Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2005, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2005, Blaðsíða 33
32 LAUGARDAGUR 7 9. NÓVEMBER 2005 Helgarblað DV Hefndarþorsta for- smáðra kvenna hefur áður verið gerð skil og skemmst að minn- ast kvikmyndar- innar First Wives Club þar sem fyrrverandi eiginkonur tóku sig til og náðu sér niðri á fyrrverandi eig- inmönnum. Fay Weldon gerði þessu sama þema skil í She Devil þar sem hin forsmáða kona breyt- ist í forynju sem unir sér engrar hvíldar fyrr en hefndum hefur ver- ið náð. Svipað er upp á teningnum í bók Mörtu Maríu og Þóru, en þeirra saga gerist í rammíslenskum veruleika í samtímanum og þær voru ekkert að spá í að einhver annar hefði gert eitthvað svipað áður. Enda sérhver svik ný og sker- andi og undantekningarlaust þau verstu í heimi að mati þolandans. Þó Marta María og Þóra hafi eins og allar aðrar konur dottið um karlmenn í svínsmynd á einhverj- um tímapunkti í lífi sínu eru þær báðar hamingusamlega trúlofaðar þeim eina rétta núna. Marta María kærastanum sínum til fjögurra ára, Jóhannesi Ingimundarsyni sjón- fræðingi, sem hún trúlofaðist í Flórens í sumar, og Þóra mat- reiðslumanninum og sjónvarps- kokkinum Völla Snæ sem hún trú- lofaðist í síðustu viku. Alltof stór trúlofunarhringur Þær stöllur mæta blaðskellandi til þessa viðtals, enn ekki alveg búnar að átta sig á að skriftum sé lokið og ekkert eftir nema að fá funheitt eintak af bókinni úr prentsmiðjunni. Það gerist á mánudaginn. Að ógleymdu því náttúrlega að fylgja bókinni eftir með upplestrum og hvers. kyns uppákomum. Þær segjast til í hvað sem er í þeim efnum. Og það fer ekkert milli mála að þær hafa skemmt sér vel við bókarskrifm. Marta María mætir fyrst og Þóra alveg í kjölfarið, nýkomin úr skart- gripabúðinni og yfir sig hneyksluð. „Ég ætlaði að láta minnka hnullunginn," segir hún og veifar sigri hrósandi trúlofunarskreyttri höndinni. „Hringurinn er allt of stór. Svo segjast þeir ekki geta minnkað platínuhring og eru bún- ir að vera með hann í tvo daga.“ Hún dæsir og hristir höfðið. „Ég verð bara að plástra á mér puttana eða éta saltkjöt. Kannski ég láti grafa símanúmerið mitt inn í hann. Eða nei, ég set bara annan hring yfir.“ Jól á Bahamaeyjum Þóra hefur sum sé verið trúlof- uð Völla í rúma viku en hún kynnt- ist honum þegar hún fór til Ba- hama-eyja í maí. „Það gerðist ekkert milli okkar Völla þá,“ segir hún. „Honestly. En svo rakst ég á Völla í Bankastræt- inu í júlí. Hann vildi endilegabjóða mér út en ég var ekki til í neitt, langaði bara að vera á lausu.“ Fannst þér hann ekkert sætur? „Jú, jú, ég var bara ekki að leita. Hann var hinsvegar mjög þraut- seigur og það endaði með að hon- um var boðið í grillveislu með öll- um vinum mínum. Ég ætlaði eigin- lega ekki að þora en það gerðist eitthvað strax þá. Hann var á land- inu í fimm daga og við bara smull- um saman. Það sem átti að verða fimm daga ástarævintýri er orðið grafalvarlegt og til frambúðar." Völli er búsettur á Baham- aeyjum þar sem hann rekur veit- ingastað svo ást þeirra Þóru hefur Hvaö myndirðu gera ef þú kæmir að stóru ástinni í lífi þínu upp í rúmi með bestu vinkonunni