Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1954, Blaðsíða 8

Freyr - 01.09.1954, Blaðsíða 8
260 FREYR Ég ætla að gera Jóni það til gamans að setj a hér tölur úr búnaðarskýrslunum. Kjötframleiðslan eftir fóðraða sauðkind á landinu var 1934 10,2 kíló 1949 15,0 — 1950 14,6 — 1951 14,4 — Það er með öðrum orðum nálega 50% hækkun á 20 árum eða síðan 1934. Þetta er meiri árangur en beztu naut- griparæktarfélögin geta sýnt á sama tíma, hvað þá hin, sem ver eru rekin. Svo kemur Jón í Yztafelli og segir, að eng- inn árangur hafi náðst í kynbótum sauð- fjárins. Mig undrar það ekki, að honum gremjist að ég voga mér að kalla þetta stað- leysu. 6. „Helgi hneykslast á því, að ég tel að enginn íslenzkur sauðfjárræktarmaður viti hvernig sauðfé á að vera skapað til þess að gefa miklar afurðir. Hverjum manni ætti að vera Ijóst, að þessa vitneskiu er ekki hægt að fá nema með samanburði og rann- sóknum. Slíkt hefir ekki verið gert.“ Hér er Jón með sömu fjarstæðuna og í fyrstu grein sinni. Aðeins þeir, sem ekkert vit hafa á sauðfé, geta verið honum sam- mála um betta. Allir aðrir vita mæta vel, að flesta eðlis- kosti kinda má sjá á vaxtarlagi þeirra, holdafari, vænleika og svipmóti. Tvö mikil- væg atriði, miólkurlagið og frjósemi, er þó ekki hægt að siá á útliti kindanna og ekki heldur ríkiandi erfðagalla, svo sem van- skapnað og fleira. Nú á síðari árum aflar fiöldi bænda sér upplýsinga um þessi atriði með skýrslu- haldi, en áður fyrr, og ýmsir enn í dag, með eftirtekt einni saman. Allir athugulir fiárbændur vita, að væn lömb eru að öðru jöfnu undan góðum miólkurám, en rýr lömb undan stritlum og tvílembingar eru af frjósamari ættum en einlembingar. Þetta hafa beir notfært sér við fiárvalið, samhliða útlitsdómum, með ágætum árangri. Jón virðist ekki vita, að í mörgum sveit- um bessa lands hafa starfað um skeið og starfa nú sauðfjárræktarfélög einmitt til þess að afla sem fyllstra upplýsinga um bæði sýnilega og dulda eiginleika fjárins og skrásetja það til þess að forða því frá gleymsku. Hefir Jón ekki unniö að stofnun slíks fé- lagsskapar í sinni sveit? 7. „Ég er sammála Helga, að Sigurgeir á Helluvaði var fyrirmyndar maður. En hann hafði ekki þessa blindu trú Jóns á Laxa- mýri og Helga Hrunamanns.“ Þá hefir Jón alveg runnið með það, að sauðfjárrækt Þingeyinga hafi engan árang- ur borið. Mikið var. En hann vogar sér að segja, að ég hafi aðra trú á þingeyzku sauð- fé en Sigurgeir á Helluvaði, þegar ég lýsti því beinlínis yfir, að ég hefði farið alveg eftir hans ráðum og gefizt það ágætlega í meira en 30 ár. Þetta er ein staðleysan til viðbótar hjá Jóni og má um það segja, að „ekki munar um einn kepp í sláturtíðinni.” 8. „Helgi lýkur grein sinni með því að segja, að ég trúi á staðleysur. Mér gremst þetta orðbragð.11 Þessu þarf ég engu að svara, því að ég hefi sýnt það svart á hvítu, að þetta er satt. En með hvaða rétti er það sagt síðast í grein Jóns, að ég vilji ekki leita nýrra staðreynda í sauðfjárræktinni? Þó að ég hafi ekki gert mikið í þeirri grein um dagana og stórum minna en ég hefði viljað, þá efast ég um, að Jón í Yzta- felli hafi nokkurn rétt til þess að bregða mér um slíkt. Vona ég svo, að Jón hafi gaman af þess- ari grein minni eins og hinni og ofurlítið gagn líka, þannig, að þegar hann þarf næst að slá um sig á ritvellinum og skrifar um landbúnað, þá kasti hann ekki fram órök- studdum fullyrðingum, sem eru þannig, að hver einasti búandkarl á íslandi geti rekið hann á stampinn. * * * Þá er það nú kunningi minn, Arnór Sig- urjónsson. Hann segir, að ég hafi farið um sig heldur illum orðum. Mér fannst að ég hrósaði honum fyrir það í grein hans, sem hrósvert var. En ég finn að því, sem mér lík- ar illa og geri mér að því engan mannamun, og mér gramdist alvarlega við hann út af þessum þvættingi um þingeyzkt sauðfé. Mér

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.