Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2005, Page 12
12 LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005
Fréttir XKV
Lögregla verði
áfram
íVík
„Sú sjálfsagða
krafa er gerð að
sýslumaður verði
búsettur í Mýrdals-
hreppi sem hingað
til," segir sveitarstjóm
hreppsins sem ítrekað hefur
mikla andstöðu við áform
dómsmálaráðuneytisins um
að færa löggæslu frá sýslu-
mannsembættinu í Vflc yfir á
Hvolsvöll. Segist sveitar-
stjómin óttast að lögreglu-
stöðinni í Vflc verði lokað og
lögreglumönnum þar gert
að mæta til vinnu á Hvols-
velli. Sveitarstjómin hvetur
Bjöm Bjarnason dómsmála-
ráðherra til að finna eftir-
mann Sigurðar Gunnars-
sonar, sýslumanns í Vflc,
sem hætti óvænt fýrir
nokkmm dögum.
Hundadansá
Eiðistorgi
Hundahátíð verður í
verslunarkjamanum Eiðis-
torgi á Seltjamamesi í dag á
milli klukkan tvö og fjögur.
Það er Tibet Spaniel-deildin
sem fagnar tíu ára
afmæli. Af því tilefni
ætía eigendur að
kynna hundana sína
og haldin verður
tískusýning þar sem
Margrét Ellertsdóttir
sýnir föt sem hún hefur
hannað og saumað. Rúsínan
í pylsuendanum verður síð-
an þegar Auður Bjömsdótt-
ir, hundaþjálfari á fsafirði,
kemur og dansar við hund-
inn sinn. Dans þeirra hefst
klukkan þijú og em áhuga-
samir hundaunnendur
hvattir til að mæta og missa
ekki af neinu.
Vantar rokk í
Hornfirðinga
Kristín G. Gestsdóttir,
áheymarfulitrúi í bæjarráði
Hornafjarðar, sagði á síð-
asta bæjarráðsfundi að sér
fyndist þátttaka
heimamanna í
miklum rokk-
tónleikum sem
haldnir voru í
bænum um síð-
ustu helgi ekki
hafa verið nógu
góð. Tónleikarnir sjálfir
hefðu tekist ákaflega vel og
verið frábært framtak hjá
þeim sem að þeim stóðu.
Tók bæjarráðið undir orð
Kristínar hvað snerti ágæti
tónleikanna.
Staða margra íbúa húsnæðis Öryrkjabandalagsins við Hátún er slæm. Margir fá
ekki sjálfsagða þjónustu. Sesselja Þórðardóttir, sem er lungnasjúklingur með ónýt-
an ristil, hefur hvorki fengið íbúðina sína þrifna né aðstoð frá hjúkrunarfræðing-
um. Aðalbjörg Traustadóttir, framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Laugardals,
segir að auka eigi auglýsingar eftir starfsfólki.
Fangar í okkar
eigin húsnœði
Sesselja hefur sjálf unnið við heimahjúkrun á fsafirði og veit hvað
það gengur út á. Þannig getur hún metið þjónustuna frá báðum
hliðum. Hún neyddist til að fiytja til Reykjavíkur vegna veikinda
fyrir íjórum árum. Hún ber hvorki Velferðarsviði né hjúkrunar-
þjónustu Reykjavíkurborgar söguna vel.
„ Viö hjónin hugsum bara
um einn dag í einu."
Hátún 10 íbúðir
Öryrkjabanda-
lagsins I Reykjavik.
Öryrkjar í húsnæði öryrkjabanda-
lags íslands við Hátiin 10 í Reykjavflc
fá margir hverjir enga umönnun frá
Félagsþjónustu Reykjavíkurborgar.
Miklum skorti á starfsmönnum til
verksins er um að kenna. Settir hafa
verið upp forgangshstar á þjónust-
una sem þýðir að sumir öryrkjar sitja
á hakanum og fá enga eða takmark-
aða þjónustu.
Engin þrif á íbúðum vegna
manneklu
Reglur kveða á um að öryrkjar og
eldri borgarar geti fengið þrif á heim-
ilum sínum.
Þegar við komum í heimsókn til
Sesselju er hún með þvottakörfuna
fulla við dymar. Hún er nýbúin að
setja moppu á skaft til að reyna að
þrífa gólfið. Hún reynir að gera þetta
sjálf, því þrátt fyrir að hafa fengið vil-
yrði fýrir þrifum hálfsmánaðarlega,
hefur enginn komið síðan í septem-
ber.
Helsta ástæða þess er mannekla.
