Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2005, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2005, Qupperneq 40
40 LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 Helgarblað DV Myrti . foreldra kærust- unnar 18 ára gamall drengur í Pensil- vaníu siturí fang- elsi sakaður um að hafa myrt foreldra kærustu sinnar. David Ludwig er sagðmr hafa skotið Michael og Cathryn Borden eftir að til rifrildis kom vegna sam- bands hans við dóttur þeirra Köru sem er aðeins 14 ára. Þau höfðu fram aö því reynt að halda sambandinu leyndu vegna ald- ursmunarins. Ludwig mun einnig sæta mannránsákæru eft- ir að hann og Kara flúðu saman eftir að morðin höfðu verið framin, en Kara er álitin fómar- lamb í málinu. Bæði ungmennin eru sögð vera hrædd og ringluð vegna atburðanna og hefur fjöl- skylda Ludwigs lýst yflr samúð til aðstandenda Borden-hjón- anna. Drap dreng með loft- riffli í Suður-Yorkshire á Englandi hefur 15 ára drengur verið ákærður fyrir manndráp eftir að 12 ára drengur var skotinn í aug- að með loftriffli. 39 ára karlmað- ur hefur verið ákærður fyrir að eiga vopnið sem var óskráð. Lögreglan var kölluð að húsi þar sem yngri drengurinn fannst með áverka á auga og lést hann daginn eftir. Réttarhöld munu heíjast í næstu viku. Fórnaði bróður fyr- ir lottó- vinning 24 ára gamall maður frá Imbali hefur verið fundinn sekur um að myrða litla bróður sinn á hrottalegan hátt. Tilgangurinn var „muti“ eða mannleg fóm sem átti að hjálpa honum að vinna lottóvixming. Khayelihle Alfred Dlamini nam drenginn, 4 ára gamlan, á brott frá heimili móður þeirra, barði hann með múrsteini og safnaði síðan blóði hans og heilavökva í flát áður en hann brenndi lfldð. Við réttar- höldin reyndi hann að bera fyrir sig geðveiki og kvaðst einnig hafa verið andsetinn en sú vöm var ekki tekin gild. Lögfræðingur Dlaminis bað um að tekiö yrði tíllit til þess að hann ólst upp við mikla trú á svartagaldri og ætti því að sleppa við dauðarefsingu. Dómur verður kveðinn upp á næstu dögum. Morguninn 10. nóvember árið 1990 hélt hinn 21 árs Jamie Paxton í Ohio á veiðar með krossbogann sinn. Móðir hans, Jean Paxton, var ekki orðin verulega áhyggju- full þegar hann hafði ekki látið sjá sig um eftirmiðdaginn og gerði ráð fyrir að veiðarnar hefðu borið árangur. Stuttu síðar keyrði lögreglubíll upp heimreiðina. Jean hentist út á verönd þar sem hún sá eiginmann sinn styðja sig í angist við stólpa og vissi þá fyrir víst að Jamie kæmi ekki framar heim. Bréíaskriftir móður leiddu til handtöku fjöldamurðinuja Jamie hafði fundist með þrjú skotsár, eitt í brjóstinu, eitt í hægra hnénu og eitt í afturendanum. Veiðislys voru ekki óaigeng á þessum slóðum í Ohio, en lögreglan vissi að hér var ekki um slys að ræða. Skotsárin voru of mörg og það fundust engar vísbend- ingar á staðnum, ekki einu sinni tóm skothylki. Það var ljóst að Jamie hafði verið myrtur, en án vísbendinga gat lögreglan ekkert aðhafst. Móðir Jamie, sem gat ekki sætt sig við þau málalok, hóf upp úr þessu að skrifa bréf til morðingja sonar síns og fékk þau birt í dag- blaðinu. „Ég hata þig ekki,“ stóð í einu bréfanna, „en ég syrgi son minn og ef þú biður ekki guð um Sakamál fyrirgefningu muntu þurfa að þola elda helvítis. Ég vorkenni fjölskyld- unni þinni því þegar upp um þig kemst mun hún þurfa að lifa með því sem þú hefur gert." Bréfin skila árangri Þó Jean væri gert ljóst að ekkert myndi hafast upp úr bréfaskrifum hennar lét hún ekki deigan síga. Næstum ári eftir dauða Jamie fékk hún loksins svar. Bréfið lýsti morð- staðnum í smáatriðum svo lögregl- an var ekki í nokkrum vafa um að hér væri hinn raunverulegi morð- ingi á ferðinni. Hann sagði: „Ég myrti Jamie vegna óviðráðanlegrar þarfar til að drepa sem hefur heltekið líf mitt. Ég fell undir lýsingu ykkar á ijöldamorðingja en ég er bara venjulegur maður sem á hús og fjölskyldu." Bréfið lýsti því hvernig morðing- inn sá Jamie af tilviljun og ákvað að drepa hann. Hann hafði ekki hitt al- mennilega og því þurft að skjóta þrisvar til að ganga úr skugga um að Jamie væri látinn. „Ég veit þið hatið mig og skil það vel. En þið hafið hvorki vísbendingar, vitni né ástæðu og munið því ekki leysa þennan glæp.