Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2005, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2005, Qupperneq 28
28 LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 Helgarblað DV Björgvin hallar sér að loknum skóldegi Kós/ og skemmtileg stofa þar sem fer velum alla. Meadows-garðurinn í næsta nágrenni Fjölskyldan fer ofti garðinn þar sem krakkarnir fá útrás fyrir hreyfiþörfina. Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur er búsett í Edinborg þar sem hún er að taka masterspróf í þjóðfræði. Hún var nýlega stödd á íslandi til að fylgja ú hlaði fimmtu skáldsögu sinni, Hrafninum. Sögusvið Hrafnsins er Grænland á fimmtándu öld, en sögur af konum úr fortíðinni hafa jafnan verið Vilborgu hugleiknar. Vilborg tileinkar bókina sambýlismanni sinum, Björgvini Inga Valssyni, sem má segja að hafi fengið hana í fertugsafmælisgjöf í 2000 eintökum. Ljúft að vera ástfangin Vilborg valdi þjóðfræðina af því hana langar að sícilja fólk. Hún er heilluð af því sem er yfirnáttúrulegt og „hinum heiminum" sem hún kall- ar svo, þessum sem er á mörkum dags og nætur. „Það er þessi heimur sem opnast á jólanótt og áramótum, þegar kýrn- ar tala, álfarnir flytjast búferlum og allt getur gerst. Það gerist svo margt í dögun og rökkurbyrjun og á mótum áranna og árstíðanna. í rauninni hvar sem landamæri finnast, huglæg eða Vilborgu Davíðsdóttur er iðulega ruglað saman við Vilborgu Dag- bjartsdóttur rithöfund og barna- kennara sem skrifar ljóð og efni fyrir böm. Bækur Vilborgar Davíðsdóttur em hins vegar sögulegar skáldsögur sem fjalla um örlög merkilegra kvenna á landnámsöld. ,Ætli mér leiðist ekki bara sam- tíminnn?" segir Vilborg hlæjandi en dregur samstundis í land. „Nei, það er ekki það, mér finnst þvert á móti ótrúlega margt spennandi í samtímanum og sannarlega gaman að lifa. Það em bara svo margar sögur kvenna á landnámsöld ósagðar. Krassandi og spennandi sögur sem taka öllu fram sem er að gerast í sam- tímanum. Þar em aldeilis sögur sem myndu rata á forsíður dagblaðanna í dag,“ segir hún og veit ömgglega hvað hún syngur því hún hefur áralanga reynslu í fjölmiðlum. Fékk blaðamannabakteríuna Vilborg er fædd á Þingeyri við Dýrafjörð og bjó þar til íjórtán ára aldurs, fimmta barn í sex systkina hópi. Þaðan lá leið hennar á Héraðs- skólann á Núpi þar sem hún segist hafa lært sitt af hverju sem ekki var í kennsluskránni. „Þarna vom vandræðagemlingar að sunnan og við vestfirsku sveitakrakkarnir vomm fljótir að til- einka okkur kúnstirnar úr borginni," segir hún og glottir. „Ég fór svo í Menntaskólann á fsafirði og ætlaði þaðan í háskólann og tók reyndar eitt ár í ensku þar. Sumarvinna á Þjóðvilj- anum varð þó sennilega örlagavaldur í lffi mfnu því ég fékk blaðamanna- bakteríuna. Ég var á Þjóðviljanum í tvö ár og fór þá aftur vestur að vinna á héraðsblaðinu Bæjarins besta og bauðst svo aftur vinna á Þjóðviljan- um og var þar þangað til hann fór á hausinn árið 1991. Eftir það var ég í hálft ár á DV og svo á fréttastofu Bylgjunnar og Stöðvar tvö. Þaðan fór ég á Rás tvö og var þar í tvö ár í dægurmálaútvarpinu en sneri seinna aftur á Lynghálsinn og var þar til ársins 2000.“ Þrjú börn með þremur mönnum Þó að Vilborg sé ekki búin að vera nema hálft ár í Edinborg finnst henni hraðinn og breytingarnar í fjölmiðla- heiminum á fslandi ævintýri líkastar. „Ég finn það vel þegar ég er að fylgja eftir bókinni minni og hitta fyrrverandi kollega hvað spennan er mikil, en það er auðvitað mikill kraft- ur og sköpun í gangi,“ segir Vilborg sem er komin í allt annan takt í Edin- borg. Þar er hún búin að koma sér nota- lega íyrir í miðbænum með fjöl- skyldu sína. Hún og Björgvin sambýl- ismaður hennar eru í námi við há- skólann í Edinborg og Katrín dóttir Vilborgar sem er átján ára er í námi á menntaskólastigi. Sonur hennar Matthías Már, sem er ellefu ára, býr hjá þeim í fh'um, en Vilborg og Björg- vin eignuðust dótturina Sigrúnu Uglu fyrir rúmu ári. „Mér finnst það hljóma dálítið skelfilega þegar ég segist eiga þrjú börn með þremur mönnum, en þannig er þetta nú bara," segir Vil- borg og hlær. „Það er yndislegt að eignast bam á þessum aldri, fólk ger- ir grín að mér og segir að ég missi mig alltaf í bleiuskipti á hveijum