Sesselja segir margar stöður ræst-
ingafólks lausar. Nú sinni einungis
tvær konur þrifum á svæðinu. Hún
segir jákvæð að hún sé alls ekkert illa
stödd miðað við fjölda annarra ör-
yrkja sem býr í húsunum þremur.
Saga annarra geti verið miklu verri en
hennar.
„Við hjónin hugsum bara um einn
dag í einu,“ segir Sesselja. „Þeir geta
verið yndislegir þrátt fyrir allt.“
Engin hjúkrunarþjónusta
Sesselja Þórðardóttir hefur búið í
Hátúni 10 eftir að hún þurfti að flytja
frá ísafirði til Reykjavflcur fyrir um
ijórum árum.
„Ég hélt að ég yrði nokkuð örugg
með þjónustu þegar ég flutti hingað.
Annað hefur komið í ljós,“ segir
Sesselja. Hún hefur verið lungnasjúk-
lingur um margra ára skeið, en fyrir
hálfu öðru ári lamaðist hún í ristli og
þarf nauðsynlega á umönnun hjúkr-
unarfræðinga að halda.
„Læknirinn minn, Kjartan Örvar,
hefur lýst þeirri meðhöndlun sem ég
þarf á að halda og skrifað upp á hana,
en heilsugæslan hér segir þá aðferð
ekki notaða héma. Á ísafirði fékk ég
þessa þjónustu eins og ekkert væri,"
segir Sesselja og bætir við að heima-
hjúkmn í Reykjavflc sé hörmuleg
miðað við á ísafirði.
„í kjölfarið spurði ég lækninn
minn hvort hann ætti eitthvað laust á
líkhúsinu," segir Sesselja með alvöm-
blöndnu skopskyni. Gleði Sesselju og
hamingja þrátt fyrir erfitt hlutskipti
em aðdáunarverð þótt henni finnist
hún vera fangi í eigin húsnæði vegna
slælegrar þjónustu heimahjúkrunar
og Velferðarsviðs borgarinnar.
ÖBÍ hefur miklar áhyggjur
Arnþór Helgason er fram-
kvæmdastjóri Öryrkjabandalags ís-
lands. Skrifstofa þess er í Hátúni 10 -
sama húsi og fólkið sem fær ekki þá
þjónustu sem það á rétt á býr í.
„Við höfum miklar áhyggjur af
ástandinu," segir Amþór sem stað-
festir að fólk hafi ekki fengist til að
manna heimahlynningu í húsinu.
„Það er verið að ræða þetta hér inn-
anhúss hvemig bregðast eigi við
þessu."
Arnþór segir að skýringanna sé ef
til vill að leita í lágum launum og að-
stöðuleysi starfsmanna.
„Umönnunarstörf em því miður
ekki metin eins og skyldi," segir Am-
þór. „Það er merkilegt því að slflc störf
munu gegna æ rflcara hlutverki í
þjóðfélagi framtíðar. Við þurfum á
sérhæfðu fólki að halda í þau störf,
Jolaljósin komin upp
„Þetta er bara til að lýsa
hjarta mitt svo mér líði
betur.“
ekki síður en til dæmis kerfisfræðing-
um.
Það er eins og Félagsþjónustan
átti sig ekki á að hér í Hátúninu sé um
sérstakt fyrirbæri að ræða þar sem
mikið af öryrkjum þarf mikla um-
önnun," segir Arnþór og gagnrýnir
Reykjavflcurborg fyxir að sinna ekki
skyldum sínum gagnvart borgarbú-
um á viðunandi hátt.
Viljum gera betur
„Við höfum haft miklar áhyggjur
af Hátúninu," segir Aðalbjörg
Traustadóttir, framkvæmdastjóri
Þjónustumiðstöðvar Laugardals sem
Hátúnið heyrir undir.
Aðalbjörg segir að því miður hafi
gengið erfiðlega að manna stöður þar
en nú hafi verið tekin ákvörðun um
auknar starfsauglýsingar til að bæta
þjónustuna við öryrkj-
ana. „Við vinnum með Öryrkja-
bandalaginu í úrlausn málsins, en
manneklan er ekkert frekar leyst hjá
okkur en á hjúkrunarheimiiunum
eða leikskólunum," segir Aðalbjörg
sem vonast til að samstarf við nýjan
formann Öryrkjabandalagsins, Sig-
urstein Másson, skili góðum árangri:
„Það vantar ekki að við viljum
gera betur."
haraldur@dv.is
íbúaþing í Lindaskóla, laugardaginn 19. nóvember
Líttu inn milli kl. 10-16
Sjá nánar um dagskrána á www.kopavogur.is