Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1954, Síða 9

Freyr - 01.09.1954, Síða 9
FRE YR 261 er það vel við þetta fé, eftir langa kynningu og góöa, að ég þegi ekki þegar á það er ráð- ist með jafn miklum strákskap og fólsku og gert er í klausu Björgvins, og Arnór heimsk- ar sig á að prenta upp eftir honum. Arnór byrjar með að segja, að örin, sem ég sendi honum, hafi misst marks. Það stóð nú aldrei til, að hún væri banvæn, en samt liggur það í grun mínum, að hann hafi svið- ið ögn undan henni, og það átti hann skilið, enda sýnir viðbragðið, sem hann hefir tek- ið, að heyrt hefir hann hvin örvarinnar. Hann þarf langa grein til þess að svara tveimur stuttum setningum frá mér. Arnór ætlar að bjarga sér á því, að hann vitni í skrifaðar heimildir, en það gerði gamla Gróa ekki. Ég læt mér nú í léttu rúmi liggja, þó að kommúnistablöðin birti bull eftir Björgvin i Garði, hvort sem það er um sauðfé eða annað, því hvorki þau eða hann tek ég al- varlega. En þegar sá maður, sem er ritstjóri Á r- bókar Landbúnaðarins, fer að stæra sig af því, að hann sæki þangað heim- ildir til þess að birta í Árbókinni, þá finnst mér nú, að þau séu farin að tíðkast hin breiðu spjótin. Ég álít Árbókina það virðu- legt tímarit og ritstjórann það merkan mann, að þar sé enginn vettvangur fyrir strákskap og bull. Svo er eitt í þessu sam- bandi, sem ég alls ekki skil og það er þetta: Arnór Sigurjónsson er borinn og barnfædd- ur Þingeyingur, og eftir skrifum hans að dæma hefir hann fylgzt vel með öllu við- komandi sauðfénu frá barnæsku og haft gaman af sauðfé. Hvernig má það þá ske, að hann þurfi að vitna í álíka fugl og Björg- vin i Garði um þessa hluti? Hefði hann ver- ið fæddur norður á Hornströndum eða á Suðurlandi var eðlilegt, að hann færi að vitna í Þingeying, þegar rætt var um þetta. Mér finnst því liggja beinast við að taka þetta þannig, að hann vilji koma að ó- hróðri um féð, en kjósi samt fremur að bera annan fyrir því og látast svo hvergi nærri koma. Menn geta svo dæmt um, hverjum þessi aðferð er líkust. Ef Arnór vill halda þessum umræðum áfram, þá er bezt fyrir hann að stein- hætta þessum kjaftakerlingastíl og segja sitt álit á þingeyzku sauðfé, því það er hon- um auðvelt. Þori hann að gera orð Björg- vins í Garði að sínum, þá er ég til viðtals um þá hluti, því að ekki er hægt annaö en taka Arnór Sigurjónsson alvarlega. Helzt má skilja það á Arnóri, að hann láti þetta í Árbókina af umhyggju fyrir Sunn- lendingum, svo að þeir verði ekki fyrir von- brigðum af nýkeypta fénu. Mikil er sú um- hyggja og það er víst alveg öruggt, að ef einhver maður á Suðurlandi er svo heimsk- ur, að hann trúi einu orði af þessu kjaftæði Björgvins, að sá hinn sami verður ekki fyr- ir vonbrigðum. Það er nú stutt reynsla af fénu ennþá. Tvævetlurnar eru samt búnar að bera og því vita allir fjármenn talsvert um, hvað þeir hafa á hendinni. Ég er nú ekki svo kunnugur, að ég hafi heildaryfirlit yfir þetta, en ég veit nokk- uð, hvað gerzt hefir í minni sveit, Hruna- mannahreppi, og það vill svo vel til, að allt féð í þessari sveit, að 9 kindum undanskild- um, er frá Björgvin í Garði og sveitungum hans, Mývetningum. Bezt veit ég um mína reynslu og hún er þessi: Ég átti 33 tvæ- vetlur og rúmlega helmingur af þeim var með lömbum síðastliðið sumar. Þessar ær voru allar vigtaðar í votta viðurvist 2. maí í vor og voru rúmlega 75 kg til jafnaðar. Þessar 33 ær báru allar á 16 dögum og áttu rétt 60 lömb. Ég þurfti ekki að hjálpa einu einasta lambi á spena, hvað þá meira. Svona útkomu á tvævetluhóp hefi ég aldrei þekkt, og ekki neitt svipað, þau 50 ár, sem ég hefi fengizt við fjárgeymslu. Svipuð er sagan víða og tvö dæmi veit ég þess, að lömb eru helmingi fleiri en ærnar, en þar er um fáar ær að ræða, eða innan við 20. Svo ætlar Arnór Sigurjónsson að læða því inn hjá mönnum, eftir góðum heimildum, er hann telur frá bónda í Mývatnssveit, að þetta sé versta fé, sem til er á landinu og eigi sér aldrei uppreisnar von sakir úr- kynjunar og galla. Þó að Arnór sé maður tungumjúkur, þá er hann þarna kominn í ófæru. Samt má enginn taka orð mín svo, að L

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.