Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2005, Side 37
DV Helgarblað
LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 37
Hlustaðu betur
Æfðu þig betur f að hlusta helmingi
meira en þú talar og byggðu samræður
þínar f kringum vel orðaðar og þaul-
hugsaðar spurningar og minntu þig
stöðugt á að tal skilar þér í sjálfu sér
ekki árangri frekar en hlustun.
Slepptu fortíðinni
Ef þú leitar eftir viðskiptalegum ár-
angri ættir þú að sleppa tökum á fortíð
þinni því þú ert eflaust bundin/n for-
tíðinni mjög sterkum böndum, ómeð-
vitað jafnvel.
Ekki hika
Ef þú vinnur að málstað og tileinkar
þér af krafti að ná markinu máttu ekki
leyfa þér að siá hlutunum á frest. Þvf
hraðar sem þú bregst við, því meiri
orku hefur þú og þvf áhugasamari og
sjálfsöruggarí verður þú til að takast á
við það sem bíður þín.
Við lögðum spilin fyrir hjónin Marsibil og Guðmund Tý, eða Mumma, sem starf-
rækja Götusmiðjuna. Þau hafa það að markmiði að aðstoða ungt fólk, sem hefur
leiðst út úr hinum hefðbundna samfélagsramma inní heim fíkniefna og afbrota og
aðstoða það til að fóta sig og koma lífi sínu í jákvæðan farveg.
„Við erum auðvitað með Götu-
smiðjuna og svo er Marsibil einnig í
borgarpólitíkinni," svarar Mummi
og Marsibil brosir fallega til hans.
Þau hjónin vinna saman og segja
það ganga vel. „Við virðumst skipta
á milli okkar eiginleikum sem þurfa
að vera til staðar til að hlutirnir virki,
þannig að saman erum við ansi
sterk. Fyrstu árin var Götusmiðjan
lífið okkar. Við þurftum að læra að
rækta hjónabandið sérstaklega til að
vera ekki eins og vinnufélagar allan
sólarhringinn."
Töluðum um ALLT
Okkur leikur forvitni á að vita
hvemig þau kynntust þegar spilin
em lögð á borðið fyrir þau hjónin.
„Við kynntumst í gegnum sameigin-
legan vin í maí 1996. Við fómm mjög
hægt í hlutina og töluðum um allt
sem hægt var að taia um fyrstu vik-
TAROTLESNIN G
urnar. Til dæmis lokarðu tann-
kremstúpunni og fleira rómantískt,"
segir Mummi og hláturinn ómar um
herbergið. „Við vomm orðin ansi ör-
ugg með hvort annað þegar við fór-
um að búa saman í byrjum septem-
ber og trúlofuðum okkur 1. október
sama ár. Giftum okkur svo 10. janú-
ar 1998," segir hann og það geislar af
þeim báðum yfir umræðuefninu.
Nýflutt og jólalögin hljóma
„Ekki enn. Við vomm að flytja
þannig að við emm að reyna að
koma okkur fyrir en það er ekki langt
í jólalögin. Við eigum bara eftir að
tengja græjurnar og þá getum við
byrjað að spila. Við gerðum samning
á sínum tíma um að fara milliveginn
og byija að spila jólalögin 1. nóvem-
ber. Mummi byrjaði alltaf í septem-
ber og ég rétt fyrir jól," segir Marsibil
yfirveguð og falleg. „Við elskum
bæði jólalög og eigum stórt safn af
jóladiskum af ýmsum toga."
Góðu stundirnar mikilvægar
„Mikilvægast er auðvitað að eiga
góðar stundir með fjölskyldunni og
góðum vinum og jólalögum. Við
höfum þá hefð sem kom inn í sam-
bandið með Mumma að hafa jóla-
graut í hádeginu á aðfangadag. Þá er
renningur af fólki, fjölskyldu, vinum
og kunningjum miUi tólf á hádegi og
þrjú. Fólk sem kemur og fær sér
graut og heldur svo áfram jólaundir-
búningnum, að keyra út pakkana og
þess háttar. Við höfum verið hjá for-
eldrum mínum á aðfangadag ásamt
fjölskyldunni sem er alltaf yndis-
legt," segir Marsibil og bætir við að á
jóladag koma svo stóru krakkarnir
þeirra, Svanhildur 10 ára ogÞórarinn
11 ára. Um kvöldið förum við í dýr-
indis jólamat hjá góðum vinum okk-
ar HiÚa og Oddný.
