Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2005, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2005, Side 22
22 LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 Helgarblað DV iðfinnu Guðnadóttur, dagskrárgerðarmanns aeyjum á sextugsaldri og settist á skólabekk og liafa aldrei verið nánari. nam: k sig amai Gerður er í Myndlistarskólanum og er að opna sína fyrstu einka- sýningu í Galleríi Smíðum og skarti á Skólavörðustíg. Guðfinna er afar stolt af mömmu sinni og er að hjálpa henni að hengja upp myndir þegar blaðamaður rekur inn nefið. Þær mæðgur gera umsvifalaust hlé á upphengingunni og klifra niður úr stiganum til að spjalla. Gerður segist vera nokkur ný- græðingur í myndlistinni en það sést sannarlega ekki á myndunum, enda segir Ragnheiður að alltaf hafi leynst í henni dulinn listamaður. „Hún var alltaf ofboðslega mynd- arleg í höndunum. Alltaf að sauma og prjóna. Það er líka merkilegt að þegar pabbi lést árið 1999 fór hún að mála til að takast á við sorgina. Það komu margar skrýtnar myndir út úr því." „Þá var ég búin að fara á nokkur námskeið í Vestmannaeyjum," segir Gerður. „Ég hafði meira að segja sýnt á samsýningu nemendanna og á þeirri sýningu kom til mín maður sem vildi endilega kaupa af mér mynd. Þetta var áður en Guðni lést og ég man að ég fór tO hans í skelf- ingu og sagði honum frá þessu. .Ætlarðu þá ekki að seljá mannin- um?“ spurði Guðni hinn rólegasti og auðvitað gerði ég það. Eftir þetta fór ég svo alveg á fuíít að mála og hef aUtaf selt talsvert." Búa saman í Grafarvogi Gerður skynjar ýmislegt fleira en blasir við en er ekki skyggn. Hún segist þó oft fá hvatningu að hand- an. „Stundum er ég vakin upp um miðjar nætur og bara verð að fara fram og skissa. Það gerðist líka nokk- uð mjög merkilegt fyrir nokkrum árum þegar ég var stödd á Suður- Englandi. Ég var inni á veitingastað og það streymdi að fólk. Þá komu til mín tveir menn og báðu um að fá að setjast við borðið hjá mér. Þarna var að hefjast miðUsfundur og þetta voru miðlarnir. Þegar þeir stóðu upp til að fara sneri annar þeirra sér að mér og sagði: „Ég er með skUaboð til þín. Þú átt að mála." Þetta fannst mér mjög merkilegt," segir Gerður. Nú er hún langt komin með námið í Myndlistarskólanum og er sem fyrr segir að opna sína fyrstu einkasýningu. Mæðgurnar hafa búið saman í Grafarvoginum í nokkurn tíma og segjast hafa kynnst alveg upp á nýtt. „Við höfum aUtaf verið nánar en aldrei eins og núna. Þó við séum stundum í þann veginn að rífa eyrun hvor af annarri ristir það ekki djúpt," segir Ragnheiður og hlær. „Jú, jú, alltafnóg af þeim. En okkur liggur ekkert á, þeir koma þegar þeir eiga að koma," segja þær og blikka hvor aðra. „Ragga var ógurleg pabbastelpa," segir Gerður. „Hún er yngst og eina stelpan, á þrjá eldri bræður, þannig að hún var alltaf prinsessan hans pabba síns. Ég var meira að ala upp og siða tU. Ekki að ég hafi þurft að vera mjög ströng, þau vom öU svo frábær og aldrei neitt vesen á þeim. Ragga var skemmtUegur ungling- ur, mjög ákveðin og aUtaf mikUl kraft- ur íhenni. Ég á óteljandi skemmtileg- ar minningar, eins og tU dæmis þegar hún kom heim eftir að hafa verið busuð í skólanum. Hún var rennandi blaut og öU út í skyri, en hvergi bang- in. Hún hafði verið sett í búr og boð- in upp. Sá sem var með hæsta boð í hana bauð krónu og pabbi hennar var nú ekki kampakátur með það." Erfiður föðurmissir Gerður var aldrei hrædd um dótturina þega hún fór ung að taka þátt í fegurðarsamkeppnum, en pabbi hennar var hálfórólegur og vildi ekki að hún færi utan í keppnir. „Ef ekki hefði verið fyrir Heiðar Jónsson hefði pabbi hennar aldrei sleppt henni út. Við heimsóttum hana svo einu sinni þegar hún var á Ítalíu og eftir það var pabbi hennar rólegur. „Nú fömm við róleg heim," sagði hann. „Ég er búinn að sjá að stelpan spjarar sig.