Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2005, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2005, Qupperneq 34
34 LAUGARDAGUR 79. NÓVEMBER 2005 Helgarblaö DV Jeff er ekkert sérstaklega rit- höfundalegur, það er að segja ef hægt er að tala um að rithöfundar séu af sérstakri tegund. Hann tek- ur sig að minnsta kosti ekkert há- tíðlega. Á þriðja degi á íslandi minnir hann mest á kátan sveita- karl í kaupstaðaferð sem drekkur af áfergju í sig allt þetta sérstaka og skemmtilega við Reykjavík. Jöklaferðin sem hann fór í daginn áður er honum líka töm á tungu, enda er hann algjörlega óvanur jöklum, alinn upp við strandlíf og huggulegheit í sólinni á Flórída. Svo skiljanlega eru lýsingar hans á jöklaferðinni nokkuð dramat- ískar. „Þetta var engu lagi líkt, við vorum alltaf að líta um öxl á bflinn af því hann var eina kennileitið í landslaginu. Annars var bara allt hvítt. Ég vissi ekki hvort ég var á leiðinni ofan í sprungu eða í þann veginn að detta um mörgæsir eða ísbirni,'' segir hann og skellihlær, vitandi vel að hér eru hvorki mör- gæsir né ísbirnir. Marinn og blár Jeff vissi ýmislegt fleira um ís- land áður en hann kom, eins og að Bobby Fischer væri sestur hér að, að íslendingar lifðu á fiskveiðum, hér væri ægifagurt landslag og ekki síst ægifagrar konur. „Þess vegna er ég allur marinn í hliðunum," segir hann.' „Vinir mínir gáfu mér svo skrambi föst olnbogaskot þegar ég sagði þeim að ég væri á leiðinni til íslands. „Lukkunnar pamfíll," sögðu þeir og fóru strax að tala um allar fal- legu stelpurnar á íslandi." . Jeff Lindsay, höf- undur Dexters Kallar ekki allt ömmu slna og borðar hákarl og drekkur brennivín með. JLUÐR- r % ‘ ; n #iÉÍ& - í’ÉíÆ 0:* ' f }■£* . 2 • z; l í sveiflu með gítarinn Jeff hefur spilað I hljómsveitum í 25 ár og spilar nú og syngur með stuðbandinu WildFire. Þannig lýsir bandaríski rithöfundurinn og þúsundþjalasmið- urinn Lindsay því hvernig hugmyndinni um elskulega raðmorðingjann Dexter laust niður í höfuðið á honum á miðj- um Kiwanisfundi. Líkingin um fiskinn er trúlega til komin vegna þess að þegar samtalið fer fram er hann nýkominn af Sægreifanum þar sem hann raðaði í sig kræsingar á borð við kæstan hákarl og harðfisk og renndi ljúfmetinu niður með ísköldu, íslensku brennivíni. Þetta gerði hann án þess svo mikið sem að hiksta. Jeff hlær dátt en hann er ham- ingjusamlega giftur og á þrjár dætur á aldrinum tveggja til sext- án ára. Konan hans er náskyld rit- höfundinum fræga Ernest Hemm- ingway, en pabbi hennar var eini bróðir Hemmingways. Jeff hefur þó enga minnimáttarkennd út af því. Konan hans skrifar reyndar líka en ekki glæpasögur eins og hann sjálfur heldur handrit að heimildarmyndum. „Það má heldur alls ekki mis- skilja þetta með Kiwanisfundinn," áréttar Jeff. „Það er frábær félags- skapur og algjör tilviljun að hug- myndin að Dexter kviknaði á Kiwanisfundi. Ég var bara að horfa yfir salinn á alla myndarlegu og vel klæddu mennina og fór að hugleiða að maður veit svo sem ekkert um samferðamennina. Þeir geta búið yfir ægilegum leyndar- málum en verið aðlaðandi og vin- gjarnlegir og jafnvel mjög elskaðir af fólkinu í kringum sig." „Hrói höttur" raðmorðingj- anna Fjöldamorðinginn Dexter er einmitt þannig. Hann vinnur sem rannsóknarlögreglumaður, er