Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2005, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2005, Side 24
24 LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 Helgarblað DV Hún er lærður iðn- og vöruhönnuður frá Listahá- skóla íslands, hún heimsækir fólk og kemur með hugmyndir að breytingum á heimilum þess. Helgarblaðið fékk að líta heim til hennar og skoða eldhúsið sem hún heldur mikið uppá. 'íSfSl | Féll fyrir eldhúsinnréttingunni Þegar hún skoðaði íbúðina fyrst og ákvað að breyta engu eftir að hún flutti inn. Mikið hugmyndaflug hjá Sesselju Gamalt straujárn uppi á vegg. Flott hugmynd, notaþaðsem tiler. Iðn- og vöruhönnuðurinn Sess- elja Thorberg er einn af hönnuðum og umsjónarmönnum lífsstflsþátt- arins Veggfóðurs á sjónvarpsstöð- inni Sirkus. Hún var áður með Völu Matt í Innliti-útliti á Skjá einum en stöllurnar fluttu sig yfir á nýju sjón- varpsstöðina Sirkus í haust. Eldhús- ið hennar Sesselju er einstaklega fal- legt enda hefur það fengið að halda upprunalegum stfl sínum. „Eldhúsið var í 50’s stflnum þegar ég keypti íbúðina,” segir Sesselja brosandi, hún segist halda mikið uppá gamla stflinn og ýkti eldhúsið enn meir og keypti gamlar skálar og heimsótti fornsölur til að finna eitthvað sem hæfði eldhúsinu hennar. Hún leggur mikla áherslu á mat- artíma þar sem fjölskyldan sest nið- ur og spjallar um líðandi stund. „Þessar stundir eru mjög mikilvægar fyrir krakkana því þau tala mikið yfir matnum," segir Sesselja. Hún á 10 ára strák, ísak Núma, og 10 ára fóst- urdóttur, Láru Theódóru, sem kem- ur aðra hverja helgi. Maðurinn hennar og hún skipta á milli sín eldamennskunni þó að hún sé að- eins meira við eldavélina en hann. Hún leggur mikla áherslu á hollan mat, sérstaklega á virkum dögum og hefur farið meira út í fisk, fuglakjöt og lífrækt ræktað grænmeti, en leyf- ir sér meira um helgar þegar eru nammidagar. „Mér finnst best að sitja inní eldhúsi með vinkonu og drekka gott kaffi og slúðra," segir Sesselja og hlær, um leið og við kveðjum þessa sköpunarglöðu konu og þökkum fýrir gestrisnina. margret@dv.is Flottur stíll Gamalt og nýtt í bland, klikkar aldrei. Hollustan í fyrirrúmi Hollt oggott hjá Sesselju á virkum dögum. Feðurþurfa að forgangsraða rétt Snorri Sturluson er einn þekkt- asti ljósvakamaður landsins og hef- ur talað til íslendinga í gegnum út- varp og sjónvarp í mörg ár. Hann á tvær stelpur, Söru Líf, 15 ára, og Ingu Rún, 9 ára. Þær koma til hans aðra hverja helgi og eru ffá fimmtudegi til mánudags. „Löng helgi þar sem er ýmislegt er sýslað," segir Snorri, hann segir að það sé erfitt að halda í við unglinginn sem sé svo upptekinn af vinunum, en það sé alveg ótrúlegt hvað hún nenni að hanga með pabba gamla. Við gerum ýmislegt, förum í keilu, bíó og heimsækjum ömmu og afa, þar eiga þær góðar stundir. Inga Rún, sú yngri, hefur gaman af því að fara í bíó og fá vinkonur sínar í heim- sókn. „Unglingurinn vill helst vera í Smáralindinni eða Kringlunni að skoða föt eða velta fyrir sér tfsk- unni,“ segir Snorri og íflær og bætir við að það sé ekkert sem hún vilji hafa pabba með í. Svo fer talsverður tími í að ala upp fjölskylduhundinn Tuma sem er af chihuahua-kyni. „Mjög mikilvægt er að þær upp- lifi að þetta sé bara venjuleg helgi, ekki stanslaus skemmtun frá morgni til kvölds. Ég passa mig á að njóta þessa tíma með þeim í róleg- heitum, kynnast þeim og leyfa þeim að vera þær sjálfar," segir Snorri sem leggur áherslu á að þær séu ekki í skemmtiheimsókn. „Dæturnar eru mikilvægari en allt annað, ég er reyndar í þeirri vandasömu aðstöðu að vinna tals- vert um helgar, en þær sýna því ótrúlega þolinmæði og njóta í leið- inni þeirra forréttinda að kynnast ömmu sinni og afa betur og betur, það held ég að sé ómetanlegt,” seg- ir Snorri og bætir við að foreldrar hans séu ómetanlegir. Snorri fýlgist ágætlega með því hvað dæturnar eru að gera dags- daglega, hvort sem um er að ræða skólann eða áhugamál. Það skemmir heldur ekki fyrir að Snorri, dæturnar og amma og afi búa öll í nágrenni við hvert annað. „Ég tala við þær nokkrum sinnum í Snorri Með stelp- unum á Esjunni. viku bæði í síma og á MSN, tölvu- tæknin gerir samskiptin talsvert auðveldari að mörgu leyti." 'X Sesselja Fór á fornsölur til að finna hluti sem hentuðu eldhúsinu hennar. Sesselja Thorberg heimsækir landsmenn á hverju mánudagskvöldi í þættinum Veggfóðri á Sirkus.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.