Freyr - 01.09.1954, Side 3
XLIX. ARGANGUR NR. 17-18
REYKJAVÍK, SEPTEMBER 1954.
SVEINBJÖRN JÓNSSON:
MINNI 'SVEITANNA
Flutt á fyrsta bændadag Snæfellinga 24. júní, 1953.
Heiðruðu tilheyrendur!
Kœru ðœndadagsmenn og konur!
„Á sælum sumarkvöldum,
er sveitin glóir öll,
og leikur ljós á öldum
og logagyllir fjöll.
Og hljóður hvíslar blærinn
um helgan frið og ró,
l>á er það bóndabcerinn,
sem ber aj öllu þó.“
í þessum ljóðlínum felst það, sem ég vildi
tala við ykkur hér í dag. Mörg skáld hafa
játað aðdáun sína og ást á sveitinni og
sveitalífinu í ljóðum, litum og lögum. Ým-
ist er þar átt við landið í heild sinni eða
einstaka landshluta, eða jafnvel bara blett-
inn í kringum bæinn heima. Og þá er það
oftast vorið í sveitinni, sem yrkisefni verð-
ur. Vorilmur náttúrunnar í sveitinni hefir
heillað og laðað menn og konur frá fyrstu
tíð, og gjarnast þá mest, sem víðast fara,
því þrátt fyrir útþrá og ævintýralöngun
æskuáranna leynist þó, í og með, sterk þrá
til heimahaga.
„Römm er sú taug, er rekka dregur föður-
túna til.“
Og þeir sem heima sitja tengjast svo
sterkum böndum við heimahagana, að ætt-
jarðarástin verður mörgum eins og Ekkj-
unni við ána hjá Guðm. Friðjónssyni.
„Hún elskaði ekki landið, en aðeins þennan
blett....“
Það er leikvöllur bernsku og þroskaár-
anna, sem hugann heillar fyrst og fremst.
Enda þótt nýtt umhverfi veiti mörgum
manninum góða og hamingjusama daga, þá
endast þessi mjúku tengsl við fornar slóð-
ir oft vel og lengi, og veita ljósi og yl á lífs-
brautina. —
Sveitalífið er í aðalatriðum svipað hvar á
landi sem er. Þessvegna eiga menn hægra