Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2005, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2005, Side 16
16 LAUCARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 Fréttir DV Ég er engin hóra Ein ástsælasta klám- myndastjama heimsins í dag, hin 25 ára Jesse Jane lýsti því yfir í viðtali hjá út- varpsmanninum Howard Stern í gær að hún væri engin hóra. „Milljarðamær- ingur vildi borga mér 12 milljónir fyrir eina nótt og ég sagði nei takk," segir Jesse sem er um þessar mundir að kynna nýjustu mynd sína, Pirates. Hún segist njóta athyglinnar sem hún fær við leik, sér- staklega finnst henni þó gaman að samleik við aðrar konur, helst barmamiklar. Svaf með líki í 5 mánuði Sorgin var óbærileg eldri manni sem ákvað að halda áfram að búa með konunni sinni, þrátt fyrir dauða hennar. Þetta kom í ljós í síðustu viku þegar lögregla fór inn á heimili mannsins í Pon- typrid, litíu þorpi í Suð- ur-Wales. Það vom liðnir fimm mánuðir síðan konan gaf upp öndina, en þrátt fyrir það hélt maðurinn staðfastíega að segja henni frá veðrinu og gangi lífsins í bænum. Það var nágranni, sem gmnaði að ekki væri allt með felldu, sem sagði til mannsins sem var hand- tekinn í kjölfarið. Hann hefur eigi að síður verið leystur úr haldi. BNAfækkar aftökum Fjöldi aftaka í Bandaríkj- unum hefur fækkað annað árið í röð samkvæmt dóms- málaráðuneytinu þar. Þetta er afleiðing lágrar morð- tíðni, þeirrar lægstu í 40 ár. Tólf ríki tóku 59 manns aflífi á síðasta ári á meðan 125 manns sem dæmdir vom fyrir morð fengu dauðadóm. Fjöldi nýrra fanga á dauðadeild hefúr lækkað undanfarin ijögur ár. Margir telja þetta vera afleiðingu þess að dómarar hafa vægt sér við að kveða upp dauðadóma vegna andstöðu almenn- ings gegn þeim. Sprengingar í Irak í gær vom gerðar tvær sjálfsmorðsárásir í bænum Khanaqin í Norðaustur- írak, nærri landamæmm Iran. Minnst 65 létust og um 80 eru slasaðir eftir ódæðið sem framið var nærri tveimur moskvum sjíta um miðjan dag þegar bænastundir múslima standa yfir. Einnig spmngu tvær bflsprengjur nærri hóteli í miðbæ Badad með þeim afleiðingum að minnst 6 létust. Stanley „Tookie" Williams var einn af stofnendum glæpaklíkunnar The Cribs í Los Angeles árið 1971. Hann hefur setið bak við lás og slá á dauðadeild San Quentin fangelsisins í Kaliforníu síðan 1979 eða í 26 ár. Williams vonast til að lifa lengur en til næsta mánaðar. Þá stendur til að hann verði tekinn af lífi. Allt bendir til að Tookie verði tekinn af lífi í næsta mánuði þrátt fyrir að hafa sýnt iðrun sína í verki. Hann hefur gefið út barna- bækur og skrifað fjölda greina í blöð til að varna unglingum og börnum frá þeim örlögum sem hans bíða. Hann hefur barist góðri baráttu gegn glæpaklíkum, en segir umbreytinguna úr glæpaforingja í friðarsinna ekki hafa gerst í einu vettfangi. Saga Stanley „Tookie" Williams er saga átaka, fátæktar og umbreytinga. Hann ólst upp í fátæku hverfi í suður- hluta Los Angeles og taldi sig engu hafa að tapa með því að feta stíg glæpa og ofbeldis. I kjölfar þeirrar virðingar sem hann öðlaðist með orðstír sínum stofnaði hann til einnar alræmdustu klflcu allra tíma í Los Angeles, The Cribs. Rán, ofbeldi og morð Williams er nú 51 árs gamall. Hann var dæmdur til dauða árið 1979 fyrir morð á fjórum manneskjum í tveimur vopnuðum ránum í Los Ang- eles, tveimur árum eftir að Kaliformu- ríki tók aftur upp dauðarefsinguna. Aftaka hans á að fara ffam þann 13. Jamie Foxx leikari Berst fyrir náðun Stanley Williams. desember með eitursprautu. Willi- ams heldur því fram að saksóknari í máli hans hafi brotið á réttindum sín- um með því að vísa svörtu fólki úr kviðdómi. Williams heldur fram sak- leysi sínu og segir fangelsismálayfir- völd hafa falsað játningu hans á morðunum. Sálarumbætur Eftir að hurðum klefa hans var lok- að fékk Williams tíma til að hugsa. Hann tók sinn tíma í að bæta ráð sitt, því fýrst um sinn kepptist hann við samfanga sína um virðingu með of- beldi og ruddaskap. Smám saman byrjaði hann að breyta hegðun sinni og