“ Þarna var hins vegar komin fyrsta vísbending lögreglunnar og var nú ljóst að hér var um fjöldamorðingja að ræða. Með verjanda Dillon var vistaöur i fangels- inu sem hann vildi síst fara I. Særðar kýr Fjöldamorðinginn Dillon var haldinn kvalalosta og skemmti sér við að skjóta með ör á kvikfénað. Drykkfelldur morðingi með kvalalosta Stuttu síðar fannst Claude Hawkins, 49 ára, skotinn í bakið á uppáhaldsveiðistað sínum í Ohio. Eins og í máli Jamies voru engar vís- bendingar á staðnum og engin skot- hylki. I þetta skiptið kom FBI að málinu og upp komst að tvö svipuð morð höfðu verið framin á svæðinu. Um mánuði seinna lá svo fimmti maðurinn í valnum. Skipuð var leynileg nefnd til að vinna að því að finna morðingjann og meðal annars var unnin skýrsla um hvernig mann hann hefði að geyma. Skýrslan lýsti honum sem hvítum karlmanni yfir þrítugt, mikl- um veiði- og byssuáhugamanni sem ætti mörg vopn. Hann væri yfir meðallagi klár en héldi sig útaf fyrir sig og leysti vandamál sín lúpulega. Hann ætti lfldega við drykkjuvanda- mál að stríða, gerði símaöt, kveikti í og skyti á rúður og bfla. Einnig myndi hann finna ánægju í því að drepa og pynta dýr og hefði í beinu framhaldi af því byrjað að drepa menn sér til enn meiri ánægju. Hægt að komast upp með morð Þegar skýrslan var birt í blaðinu fóru hjólin loksins að snúast. Maður að nafni Richard Fry hafði samband við lögregluna og sagðist eiga vin sem hann taldi að skýrslan ætti við. Vinurinn hét Tom Dillon og höfðu þeir félagar oft keyrt um á pallbfl, drekkandi bjór og skjótandi á skotmörk. Eitthvert sinn höfðu þeir komið að augljóslega sjúkum flæk- ingshundum sem Dillon hafði skot- „Lögreglan hófeftirlit með Dillon og varð meðal annars vitni að óhóflegri drykkju hans og skotgleði." ið og Fry hafði ekkert við það að at- huga, enda taldi hann hundana bet- ur setta dauða. Þegar Dillon aftur á móti hóf að skjóta hunda á förnum vegi varð Fry ekki um sel og benti vini sínum á að það væri rangt að skjóta gæludýr. Fry sagði enn frem- ur að Dillon hefði mikinn áhuga á fjöldamorðingjum og ræddi um þá af miklum eldmóði. Eitt kvöldið hafði Dillon skotið í áttina að bónda og taldi Fry þá skynsamlegast að slíta vinskapnum. Nokkrum árum síðar lágu leiðir þeirra saman aftur en Dillon sagðist þá hafa látið af vafasamri iðju sinni svo Fry taldi óhætt að hitta hann. Uppfrá því fór þó skotgleði Dillons að gera vart við sig á enn óhugnan- legri hátt. Hann hafði orð á því við Fry að það væri hægt að komast upp með morð með því að skjóta menn á veiðivöllunum því án ástæðu eða vitna gæti lögreglan ekkert gert. Öðru sinni spurði hann félaga sinn hvort hann héldi að hann hefði ein- hvern tímann myrt einhvem. Fry sagðist ekki halda það. „Það sannar að þú þekkir mig ekki mjög vel," sagði Dillon. Ógeðfelldur og iðrunarlaus karakter Þegar lögreglan fór að grafast fyrir um Dillon kom allt heim og saman við það sem Fry sagði og ljóst var að hér var um ógeðfelldan persónuleika að ræða. Lögreglan hóf eftirlit með Dillon og varð meðal annars vitni að óhóflegri drykkju hans og skotgleði. Þegar lögreglan týndi honum eitt sinn á eftirliti sínu gerðist það að fjöldi kúa var skotinn með krossboga. Kýrnar ýmist drápust eða þurftu að þola miklar þjáningar. í ljós kom að Dillon átti krossboga og með hjálp Fry var hægt að tengja örvarnar í kúunum við örvar Dillons. Þó það vantaði upp á sönnun- argögnin ákvað lögreglan fljótlega að handtaka Dillon. Fjölmiðlafárið sem fylgdi í kjölfarið skilaði sér í því að það gaf sig fram maður sem hafði keypt byssu af Dillon, en það var byssan sem hann hafði notað Jean Paxton MóðirJamies sætti sig ekki við að morðinginn gengi laus og hófað skrifa opinber bréftil morðingjans. til að drepa tvö af fórnarlömbum sínum. Dillon fór fyrir rétt, en áður en réttarhöldin hófust hringdi hann í útvarpsstöð og játaði á sig þrjú morðanna. Á endanum hlaut hann lífstíðarfangelsi og fyrsta möguleika á reynslulausn eftir 165 ár. Hann sýndi aldrei iðrun vegna gjörða sinna. Dillon á leið í réttarsal Vardæmdurl 165 ára fangelsi. Jean Paxton gaf út yfirlýsingu þar sem hún kallaði Dillon aumk- unarverða gungu. Daginn eftir fékk hún símhringingu frá Dillon þar sem hann sagði að ummæli hennar hefðu sært sig. „Það er það sem þú ert," sagði hún. Símtalið stóð yfir í klukkutíma og hvatti Jean Dillon til að snúa sér til guðs. „Ég hata þig ekki," sagði hún, „en ég get aldrei fyrirgefið þér.“ Dillon bað síðar yfirvöld um að senda sig ekki til Lucasville sem er afar harðsvírað fangelsi. Þegar Jean frétti af þessu hóf hún undir- skriftasöfnun fyrir því að hann yrði fluttur einmitt þangað og fékk yfir átta þúsund undirskriftir. Tom Dillon situr nú í Lucasville.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.