og fengir svo að vita að framhjáhaldið hefði staðið í langan tíma? Og til að bæta gráu ofan á svart væri vinkonan ólétt eftir gæjann?! Það er eiginlega ekki nema tvennt í stöðunni. Annaðhvort að veslast upp úr ástarsorg eða rísa upp og hefna sín. í nýrri skáldsögu Mörtu Maríu Jónas- dóttur og Þóru Sigurðardóttur, Djöflatertunni, stendur aðalsögupersónan frammi fyrir þessum fúla veruleika. Hún velur síðari kostinn og hefndir sín grimmilega með aðstoð vinkvenna sinna. Fundu hamingjuna Þóra og Marta María hafa báðarfundið hamingjuna og eru nýtrúlofaðar. : jm* V'.r- r DV Helgarblað LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 33 verið ræktuð með fjarskiptatækn- inni. „Hann hefur reyndar komið nokkrum sinnum, en Guði sé lof fyrir Skype," segir Þóra og skelli- hlær. „Þetta er náttúrulega allt öðruvísi að vera í svona fjarsam- bandi en við höfum talað mikið saman sem ég held að sé einmitt lykilatriði í heilbrigðu sambandi." Um jólin ætlar Þóra út til Ba- hamaeyja ásamt fjölskyldu Völla úr Aðaldalnum, en hann er fæddur á bökkum Laxár. Bónorðið fékk Þóra í Karíbahafinu. Hringur í kuðungi „Þetta var stórkostlegasta bón- orð í heiminum. Völli er alltaf svo grand á því en þarna sat hann bara á móti mér og svitnaði. Svo rétti hann mér kuðung og ég spurði eins og fábjáni hvað ég ætti að gera við hann. í þeim töluðu orðum valt hringurinn út úr kuðungnum og undir uppþvottavélina." Þóra næstum grætur af hlátri. „Ég spurði hann hvort hann væri að biðja mín og fékk þetta frá- bæra svar: „Bara ef þú vilt það.“ Ég var ekkert að gera honum þetta auðvelt og sagði að hann yrði þá að minnsta kosti að spyrja, sem hann og gerði. Og ég sagði já.“ „Nei, hann fór ekki á hnén, hann var svo stressaður að þá hefði örugglega liðið yfir hann." segir Þóra og Marta María veltist um af hlátri. En Þóra er himinlifandi með trúlofunina og mannsefnið og seg- ir ekkert sjálfgefið þegar fólk er komið á hennar aldur (hún er 29 ára) að hitta einhvern sem er ekki með mikinn pakka í farteskinu. „Völli á engin börn og enga flókna fortíð þó hann hafi að sjálf- sögðu verið við kvenmann kennd- ur. Sem betur fer, ekki hefði ég vilj- að fá hann splunkunýjan úr kass- anum. Og ég hef svo sem kynnst karlmönnum áður. En við hittumst á hárréttum tímapunkti, erum bæði að gera góða hluti og virðum það hvort hjá öðru." Brúðkaup í Aðaldal Hvenær verður brúðkaupið? „Örugglega næsta sumar, í Að- aldalnum," segir Þóra og Marta María skýtur því inn að þetta sér plott hjá Þóru. „Hún ætlar að vera á undan mér," segir hún. „Það var nefnilega oft svona keppnisandi á milli okkar meðan við vorum að skrifa bókina. Ef önnur okkar var duglegri hljóp kapp í hina." Marta María var á undan með sína trúlofun en hún trúlofaðist í sumarfríinu sínu á ftalíu. Hún fékk heldur ekki dæmigert bónorð. „Við Jóhannes kynntumst fyrir rúmum íjórum árum en vorum svolítið sundur og saman til að byrja með. Það tók okkur tíma að finna rétta taktinn. En þegar við fundum hann tókum við sam- bandið föstum tökum og það hefur gengið ofsalega vel. Hann er tíu árum eldri en ég og á unglingsdótt- ur. Stundum óska ég þess að hann hefði átt fleiri börn því