áratug, en það hefur ýmsa kosti að hafa langt á milli barna. Og auðvitað nýtur maður þess á annan hátt að eignast bam nálægt fertugu, þegar maður hefur loksins náð einhverjum þroska." Bónorð á fertugsafmælisdag- inn Vilborg ljómar eins og sól þegar skoða sögusvið nýjustu skáldsögu sinnar, Hrafnsins. Hlutverk konunnar að ala hrausta karlmenn „Það liggur mikil rannsóknar- vinna á bak við allar bækumar mín- ar," segir Vilborg. „Ég þarf að vita bókstaflega allt um fólk á þeim tíma sem bókin gerist til að geta skapað raunverulegar manneskjur og raun- verulega umgjörð um þær. Hrafninn fjallar um Naaju, stúlku sem elst upp í inútíaþorpi á Grænlandi á 15. öld en er utangarðs og hrakin á brott, brennimerkt sem nom. Hún kynnist síðan norrænum mönnum og þeirra kaþólska samfélagi þar sem menn óttast skrælingja og iýrirh'ta. Ég er að taka á mjög mörgum hlutum í þessari sögu, ekki síst veiðimannasamfélag- inu sem er mikið karlaveldi og hlut- verk konunnar er fyrst og fremst að ala hrausta veiðimenn. Ef henni tekst það ekki er hún utangarðs. Það er félagsleg. Það finnst mér í senn heiil- landi og merkilegt." Það getur hæglega vaknað sá grun- ur hjá manni að Vilborg sé sjálf svolítið göldrótt. Dökkt, vestfirskt yfirbragðið og leiftrandi augun gætu virst búa yfir vitneskju sem er ekki endilega þessa heims. Vilborg hlær og segist ekki vera vitund göldrótt. Hún hefur hins vegar unnið mikið í sjálffi sér og öðlast jafrí- vægi og sálarró. Hún er líka ástfangin og það sést. „Ég var ógurlega heppin. Björgvin var á réttum stað á réttum tíma en ég var búin að vera ein með tvö böm í sjö ár þegar ég hitti hann. Það var mjög þroskandi tími. Maður lærir að standa á eigin fótum og finna út hvað gerir mann raunvemlega hamingu- saman og þá fyrst hefur maður eitt- hvað að gefa. Björgvin Var nágranni minn, nýfluttur á á Bræðraborgar- stfginn og ég bjó á Bárugötunni. Við hittumst bara á hominu." Vilborg verður fjarlæg á svipinn og horfir dreymin á hringinn sinn og er örugglega komin í huganum til Björgvins í Edinborg. „Jú, það er ljúft að vera ástfangin," segir hún. „Ég er á leiðinni heim aftur en kem hingað í desember tii að lesa upp og fylgja bókinni betur eftir og lesa upp. Jólin ætlum við hins vegar að halda úti, sem mér iinnst mjög spenn- andi þar sem ég hef aldrei áður haldið jól í útlöndum." edda@dv.is hún ræðir börnin og sambýlismann- inn og segist aldrei hafa verið jafn hamingjusöm. Björgvin bað hennar á fertugsaf- mælisdaginn hennar 3. september og hún sagði að sjálfsögðu já. Brúðkaup- ið verður þó ekki haldið í Edinborg. „Fjölskyldna okkar og vina vegna getum við eiginlega ekki gift okkur úti, brúðkaup snúast nefríilega ekki bara um brúðhjónin sjálf," segir Vilborg. „Björgvin er samt búinn að'lofa að giftast mér í skotapilsi, sem mér finnst mjög glæsilegur búningur." Til staðfestingar trúlofuninni fékk Vilborg deihantshring með keltnesku letri sem henni þykir ákaflega vænt um. Hún sýnir mér þrjá aðra hringa sem hún ber og eru allir etm'skir, einn með rúnaletri, annar sem hún keypti sér við Stonehenge í Englandi og einn sem er ísbjamarhaus skorinn úr hreindýrshomi. Þann hring keypti hún þegar hún var á Grænlandi að skiljanlegt í þessu samhengi, þar sem lífið veltur á að því að hægt sé að veiða sér til matar, en það sem er hins vegar magnað er að enn skuli eima eftir af þessari hugsun í okkar nútíma tuttugustu og fyrstu aldar samfélagi. Heimurinn sem ég er að fjalla um í bókinni er mjög áhugaverður en vit- að er að undir lok tíundu aldar sigldu 25 skip frá íslandi til Grænlands. Fjórtán þeirra náðu landi og fólk nam land á tveimur landsvæðum á vesturstöndinni. Talið er að að um aldamótin 1300 hafi afkomendur landnámsmanna verið um tvö þús- und talsins á Grænlandi en þegar danski trúboðinn Hans Egede sigldi til Grænlands árið 1721 í leit að nor- rænum mönnum vom þeir horfnir sporlaust af yfirborði jarðar. Ein- göngu inútar fundust í landinu og þrátt fyrir margar kenningar og rannsóknir veit enginn fyrir víst hvað varð um afkomendur norrænu mannannna. Þetta er allt mjög dular- fullt." í dýragarðinum í Edinborg Sigrún Ugla, Björgvin, Matthias Már og Vilborg. EKKIVITUND GÖLDRÓTT
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.