Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2005, Page 50

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2005, Page 50
50 LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 Helgarblað DV *Fyrirsætan Elísabet Thorlacius hef- ur vakið mikla athygli eftir að myndir birtust af henni naktri á forsíðu síðasta tímarits Bleikt og blátt. Elísabet sjálf segist ekkert skammast sín fyrir það sem hún hefur gert og fagnar því að tímarit- ið sé aftur orðið erótískt. Þegar Bleikt og blátt gaf út I sitt fyrsta tölublað nú fyrr í mán- uðinum varð forsíða blaðsins og innihald vægast sagt umdeilt umræðuefni í fjölmiðlum um land allt og eldhúskrókum hneykslaðra húsmæðra. Hæst heyrðist þó í femínistum sem þótti vegið að íslensku kvenní- myndinni og mótmæltu kven- réttindaskörungarnir því harð- lega á umræðuvefjum landsins að blaðið skuli vera selt á al- mennum sölustöðum svo sem matvöruverslunum og bensín- stöðvum. Olli mál þetta al- mennum usla meðal femínista og má geta þess að blaðið kom út á svipuðum tíma og kvenna- frídagurinn var haldinn hátíð- legur. Bleikt og Blátt orðið eró- tískt á ný „Ég horfði nú voðalega tak- markað til dæmis á umfjöllun- ina á Stöð 2 því mér fannst þetta einfaldlega asnaleg umfjöllun og alveg fáránlega mikið gert úr þessu,“ segir Elísabet aðspurð að því hvernig henni hefði fund- ist umijöllun fjölmiðla hafa ver- ið í málinu. „Þetta blað hefur verið til í mörg ár og oft verið grófara, til dæmis þegar Davíð Þór var með blaðið og mér finnst asnalegt hvað það er allt í einu verið að gera mikið mál úr þessu þegar konur hafa verið að sitja fyrir á erótískum myndum í Qölda ára. Ég meina, af hverju er þetta allt í einu orðið svona hræðilegt núna, femínistamir em að tapa sér yfir þessum myndum sem birtust af mér um daginn en oft hafa verið mun grófari myndir í þessu blaði!” El- ísabet vísar þarna í tímabil á ár- unum 1997-2001 þegar Davíð Þór Jónsson starfaði sem rit- stjóri tímaritsins Bleikt og blátt. Ekkert klám „Ég skammast mín ekkert fyrir þessar myndir og þetta er alls ekkert klámfengið eða þannig. Ég er bara mjög ánægð með myndirnar ogblaðið," seg- ir Elísabet sem er greinilega ekki hrædd við að sýna líkama sinn á forsíðum tímarita eins og Bleikt og blátt. „Eiga femínistar að fara að stjórna því hvernig blaðið er?? Mér þætti gaman að sjá hvernig erótískt tímarit undir þeirra stjórn liti út! Ég meina hvað er undir eðlilegum mörkum hjá þessum konum? Hvernig ætla þær að hafa öðru- vísi myndir í erótísku blaði?” Elísabet hafði ekki setið fyrir hjá Bleikt og blátt áður en hún mun eflaust ekki hafna því ef henni byðist slfkt tækifæri aft- ur. „Mér finnst þetta mjög flott- ar myndir og ekki dónalegar miðað við restina af blaðinu, sérstaklega erlendu myndirn- ar,“ segir Elísabet ennfremur. Hún hefur starfað í nokkur ár sem fyrirsæta og er á skrá hjá fyrirsætuskrifstofunni Mod- el.is. „Það er alltaf nóg að gera en þetta kemur í svona gusum, stundum er alveg brjálað og stundum lítið." Engin fórnarlömb Elísbet segir stóran þátt í - rökum feminista fyrir því að banna eigi Bleikt og blátt vera þau að stúlkur séu að fá mjög lítið eða ekkert borgað fyrir að sitja fyrir og séu jafnvel neydd- ar til að láta mynda sig á þenn- an hátt. „Það neyddi mig að sjálfsögðu engin í þetta og ég valdi það algjörlega sjálf að láta taka af mér þessar myndir. Þetta er mitt starf, ég vel hvaða verkefni ég tek og það er fárán- legt af fjölmiðlafólki að reyna að segja eitthvað annað,” segir Elísabet sem er greinilega mjög meðvituð úm starfsgreinina enda með áralanga reynslu af svipuðum myndatökum. brynjab@dv.is Pamela Andersson er sögð hafa eytt allri helginni innilokuð með Mark McGrath, sem er fyrrverandi söngvari Sugar Ray. Þau rétt skruppu út í búð til matarinnkaupa segja sjónavottar. Hún er greini- lega vaðandí i karlmönnum stúlk- an því hún hefur verið orðuð við hina ýmsu kauða, sinn fyrrverandi Tommy Lee, leikarann Stephen Dorff og sörfarann Kelly Slater undanfarið ár. En sílikonbomban kvartar yfir því að karlmenn gefast i Keira keyrir sig út Kvikmyndastjarn- , an Keira Knightley hefur sagst ætla að MEjJr taka sér verðskuld- myndaleikþvi JgfjH hun sé algjör- Æ&É lega utkeyrð. Stjarnan hefur verið við tökur á .■ framhalds- myndinni fcjm******™! Caribbean J™ back-to-back. a 1 Siðustu helgi Jjj & I vann ég 32 Jp myndina án þess að stoppa, helgina á und- an vann ég lika 32 stundirán þess að stoppa. Ég þarf virkilega á fríi að halda," segir hin 20 ára gamla leikkona. Pamela Anders- son komin með nýjan upp á arminn Nicole segist ekki í sambandi Nicole Kidman og Keith Urban verjast allra frétta af ástarsam- bandi sin í milli en meira að segja fréttafulltrúar þeirra bíða spenntir eftir að mega senda út tilkynningu af sambandinu. Ljósmyndir af ástr- alska parinu á rómantískri göngu hönd í hönd i miðborg Boston birt- ust í nýjasta tölublaði bandaríska tímaritsins People Magazine sem varð til þess að blaðamenn þrýsta á talsmenn Nicole að staðfesta sambandið. Kidman sást með það sem líktist grunsamlega trúlofun- arhring á fingrinum en fréttafull- trúi Urban ítrekar að parið sé ekki trúlofað. „Eins og er eru þetta bara sögusagnir. Þegar og ef það kemur staðfesting frá parinu, verður op- inber yfirlýsing," sagði fulltrúinn. er einu skærasta nýstirni heims til landsins natie Melua til íslands f Samkvæmt öruggum heimild- um blaðsins er nýstimið Katie Melua á leið til landsins. Áætlað er að söngkonan verði með tónleika í Laugardalshöll í mars. Katie er ein vinsælasta söngkona heims um þessar mundir og því um gleðitíð- indi að ræða fyrir íslenska tónlist- arunnendur. Katie þykir einhver helsti vonameisti popp- og djass- /.únlistar og hefitr þegar skipað sér í i röð söluhæstu söngkvenna heims. Þá hefur hún oftar en ekki verið nefndur arftaki Noruh Jones sem landsmenn er af góðu kunn. Lögin 9 million bycicles in pejing og Closest thing to crazyness hafa heldur betur slegið í gegn hér á landi og platan hennar er ein sú mest selda á landinu það sem af er ári. Iiklegt þykir að konur muni taka sig saman og fylla LaugardalshöUina ef af verður. sotmdv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.