Fanney er svo vel heppnuð og við erum mjög góðar vinkonur. Mér þykir alltaf vænna og vænna um hana eftir því sem ég kynnist henni betur. „En bónorðið var ekki hefðbundið. Ég er svo erfið að því leyti að það hef- ur aldrei verið hægt að gefa mér neitt. Þegar ég var lítil skipti ég til dæmis alltaf öllum jólagjöfum. Jó- hannes vissi þess vegna að það þýddi ekkert að mæta með ein- hvern hring, ég yrði trúlega Margttil lista lagt Mörtu Mariu og Þóru erýmislegt til lista lagt og hafa nýveríð gefið út skáldsögu sem þær skrifuðu saman. hundóánægð með hann og segði kannski bara nei út af því. Við ræddum þetta og ákváðum að ef við sæjum fallega hringa einhver- staðar myndum við slá til. í fríinu vorum við svo allt í einu stödd á brú þar sem var fullt af skartgripa- verslunum og þar voru hringarn- ir.“ „Vá, keyptuð þið hann á gull- brúnni í Flórens? Alveg eins og Hillary Clinton?" segir Þóra. „Díana prinsessa verslaði þarna, eða svo var mér sagt. Mér var líka sagt frá þeirri hjátrú að ef hringarnir væru keyptir á þessari brú yrði að kaupa lás sem væri settur á brunn þarna í nágrenninu. Annars héldi sambandið ekki. Mál- ið var bara að lögreglan hefur ekki undan að klippa lásana af brunn- inum og þegar við vorum þarna var brunnurinn vaktaður. Við verðum bara að vona að samband- ið haldi samt,“ segir Marta María. Til Bahamaeyja í brúðkaups- ferð Hún er ekki búin að ákveða hvenær brúðkaupið verður og seg- ist haldin valkvíða. „Mín hugmynd var alltaf að gera þetta í hádeginu á virkum degi og fara svo í æðislegt frf og láta engan vita fyrr en eftir á.“ „Ég er að reyna að sannfæra hana að um koma til Bahamaeyja í brúðkaupsferð," segir Þóra. „Auðvitað vil ég hafa þá hjá mér sem mér þykir vænt um á þessum degi,“ heldur Marta María áfram. „Ég get bara ekki ákveðið hvaða árstíð hentar best eða hvernig ná- kvæmlega ég vil hafa þetta. Ég sé ekki fyrir mér neina risaveislu heldur vil ég hafa brúðkaupið lítið og krúttlegt." „Ekki Völundur. Hann ætíar að bjóða 300-500 manns," segir Þóra. „Hann er bara svona grand í öllu sem hann gerir. Ég þarf að hafa taumhald á honum sem er fyndið þar sem ég er svo langt í frá jarð- bundin sjálf. Hann er búinn að plana allt, ég fæ bara að sjá um skreytingarnar og kjólinn og er reyndar þegar farin að máta." Það er náttúrlega bara frábært hvað stelpurnar eru ánægðar í sín- um samböndum og langt frá ástar- sorginni og hefndinni, en það er nú samt það sem Djöflatertan fjall- ar um. Hvernig kviknaði hug- myndin fyrst allt er í svona fínu standi hjá þeim? Stórt skref að skrifa skáld- sögu „Ég skrifaði bók um Nylon- stelpurnar í fyrra sem var mikil törn," segir Marta María. „Eftir að því lauk fann ég að mig langaði að gera eitthvað meira. Ég hugsaði mikið og fékk fullt af hugmyndum. Við Þóra þekktumst en mér datt hún nú reyndar ekki í hug þegar ég var að hugsa um þetta. Það er stórt skref að skrifa skáldsögu og maður pikkar ekki bara í einhvern og seg- ir, hey, eigum við ekki að skrifa skáldsögu saman?" Kom aldrei til greina að gera þetta bara ein? „Ég held ég hefði ekki fram- kvæmt þetta núna ef ég hefði verið ein,“ segir Marta María. „Ein- hverntíma sátum við Þóra svo saman, örugglega að sötra hvítvín, þegar við fórum að ræða þetta og hugmyndin varð til.