“ Ragga var ekki nema 17 ára þegar Heiðar kom að máli við mömmu' hennar og sagði henni að hún yrði einn góðan veðurdag ungfrú ísland. „Hann reyndist sannspár þar, karl- inn," segir Gerður og brosir. Ragga brosir á móti og segist vissulega hafa verið mikil pabba- stelpa en enginn hafi verið henni Að handan Swndum fær Gerður hvatn'mgu að handan og þarfþá að rífa sig upp um miðjar nætur og skissa. eins mikill styrkur og mamma henn- ar þegar hann lést. „Hún var sjálf miður sín af sorg en gaf mér samt svo mikið. Við náð- um saman á alveg nýjan hátt og erum núnar alsælar að búa í sama húsi. Mér finnst ég svo lánsöm að eiga mömmu. Við erum samt ekkert að trufla hvor aðra í tíma og ótíma, mamma er niðri og ég er með Tristan Gylfa uppi, en hann sækir mjög í ömmu sína." „Mér finnst líka yndislegt að geta aðstoðað Röggu, ekki síst núna þeg- ar hún er farin að vinna í íslandi í bítið og þarf að fara eldsnemma af stað á morgnana," segir Gerður. Engir menn í spilinu Ragnheiður er harla ánægð í nýja starfinu en hún hafði reynslu af vinnu í sjónvarpi og hafði áður unn- ið á Poptíví. „Þetta er samt allt öðru- vísi, mikiu alvarlegra og allt í beinni. Þetta er bara svo samhentur hópur sem stendur að þættinum, eins og ein stór íjölskylda. Mér finnst ég hafa allt í þennan þátt og geri auð- vitað mitt besta. Ég hef alltaf fylgst vel með því sem er að gerast, en ég viðurkenni að ég ýti Heimi frekar út í pólitíska umfjöllun og vil sjálf skoða þetta mannlega." Ragnheiði skortir ekki sjálfstraust fyrir framan myndavélarnar enda hefur hún unnið mikið í sjálfri sér og verið með sjálfsstyrkingarnámskeið Myndlistín í algleymingi Gerður er með sýningu ó myndunum sinum sem hún málaði ísumar. fyrir konur. Mamma hennar hefur notið góðs af því. „Ég hef verið að miðla þessu tii mömmu. Ég dró hana líka með mér í ræktina og nú er hún farin að æfa með einkaþjálfaranum mínum. Ég held henni líði betur í dag en oft áður." „Já," samsinnir Gerður. „Ég var náttúrlega heimavinnandi með fjög- ur börn og hafði ekki mikinn tíma fyrir sjálfa mig. Það hefur heldur betur breyst. Þegar krakkarnir voru öll farin frá Eyjum og ég var orðin ein eftir fannst þeim ómögulegt annað en ég kæmi til Reykjavíkur. Eg leigði þá húsið mitt f ár og lfkaði svo vel í Reykjavík að nú er ég búin að selja húsið. Ég á samt enn litla íbúð í Eyjum sem ég get verið í þegar ég heimsæki móður mína sem verður reyndar 100 ára í næsta mánuði. „Þá verðum við einmitt í Eyjum og dönsum saman uppi á borðum," segir Ragnheiður. „Að sjálfsögðu." En eru engir menn á sveimi í kringum mæðgurnar? Jú, jú, alltaf nóg af þeim. En okk- ur liggur ekkert á, þeir koma þegar þeir eiga að koma," segja þær og blikka hvor aðra. Sýning Gerðar opnar með pompi og prakt í dag klukkan 14 og stendur til 2. desember. edda@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.