í ff amtíðinni.
elly@>dv.Í5