“ „Ég ætíaði alltaf að skrifa barna- bók," segir Þóra. „En þarna kvikn- aði neisti að nýrri hugmynd og eft- ir það varð ekki aftur snúið.“ „Lífið tók u-beygju,“ segir Marta María og þær hlæja við minninguna. „Allt í einu snerist líf- ið um þessa bók.“ „Við hittumst með hvítu fartölvunar á ólíklegustu stöðum og skipulögðum okkur mjög vel. Byrjuðum alveg blankó en lögðum smátt og smátt grunninn að bók- inni. Okkur fannst ekki nóg að sagan fjallaði bara um stelpu í samtímanum, það þurfti líka að vera plott, eiginlega glæpur." Svikin af kærastanum Er þetta þá glæpasaga? Þær verða samsærislegar í framan. „Það er að minnsta kosti hægt að segja að í bókinni sé daðr- að við hið ólöglega." Um hvað fjallar bókin nákvæm- lega? „Hún fjallar um stelpu í Reykjavík sem er svikin hroðalega af kærastanum og bestu vinkonu sinni og hvernig hún í samráði við hinar vinkonur sínar hefnir sín eft- irminnilega. Það er nefnilega hægt að gera allt mögulegt til að hefna sín. Við unnum vinnuna okkar vel og komumst að því að hægt er að gera ótrúlegustu hluti í íslensku samfélagi. Ef fólk vii hefna sín á einhverjum getur það gert nánast hvað sem er og það er ekkert grín. Það er hægt að loka krítarkortum viðkomandi, hægt að panta allt í gegnum netíð á nafninu hans, gera hann að áskrifanda að öllum fjandanum. Það er meira að segja hægt að fara heim til viðkomandi með lásasmið og láta skipta um skrá,“ segir Þóra. „Þetta er svo lítið samfélag,“ segir Marta María. „Bara þjóðskrá- in er kapítuli út af fyrir sig, þó maður fái reyndar minni upplýs- ingar þar en var til langs tíma." „Það er líka þannig að ef þú þarft að fá upplýsingar um ein- hvern, segjum bara Júlla Jóns, er pottþétt einhver í vinahópnum sem veit eittíivað. Einhver sem þekkir stelpuna sem svaf hjá hon- um í fyrra og stelpuna sem þekkir stelpuna sem hann sefur hjá núna. Einhver var að vinna með honum og svo framvegis. Við erum til dæmis í kvennfélagi þar sem regl- an er sú að ef einhver kynnist manni leita allar upplýsinga. Hinar fara á stúfana og spyrjast fyrir. Við höfum forðað mörgum konum í okkar hópi frá stórslysum á deit- markaðinum," segja þær og hlæja hástöfum. Öskubuskuheilkennið Hvernig er þá deitmarkaður- inn? Eru stelpur enn að leita að riddaranum á hvíta hestinum? „Hann er ansi lífseigur draum- urinn um riddarann og þann hvíta," segir Þóra. „Ég leyfi mér að segja að karlmenn sé uppteknari af starfi sínu og frama en konurnar meira í hreiðurgerð." En eru þær eins og í bókinni að leita að strákum sem eiga flotta bíla ognóga peninga? „Það skiptir greinilega svolitíu máli. Konur vilja eignast ijöl- skyldu. Ég þekki fáar konur sem fara sjálfviljugar út í einstæðra mæðra pakkann. Þær vilja frekar tryggja sig og börnin og eiga mann sem skaffar vel, Þannig er þetta nú í reynd þó mikið hafi áunnist í kvennabaráttunni," segir Þóra. „Þetta er öskubuskuheilkennið, leifar frá fyrri tíð, en því miður enn örlítið alið upp í konum." En hvað með hefndina. Er hún jafn sæt og fólk heldur? „Þetta snýst að mestu leyti um að endurheimta sjálfsvirðinguna. Brotna