Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2005, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2005, Síða 6
6 LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 Fréttir J3V Segir bæinn skerða kjör Bæjarfulltrúinn Oktavía Jóhannesdóttir á Akureyri segir að breyting- ar á fyrirkomu- lagi yfirvinnu og annarra auka- greiðslna til starfsmanna bæjarins leiða til „ ...beinnar kjaraskerðingar og geta valdið at- gerfisflótta hjá reyndu og traustu starfsfólki". Kristján Júlíusson bæjarstjóri segir tilgang breytinganna vera að „ ...auka gegnsæi, draga úr misræmi og kynbundn- um launamun meðal starfs- manna bæjarfélagsins". Gunnarboðar íbúaþing í dag mun íbú- um Kópavogs gef- ast kostur á að koma sjónarmið- um og hugmynd- um sínum á fram- færi. Þetta geta þeir gert á íbúa- þingi sem haldið verðu í Undaskóla. Til um- ræðu eru öll helstu mál sem varða þjónustu og þró- un bæjarins. Þátttakendur vinna með hlutlausu fag- fólki að því að skrá og ræða hin ýmsu mál, til dæmis þau sem varða einstök hverfi eða skipulag bæjar- ins í heild, samfélagsleg málefni, skólamál, áherslu í menningarmálum eða hvað eina sem brennur á vörum íbúa. Alfreð að hœtta í pólitík? Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. „Hann hefur látið að sér kveða á vettvangi borgarstjórnar- málanna og markað sin spor. Hann hefur að mínu viti verið sá aðili sem hefur haldið R- listanum saman I gegnum erf- iða tíma þóttþað hafi kannski ekki verið gott fyrir Reykvfk- inga. Það vita aiiir aö við vor- um ekki alltaf sammála en ég óska honum velfarnaðar I nýj- um verkefnum." Hann segir / Hún segir „Ég tel þetta vera rétta ákvörðun hjá Alfreö og hún kemur mér ekki á óvart. Alfreð er búinn að vera mjög lengi í pólitík og hefur átt mörg líf. Það hefur oft verið hart sótt að honum en hann hefur staöist allar þær orrustur. Ai- freð hefur átt drjúgan þátt í því að byggja upp Orkuveitu Reykjavíkur sem öflugt fyrir- tæki til framtíðar og það verð- urekkiafhonum tekið." Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaOur Samfylkingarinnar. Purple Onion-málið svokallaða tók óvænta stefnu við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær þegar báðir sakborningarnir, Mohd Bashar og Míróslava Sobchuk, drógu játningar sínar til baka. Skýringar þeirra á gerbreyttum fram- burði voru ótrúverðugar. í sumar fannst mikið magn eiturlyfja falið á klósetti veitingastaðarins Purple Onion sem er í eigu Bashars. „Eg mun hins vegar standa með Míróslövu fari hún í fangeisi, því ég elska hana." | í réttarsalnum Míróslava ogMohd gáfu skýrslur i gær sem voru gerbreyttar frá fyrri framburði. „Ég held að það sé búið slá hana í rot,“ sagði Brynjar Níelsson, verjandi Míróslövu Sobchuk, í Héraðsdómi Reykjavíkur eftir að Kolbrún Sævarsdóttir saksóknari hafði þjarmað rækilega að henni við skýrslutöku í gær. Míróslava var ásamt unnusta sínum, Mohd Bashar, ákærð eftir að mikið magn amfetamíns og e-taflna fannst á veitingastaðnum Purple Onion í Hafnarstræti en staðurinn er í eigu Bashars. Aðalmeðferð í málinu fór frarní í gær Hvorki Míróslava Sobchuk né Mohd Bashar, sem kallar sig Alex hér á landi, gáfu sannfærandi svör við ágengum spurningum Kolbrúnar Sævarsdóttur saksóknara um hvers vegna þau hefðu bæði breytt fram- burði sínum veruiega frá því þegar þau gáfu skýrslu hjá lögreglu við rannsókn málsins. Alex hafði játað fýrir lögreglu að vera eigandi 650 taflna sem inni- héldu ýmist amfetamín eða alsælu og 245 gramma af amfetamíni sem fundust við húsleit á veitingastaðn- um Purple Onion, sem Alex er eig- andi að. Míróslava hafði jafnframt játað aðild sína að málinu fyrir lögreglu og sagst hafa átt þátt í að flytja efnin frá heimili þeirra við Laugaveg á veit- ingastaðinn Purple Onion. Vona að hann fyrirgefi mér Við aðalmeðferðina í gær tóku Míróslava, sem er frá Síberíu, og Alex, sem er Jórdani, stóra u-beygju frá fyrri framburði. Skyndilega bar Míróslava að hafa flutt umrædd efni til landsins fyrir ónefnda aðila í Sankti