Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2005, Page 54
54 LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005_________________________________________________________________________________________________________ Menning DV
Umsjón: Páll Baldvin Baldvinsson pbb^dv.is
Fullorðiö fólk í bíó
Kvikmynd Dags Kára Voksne Menn-
esket sem reif til sin fjórar Eddur um
siðustu helgi gekk ekkert of vel |
þegar hún var hér í bíói siðasta sum-
ar. Nu gefst mönnum kostur áað sjá
hana en vegna fjölda áskoranna wmt*'- %
verður hún sýnd í Háskólabíói um Wt
helgina og næstu viku. Hún fékk . 1
verðlaun sem besta mynd með
besta leikstjóra eftir besta leikstjóra |
með bestu tónlist. Sýningartímar
verða auglýstir nánar i blöðunum.
Lára Stefánsdóttir frumsýnir tvö ný dansverk í kvöld sem bæði eru útrásarverk-
efni og staldra stutt við á íslenskum sviðum en lifa lengur í Japan og á Bretlandi.
Norður-
Þingað á þriðju-
dag um framtíð
óperunnar
Á þriöjudag, 22. nóvember,
efnir íslenska óperan til mál-
þings um framtíð íslensku óper-
unnar í tilefni af nýjum þjón-
ustusamningi við ríkið fyrir árin
2006-2009. Þá er annar hvati að
^binginu ásetningur Gunnars I.
Birgirsson bæjarstjóri í Kópavogi
um byggingu óperuhúss á Borg-
arholtinu í Kópavogi.
Skoðanir hafa verið skiptar
um áherslur og leiðir í starfsemi
íslensku óperunnar frá því hún
var stofnuð og því er eðlilegt að
ræða málin opinskátt þegar nýr
þjónustusamningur tekur gildi.
Verði hugmyndin um óperuhús
að veruleika mun það gjörbreyta
aðstöðu til flutnings á óperurn
og söngleikjum í landinu. Bygg-
ing óperuhúss kallar jafnffamt á
^að mikilvægar ákvarðanír um
starfrækslu Islensku óperunnar í
framtíðinni séu teknar nú.
Málþingið er opið öllum
áhugamönnum um óperulist á
íslandi: það hefst kl. 9 með
ávarpi Jóns Ásbergssonar sem er
stjórnarformaður íslensku óper-
unnar, Tómas H. Heiðar, for-
maður Vinafélags óperunnar,
íjallar um hlutverk félagsins og
húsnæðismál Óperunnar.
Bjarni Daníelsson, óperu-
stjóri, talar um stöðu og framtíð
óperunnar, Felix Bergsson,
^stofnandi leikhópsins Á senunni,
talar um aðstöðu til söngleikja-
halds á íslandi. Pálín Dögg
Helgadóttir starfsmaður mark-
aðs og söludeildar íslandsbanka,
talar um samspil atvinnulífs og
menningar. Gunnar I. Birgisson,
bæjarstjóri í Kópavogi, gerir
grein fýrir hugmyndum sínum
um byggingu á húsi fyrir ís-
-'lensku óperuna í Kópavogi.
Bjarki Valtýsson, doktorsnemi
við Háskólann f Hróarskeldu,
ljallarum stöðu óperulistarinnar
í menningarsamfélagi íslands.
Síðan verður opnað fyrir mæl-
endaskrá og
stýrir Jón Ás- „
bergsson ;f
umræðum.
Stefnt er að
því að þing-
; inu ljúki um
hádegi.
Gunnar Birgis-1
son Vill reisa
óperunni húsl
Kópavogi.
■ ’ :
í Von renna saman draumur og veruleiki í
flæði mynda. Huglægar líkamsmyndir, veraldleg
tónlist og líðandi kvikmynd, innblásið af orðum
Árna Ibsen rithöfundar; „Sumir deyja af draum-
um. Þeir steypa sér í þá blindaðir af birtu þeirra.