hugsun. Hann fór að skrifa bama- og ung- lingabækur um hversu hættulegt það væri að verða meðlimur glæpaklflca og vísaði í sjálfan sig sem vfti til vam- aðar. Fyrir baráttu sína og ritstörf hef- ur Wflliams verið tilnefndur oftsinnis til bæði friðarverðlauna og bók- menntaverðlauna Nóbels. Kvikmyndin Redemption sem var gefin út árið 2004 með Jamie Foxx í aðalhlutverki segir sögu Stan „Tookie" Wifliams. Stanley „Tookie Williams Mun vera liflátinn afyfirvöldum þann 13.desember. Fangelsisyfirvöld mótmæla í merkilegu útspili forsvarsmanna San Quentin fangelsisins koma fram andmæli þeirra við þeim meðbyr sem Stanley Williams nýtur. Þeir segja réttarkerfið ömggt og sú staðreynd óhrekjanleg að hann hafi myrt fjórar saklausar manneskjur. Þeir gruna Williams ennfremur um að hafa stundað áffam glæpastarfssemi, löngu eftir umbreytingu sína. „Ég hreinlega veit ekki hvort hjarta hans og hugur hafa breyst," segir Vemell Crittendon, talsmaður fang- elsisins. Talsmenn Williams segja ásakan- imar fáránlegar og benda á að lög- reglan í Los Angeles hefur viðurkennt að nafn hans hafi hvergi komið upp í neinum málum síðan hann var settur bak við lás og slá. Aftaka manns Dauðadæmdur maðurfær eitursprautu. Stjörnur styðja Stanley Ásamt Jamie Foxx, sem lék Stanley í myndinni Redemption, hafa leikar- inn Mike Farrell og rapparinn Snoop Dogg boðað komu sína til mótmæla- fundar fyrir utan fangelsi hans í dag. Þeir segja óhugnanlegt að yfirvöld viðurkenni ekki framlag Stanley Willi- ams til ungs, fátæks fólks í Bandarflcj- unum. Þau séu í raun að segja að það skipti ekki máli hvort hann geti hjálp- að hundruðum þúsunda ungmenna til viðbótar. í stjórnartíð Arnolds Schwarzenegger hefur hann ekki náðað neinn fanga. Líklegt er talið að hann muni heldur ekki gera það þetta sinnið, þrátt fyrir mótmæli ijölda fyrr- um starfsfélaga sinna. Donald Rumsfeld mætir andbyr „sannra samherja“ Stefnu Bandaríkjanna mótmælt í Ástralíu fraksstríðinu mótmælt Mikil mótmæli vegna heimsóknar Rumsfeid. gegn alþjóðastefnu Bandaríkjanna samkvæmt alþjóðakönnun Pew Research Center. 42% svaranda könnunarinnar töldu að Bandaríkin ættu að skipta sér minna af alþjóða- málum. Það er talsverð aukning frá þeim 30% sem höfðu sömu skoðun árið 2002. Sambærilegar niðurstöð- ur hafa ekki fengist síðan Víetnam- stríðið var í algleymingi. Donald Rumsfeld, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, kom í gær til Ástralíu vegna árlegs fundar við þarlend yfirvöld. Mótmæli hafa sjaldan verið meiri og harðari í Ástr- alíu. Tilefni mótmælanna er stefna Bandaríkjanna í írak og aðild Ástrala að henni. Rumsfeld hefur lýst Ástralíu sem „staðföstum og sönnum samherja Bandaríkjanna." Ummælin hafa vakið reiði margra Ástrala þar sem fæstir þeirra eru sammála stefnu þeirra í írak. Eins hafa menn mót- mælt þeim tilraunum Rumsfeld að fá fleiri Ástrali til friðargæslu í írak. „Ástralir og Amerflcanar samein- ast í skoðunum sínum sem sterkt og sjálfstætt fólk. Á þessum tíma gætu þjóðir okkar ekki verið nánari í sam- eiginlegum gildum og viðhorfi á þeim áskorunum sem heimurinn Donald Rums feld Færekki friðfyrirmót- mælendum. stendur frammi fyrir," segir Rums- feld. Undanfarið hefur Bush og rflds- stjóm hans þurft að svara ásökun- um andstæðinga sinna vegna sann- leiksgildis þeirra upplýsinga sem leiddu til innrásarinnar í írak á sín- um tíma. Þeir Bush og Rumsfeld fá þannig lítinn frið hvar sem þeir drepa niður fæti í heiminum. Álit almennings snýst harkalega Góður gangur hjá Google Stofnendur Google-leitarvéla- fyrirtækisins brosa breitt vegna velgengni hlutabréfa þeirra. í gær náði gengi bréfanna 403 doll- umm eða um 25 þúsund íslensk- ar krónur á hlut. Google kom inn á bandarískan hlutabréfamarkaö fyrir 15 mánuðum á genginu 85 dollarar og hefur því verðmæti þess nánast fimmfaldast. Heildar- verðmæti Google er nú hærra en hinna virtu fyrirtækja Cisco, Coca-Cola og Walt Disney. Mest- ur hluti tekna Google kemur ffá auglýsingum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.