Pétursborg, þar sem hún bjó áður en hún flutti til íslands. Míroslava sagði kærasta sinn Alex enga vitneskju hafa haft um efnin fyrr en hann var handtekinn. „Ég vona bara að hann fyrirgefi mér fyrir að hafa blandað sér í þetta leið- inlega mál," sagði hún í gær. ítrekað spurt út í misræmi Alex fullyrti einnig að játning sín, við skýrslutöku lögreglu, hefði verið afleiðing slæmrar enskukunnáttu og ótta við að sitja í gæsluvarðhaldi. Þá sagði hann að þáverandi verjandi hans, Bjarni Hauksson, hefði sagt honum að það skipti engu máli þó hann játaði við skýrslutöku - hann gæti degið allt til baka þegar réttað yrði í málinu. Bjarni verður kallaður fyrir héraðsdóm á miðvikudaginn til svara því hvort þetta sé rétt. Augljóst var að dómari málsins, Guðjón St. Marteinsson, tók skýr- ingar tvímenninganna á breyttum Alex á Purple Onion Fikniefnin fundust falin á klósetti veitingastaöarins. | Kolbrún Sævarsdótttir saksóknari Þjarmaði að sakborningunum eftir að þau breyttu framburði sínum. framburði þeirra tæplega trúanleg- ar. Hann spurði þau til dæmis ítrek- að út í misræmi sem fram kom í framburði þeirra og virtist ekki ánægður með svörin. Hverju skal trúa? „Ég er saklaus. Ég veit ekkert um þessi eiturlyf,“ sagði Alex í samtali við DV eftir réttarhöldin í gær. Hann segist trúa sögu kærustu sinnar Míróslövu um að hún hafi flutt efnin til íslands og segist óttast að hún muni greiða fyrir þann gjörning með fangelsisvist. „Ég mun hins vegar standa með Míróslövu fari hún í fangelsi, því ég elska hana,“ bætti Alex við. Aðalmeðferð málsins verður fram haldið í næstu viku. Fleiri vitni verða þá leidd fyrir Guðjón St. Mart- einsson dómara sem mun þurfa að skera úr um hvort skuli taka trúan- legra; játningar Míróslövu og Alex við skýrslutöku hjá lögreglu eða það sem virtust ótrúverðugar útskýring- ar þeirra í héraðsdómi í gær. andri@dv.is Skipaður formaður nefndar um byggingu hátæknisjúkrahúss Alfreð tvisvar á spítala „Ég hef tvívegis verið lagður inn á spítala og í bæði skiptin vegna nýrnasteinakasts," segir Alfreð Þor- steinsson sem skipaður hefur verið formaður nýrrar nefndar um bygg- ingu hátæknisjúkrahúss. Um leið kveður Alfreð stjórnmálin en hann er forseti borgarstjórnar og stjórnar- formaður Orkuveitu Reykjavíkur. „Það er mjög kvalafullt að fá nýrnasteinakast því þá getur maður ekki staðið, legið eða setið. Skelfi- lega vont,“ segir Alfreð sem veit fyrir bragðið nokkuð um hvað það er að leggjast inn á sjúkrahús. „Ég fer á fullt í þetta nýja verkefni strax eftir áramót en sit út kjörtíma- bilið sem forseti borgarstjórnar og stjórnarformaður í Orkuveitunni," segir Aifreð sem með þessu hefur rýmt fyrir nýjum foringja framsókn- armanna í borgarstjórn. Er líklegt að j Alfreð Þorsteinsson Gat ekki staðið, setið eða legið þegar hann var í tvígang lagður inn á sjúkrahús vegna nýrna- steinakasts. Hann þekkir þvíafeigin raun hvernig er að dveija á spítala. Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmað- ur forsætisráðherra, fylli það skarð ef honum tekst vel upp í prófkjöri. Stálu bílum og fölsuðu ávísanir Huldupar dæmt í Hæstarétti Hæstiréttur þyngdi á fimmtudag dóm yfir Susan Hyns, konu sem kveðst vera frá Líberíu, og staðfesti dóm yfir Joshua Olayiwola Oladapo, bandarískum ríkisborgara, vegna fjársvika sem þau stóðu sam- an að nú í sumar. Joshua fékk 15 mánaða fangelsisdóm í héraðsdómi sem Hæstiréttur staðfesti. Susan fékk hins vegar 30 daga fangelsisdóm í héraði en Hæstirétt- ur þyngdi dóminn í fimm mánuði. Sigmundur Hannesson, verjandi Susan, segir hana heldur ósátta við dóminn. Mál parsins er mjög viðamikið. Þau voru dæmd fyrir margvisleg ijársvik sem námu samtals 3,3 millj- ónum. Einnig voru þau dæmd fyrir að stela bflaleigubílum og flytja þá úr landi. Ekki hefur fengið staðfest hvort ofangreind nöfn þeirra séu rétt, en þau hafa breytt þeim tvisvar á báðum dómstigum. Annað mál tengt parinu bíður dóms Hæstarétt- ar. gudmundur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.