En draumar veita ekki viðnám. Ef dreymandinn
veitir ekki viðnám sjálfur fellur hann gegnum
drauminn - til dauðs. í draumum er vaka ein
heild...."
Upphaflega ætlaði Lára að eiga öðruvísi sam-
starf við Árna og hann að semja sögu fyrir dans,
en vegna veikinda Árna voru þau áform lögð á
hilluna, en Lára snéri sér þá að ljóðabókum hans
og fann þar efni sem rímaði við hennar pæling-
ar, einkum í ljóðabók hans Úr hnefa.
Samsettur hópur
Verkið er borið uppi af sex dönsurum, þeir
eru; Saga Sigurðardóttir og Hannes Egilsson,
ungir dansarar sem um þessar mundir þreifa
fyrir sér á erlendum vettvangi, Saga í Hollandi
&
| Ingibjörg
I Björnsdóttir
J og Sverrir
| Guðjónsson
I í hlutverkum
Isínum íVon.
Á
og Hannes í Englandi. Ingibjörg
Björnsdóttir og Sverrir Guðjóns-
son sem bæði eru þekktari af
öðru, Ingibjörg sem dansari og
síðar dansahöfundur og loks
sem skólastjóri Listdansskóla ís-
lands til margra ára en Sverrir sem
söngvari og sérfræðngur í Alexander
tækni. Vicente Sancho kemur frá
Spáni en hans bakland er úr dansandi
heimi látbragðsins. Lára Stefánsdóttir
semur verkið en tekur jafnframt þátt í
flutningi þess.
Æft í kirkju
Hönnuður kvikmynda í dansverkinu
Von er Kristín Eva Þórhallsdóttir, tónlist
eftir Guðna Franzson en um lýsingu sér
Jóhann B. Pálmason. Verkið hefur að
stærstum hluta verið unnið í London
undanfarna mánuði, þar sem Lára hefur
stundað framhaldsnám og verður Von
sýnd þar í febrúar á næsta ári. Hún er að
taka þar meistarapróf í dansfræði við
háskólann í Middlesex og verður Von
sýnd með tilstyrk skólans. Þar hefur ver-
ið æft í kirkju en löngum hafa kirkjur
verið notaðar sem æfingasalir í London.
ivm.
ím.
■
m
Til Japan
Áróra Bórealis - brot úr nýju verki á görnium
merg, verður einnig fhrmsýnt í Óperunni samhiliða
Von. Þetta er hiuti af efnisskrá sem fara mun til
Japans í lok nóvember, til sýninga í sextán þar-
■ lendum borgum í boði þeirra. Dagskráin er sett
saman af Sverri Guðjónsyni en Japanir hafa boðið
til sín eyjabúum með menningardagskrár. Annast
menntamálaráðuneytið verkefitið hér heima.
Sönghópurinn Voces Thules er í fararbroddi
en einnig koma fram Marta Halldórsdóttir söng-
kona, örn Magnússon pfanóleikari, fvar Örn
Sverrisson og Lovísa Ósk Gunnarsdóttir dansar-
ar auk Láru Stefánsdóttur og Guðna Franzsonar.
Sönglistin er í forgrunni, fslensk miðaldatónlist
en einnig verk eftir Jón Leifs, Guðna og fleiri.
Tunglið tunglið
Lára hefur samið dansa við kafla í verkinu.
Búningar og svið eru verk Elínar Eddu Árnadótt-
ur, en kvikmynd unnin af Aurora Experience.
Tunglið er yfirskrift þáttarins sem verður sýndur
í Óperunni, með áherslu á trú, stríð og náttúru.
Von er samstarfsverkefni Pars Pro Toto og fs-
lensku Óperunnar, stutt af Leiklistarráði íslands.
Áróra Bórealis er hópverkefni Bórealis Ensemble
undir stjórn Sverris Guðjónssonar. Verkin verða
frumsýnd í Óperunni í kvöld kl. 20 en síðari sýn-
ingin er á morgun sunnudag, kl. 17.
■i