sjálfið krefst þess að fá uppreisn æru. Það sem er svo sárt hjá okkar sögupersónu eru svikin og það að hafa verið höfð að al- gjöru fífli. Það er náttúrlega óbæri- legt. Hún er niðurbrotin, gjörsam- lega hrunin, og þarf svo að mæta gerpunum sem sviku hana þegar hún fer að leita sér sáluhjálpar í Kringlunni. Þar spássera þau fram- hjá hönd í hönd og eru alltaf að stoppa til að fara í sleik. Það verður bara ekki verra. Þetta er svo mikið virðingarleysi. Að mannhelvítið geri sér ekki grein fyrir að honum var rétt hjarta á silfurfati sem hann trampar á án þess að blikna. En þegar öllu er á botninn hvolft verður þetta bataferli hjá okkar sögupersónu. Hún endur- uppgötvar sjálfa sig og kemst að því að hana langaði eiginlega aldrei að verða þriggja barna stjúp- móðir og eiga líf með Berta sjálfselska í fína húsinu hans. Hún hefði aldrei komist nálægt því að verða númer eitt í hans lífi og það- an af síður sínu eigin. Þetta í raun- inni hennar þroskasaga." En meira um deitmarkaðinn? „Já, hann.“ Marta María hlær. „Maður sem ég þekki komst einu sinni mjög vel að orði þegar hann sagði: Þið farið niður í bæ eftir myrkur, undir áhrifum áfengis, og ætlið að velja ykkur lífsförunaut. Þið mynduð hinsvegar aldrei velja ykkur bíl í þessu ástandi. En í alvöru, fyrir konur á okkar aldri er ekki um auðugan garð að gresja. Yfirleitt er maður að kynn- ast einhverjum sem er að koma út á markaðinn aftur, „farinn að spila í annarri deild". Við vorum alveg ljónheppnar að ekki sé talað um kærastana okkar sem duttu um okkur sem erum afbragð annarra kvenna." Er einhver boðskapur í þessari bók? „Við erum náttúrlega aðallega að skemmta fóki, en í bókinni er alvarlegur undirtónn. Það er til dæmis reiknað út í bókinni hvað ástarsorgir kosta ríkissjóð, sem eru engar smáupphæðir. Það má ekki vanmeta ástarsorgina." „Hún heltekur fólk meðan það er verst haldið og svo má það ekki einu sinni syrgja,“ segir Þóra. „Ég man eftir vinkonu í ástarsorg sem sagðist frekar hafa óskað að viðkomandi dæi. Þá hefði hún getað syrgt eðli- lega. í staðinn voru allir að segja henni að fara í leikfimi og megrun og að farið hefði fé betra. Ég vona að þeir sem eru í ástarsorg geti haft gagn af þessari bók og allir hinir sem hafa gaman að góðu gríni." En eru einhverjar forvarnir við ástarsorg og svikum ? Þær horfa hugsandi á mig. „Sennilega ekki," segir Marta María. „Ef maður ætlar að lifa til fulls verður maður að taka áhætt- una. Það þýðir ekki að ætla að elska 50%, svona ef ske kynni að manni verði dömpað. Maður verð- ur að geta tekið hlutina alla leið og ef þeir fara illa er ekkert annað en að taka því. Það er þá bara verkefni að fást við. En vonandi fá konur nýjar og nastý hugmyndir um hefndir við lesturinn.“ „Já," segir Þóra. „Það koma vondir dagar og góðir og mikilvægt þegar vondu dagarnir koma að gef- ast ekki upp. Númer eitt er að rækta sjálfan sig og treysta því að allt muni þetta jafna sig með hjálp góðra vinkvenna. Og sigurinn felst að sjálfsögðu ekki í að ná í viðkom- andi aftur heldur vilja hvorki heyra hann né sjá þegar hann kemur skríðandi." edda@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.