Orrustur tilheyra fortíðinni
í tarotlesningu MarsibU og
Mumma er minnst á orrustur. Við
getum ekki kvatt þau án þess að
spyija um þær og hvort í svari þeirra
leynist eitthvað sem lesendur Helg-
arblaðsins hafa gott af því að lesa?
„Orrustur okkar hafa verið þó
nokkrar og af ýmsu tagi, það hefur
ekki verið mikU lognmolla í kringum
okkur síðan við hittumst," svara þau
einlæg og opin þegar umræðan
heldur áfram. „Ef verið er að tala um
orrustur í sambandinu þá er það nú
þannig að við erum að mörgu leyti
mjög ólík. Við ræðum um hvað
mætti betur fara í fari hvors annars
og reynum höktandi að þroskast
upp úr eigin göllum. Við komumst
hvorugt upp með að horfa tU langs
tíma framhjá eigin veUdeikum, hinn
aðUinn sér góðlátlega um það. Þetta
er þó aUt gott og blessað því við
erum bæði þannig úr garði gerð að
vUja tala um hlutina því þá er hægt
að gera eitthvað til að laga þá. Við
reynum alltaf að sýna hvort öðru
skilning á því hvernig við erum því í
svona orrustum er mikUvægast að
samþykkja hvort annað," segja þau
meðvituð um að rækta þarf ástina
öllum stundum.
Spennandi hlutir framundan
Það kemur blaðamanni ekki á
óvart að gott er að fá að njóta návist-
ar þeirra hjóna á meðan viðtalið
stendur yfir. Styrkur þeirra saman er
nánast áþreifanlegur og markmið
þeirra einkennast af heUindum og
góðvUd en það er jú vísir að vel-
gengni og jafnvægi. „Framtíðin er
full af spennandi hlutum faglega.
Við erum bæði þannig að við höfúm
breitt áhugasvið og margar hug-
myndir. Lífið leiðir okkur yfirleitt í
rétta átt.TUfinningalegt jafnvægi og
fullt hjarta af kærleik, erum við þá
ekki í góðum málum?”
elly@dv.is
Guðrún Ásmundsdóttir leikkona er sjö-
tug í dag. „Alheimurinn
skreppur hér saman
í þann sem hún
elskar og sá verður
vissulega fær um
að uppfylla óskir
hennar þegar fram
líða stundir. Hún veit-
ir hér í einlægni,"
segir í stjörnuspá
hennar.
Guðrún Ásmundsdóttir
- Vatnsberinn/m/a/i.-ig. feferj
Þolinmæði er svarið við spurn-
ingu þinni og aðstæður eru vissulega
ekki eins slæmar og þær birtast þér um
þessar mundir. Þú hefur gefið umhverfi
þínu skýlaus skilaboð og ert að sama
skapi frjáls frá vantrausti og takmörkun-
um. Eins og fyrr segir þá uppskerð þú
aðeins ef þú sýnir þolinmæði.
Fiskarnirpy. febr.-20. mars)
Reyndu fýrir alla muni að yfir-
vinna eigingirni þína og leyföu þér að
bindast einlægum böndum þegar og ef
hjarta þitt tekur kipp.
Hrúturinn (21.mars-19.aprO)
Vinnusemi, skipulag, dugnað-
ur og metnaður einkennir hrútinn.
Hann þrífst best þegar mikið er um að
vera og stefnir hátt og nær árangri fyrr
en síðar.
Nautið (20. apríl-20. mal)
____________________________
Þú ert með sanni trygglynd/ur
og trúir þvi stöðugt að þú hafir á réttu
að standa en átt af einhverjum ástæð-
um erfitt með að muna hvenær gagn-
rýni þín á ekki við rök að styðjast. Agi er
lykilorð nautsins.
Tvíburarnir (21 . mai-21.jún()
—
Þú birtist hér á báðum áttum
um öll mikilvægu málin í lífi þfnu. Því
meira sem þú tvístígur því spenntari og
fjandsamlegri verður þú. Segðu hvernig
þér líður og Kfgaðu drauma þína við
meðvitað kæri tviburi.