vel liðinn og elskaður í starfi. Hann er líka afar góður við systur sína sem er eini ættingf hans og sérlega hlýtt til barna, en tengist ekki fólki tilfinningaböndum. Það sem er þó sérstakast við Dexter er að hann drepur eingöngu aðra raðmorð- ingja. Jeff segist hafa unnið mikla rannsóknarvinnu áður en hann skrifaði Dexter. „Ég las mikið um raðmorðingja og leitaði til frænku konunnar minnar sem er sálfræð- ingur og vinnur með geðsjúka af- brotamenn. Hún las yfir handritið og var mér ómetanleg hjálp. Ég gerði mér nokkrar ferðir alla leið til Kaliforníu þar sem hún býr, en það skemmir auðvitað ekki fyrir að hún á vínekru," segir Jeff og kímir um leið og hann lyftir glasi. „Ég reyndi að búa til próffl af raunsönnum raðmorðingja en hrærði svo aðeins í formúlunni. Það er auðvitað hrollvekjandi að aðeins fáir morðingjar nást. Lög- reglan er með þúsundir óleystra morðmála á borðinu hjá sér og svo er allt þetta fólk sem hverfur sporlaust. Það er alveg morgun- ljóst að margir raðmorðingjar ganga lausir af því þeir eru svo ótrúlega snjallir." Launatékkar í póstinum Jeff gerir þó ýmislegt fleira en að skrifa morðsögur því hann er bassaleikari og söngvari í hljóm- sveit sem kemur fram víða og heitir Wild Fire. „Ef einhvern lang- ar að flytja okkur til fslands erum við meira en til í tuskið. Við spil- um allt frá rokki upp í sveitatónlist og flest þar á milli. Spilamennsk- an er þó bara lítill hluti af því sem ég hef gert um dagana því ég hef átt um það bil átján karríera í líf- inu," segir hann hlæjandi. „Ég hef unnið sem uppvaskari, leynilög- reglumaður, garðyrkjumaður, trúður, gamanleikari, leikstjóri, leikritahöfundur og fótboltaþjálf- ari, svo bara fátt eitt sé nefnt. Það virðist þó vera sama hvað ég geri, það ber einhvernveginn allt að sama brunni, það er skriftunum. Ég hef til dæmis verið gamanleik- ari með leikhópi en áður en ég veit af er ég farinn að skrifa leikrit fyrir hópinn. Þegar ég er sem mest andlega sinnaður finnst mér næstum eins og mér sé ætlað að skrifa." Bókin um Dexter sem er komin út í íslenskri þýðingu er fyrsta bók Jeffs um raðmorðingjann. Jeff hef- ur þegar skrifað tvær í viðbót og þær sitja allar á metsölulistum í Bandaríkjunum. Jeff gerði líka heimildarmyndina Hemmingway in Cuba með eiginkonu sinni en Kúba stendur hjarta þeirra ákaf- lega nærri. Nú þegar er búið gera sjón- varpsþáttaröð vestra um Dexter. „Ég er búinn að skrifa undir samning um fleiri bækur og ef sjónvarpsþáttaröðin gengur vel verð ég bara í því að taka við launatékkum. Er það ekki dásam- legt?" spyr hann og hlær trölla- hlátri. Grýla hvað? Það er hins vegar fjarri Jeff að setjast í helgan stein. „Það eru alltaf óteljandi verk- efni og margar bækur að skrifa. Mig langar líka til að spila inn á plötu og selja hana til styrktar St. Jude-sjúkrahúsinu sem sérhæfir sig í rannsóknum á barnasjúk- dómum. Á plötunni munu bara vera lög sem hafa verið samin um tunglið." Er möguleiki á að einhverntíma verði ísiand sögusvið Dexters? spyr blaðamaður barnalega. Já, því ekki það. Og svo kennir hann henni um morðin, þarna kerlingunni sem á þrettán syni, hvað heitir hún nú aftur? Grýla? „Já, einmitt. Grýla," segir Jeff og hristir hausinn yfir vitleysunni. edda@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.