Krabbinni2z/úm-a/ú;i)____
Þú birtist töfrandi og sækist
ómeðvitað eftir athygli náungans sem
er eingöngu af hinu góða en ekki hika
við að viðhalda sjálfstæði þinu og lærðu
að bjóða ást í stað eignarhalds.
l]Ómt (23. júli-22. igúst)
Næsti kafli sem þú ert um það
bil að ganga i sýnir þig (góðu jafnvægi
þar sem bjartsýni og friður einkennir
þig. Ekki búast við að allir í kringum þig
séu jafn traustir og þú.
Meyjan (23. ágúst-22. sept.)
Þú ert fær um að gera krafta-
verk með hugsuninni einni og skapar
fallegt og þægilegt umhverfi hvar sem
þú stígur niður fæti.
Vogin (23.sept.-23.okt.)
Þú þráir að upplifa sanna ást
og ert að sama skapi framsækin/n og
vilt þvíkanna alla möguleika þina og
reyndar allt sem gæti auðveldað þér að
hagnýta þér þá.
Sporðdrekinn w.o*t-2i.«w
fý7//toíÆ,rSv///fí/ < í/uf n/na
Sjónum er beint að
Mumma og Marsibil
þessa vikuna. Þau eru fær
um að skynja og upplifa
það sem heldur lífsvef
þeirra saman efmarka
má framtlðarspá Helgar-
blaðsins.Afþvi tilefni
spurðum viðþessi fallegu
hjón hvað sönn ástþarf
að uppfylla til að stand-
asttitilinn
Stafagosi
Vinátta þeirra er byggð á
trausti. Efnahagslegt ör-
yggi knýr hjörtu þeirra
ekki áfram og þau virð-
ast vita hvað þau þrá að
upplifa á sama tíma og
þau eru bæði hug-
myndrík, næm og þol-
góð. Þau eru fær um að
skilja eigin tilfinningar
og birtast yndislega
sveigjanleg, greiðvik-
in og undantekning-
arlaust töfrandi íalia
staði þegar spilin
þeirra eru lögð á borðið. Hér láta
sálir þeirra undan með því að hlýða á
hjartað. Glampi skín úr augum Marsibil
og Mumma sökum vellíðunar.
10 mynt
Þau leyfa sé að ieita til
fólksins sem eflir þau
og ýtir undir jákvæða
eiginleika þeirra.
Gaman að sjá að þau
hafa tekið fyrsta
skrefið í að eigna sér
eiginleikann að elska
án skuldbindinga og
um þessar mundir
geta þau vissulega
leyst tilfinningar
sínar úr læðingi án
þess að vera háð þeim á nokkurn
máta. Langanir þeirra rætast t
fyllingu tímans ef þau aðeins
sýna biðlund og leyfa líðandi
stund að þjóta hjá án þess að
berjast gegn nútfðinni.
II - Æðsti meyprestur
Gyðjan Juno birt-
ist hér en hún
segir skýrt og
greinilega til um
að það hafa ver-
ið orrustur á
leið þeirra í átt
að hamingj-
unni. Þau ei
hinsvegar
bæði minnt
að þessar
ustur eru
hugsaðar
sem próf-
raun og eru
raun lykill-
inn að því
sem þau sjálf þrá. Ástin
og staðfesta eru mjög mikilvægir
þættir í Iffi Mumma og Marsibil. Þau
eru fær um að velja ávallt bjartsýnt
viðhorf gagnvart öllu.
Um þessar mundir átt þú það
til aö vera fljót/ur að dæma og ættir
jafnvel að tileinka þér meiri þolinmæði
þegar mannleg samskipti eru annars
vegar.
Bogmaðurinn^.mív.-ji.tte.j
Millivegurinn er svariö við
spurningum þinum þessa dagana kæri
bogmaður.
Steingeitin//2. *s.-;9.yanj
’
Stjarna þín birtist hér með
grímu fyrir hvaða hlutverk eða aðstæð-
ur sem vera skal og þannig virðist hún
kjósa að hafa það. Fyrir alla muni ekki
hylja innsæi þitt kæra steingeit. Minntu
þig stöðugt á jákvæðu eiginleikana i
fari þínu.
SPÁMAÐUR.IS
m