Freyr

Volume

Freyr - 01.09.1954, Page 10

Freyr - 01.09.1954, Page 10
262 FRE YR ég álíti þetta alveg gallalaust fé, enda má nú margt á milli vera, svo að ekki sé hægt að drepa niður fingri á alla kindina enda á milli, án þess að koma niður á galla. Mest af grein Arnórs er svo varnarræða vegna Björgvins í Garði. Hann telur mig helzt hafa rænt hann öllu mannorði. Ég lét nú aðeins prenta sömu grein eftir hon- um og Arnóri, svo að það er spurning, hvor okkar er sekari, ef um sekt er að ræða. Svo voru aðeins tvær stuttar setningar, sem ég bætti við útaf ummælum Arnórs, að Björg- vin væri einn af beztu fjármönnum Þing- eyinga. Til þess að menn geti áttað sig á þeim, skal sagt hér, að þær voru þannig: „Mikið mannval hlýtur að vera í þeirri sýslu, þar sem maður, er annað eins læt- ur frá sér á prenti, er með þeim beztu. Mér kæmi fremur til hugar, að hann væri meira en lítið geggjaður.“ Nú sér hver maður, að þessi ummæli mín eru einvörðungu miðuð við klausuna, sem birtist í Árbókinni. Þó að Arnór þykist ekki skilja þetta, þá held ég, að hann hafi einhverntíma átt að glíma við grautarlega setningu, að minnsta kosti á meðan hann var kennari. Ef Arnór vildi nú haga sér eins og heiðar- legur maður í blaðadeilu, var sjálfsagt að taka mig á orðinu, birta grein Björgvins lið fyrir lið og sanna réttmæti hennar. Þá stæði ég skömminni íklæddur. Þetta þorir hann ekki, flýr af hólmi og fer að ræða um hrútakaup Björgvins og lætur skína í það, að þeirra vegna detti mér í hug að hann sé geggjaður. Nei! Þetta er ekki hægt, þetta eru rök- þrot. Annars er það mjög fjarri mér að vilja gera vitsmuni Björgvins að blaðamáli. Arnór Sigurjónsson hefir líka auglýst svo rækilega stórflónsku þessa manns með því, sem prentað var í Árbókinni, að ég hefi þar engu við að bæta. En þar sem Arnór segir síðast, að ég vilji helzt ræna Björgvin öllum fjármannsheiðri, þá er mér það algerlega óskiljanlegur hugs- unargangur. Ég skora á Arnór að benda á einn einasta stafkrók eftir mig, þar sem á þetta er minnzt einu orði, og ef Arnór hefir gaman af, þá má hann halda áfram að tala um þá hluti við sjálfan sig. Mig gæti held- ur aldrei hent sú óvizka að skrifa ámóta níð um fjármennsku Björgvins í Garði eins og hann lætur sér sæma að skrifa um fjár- mennsku sveitunga sinna og sýslunga. Það er helzt að skilja á Arnóri, að Björg- vin hafi einkaleyfi til þess að skrifa níð um aðra, en við honum sjálfum megi ekki hreyfa og Björgvin veit sjálfur, að það er hættuminna að bera út óhróður um sauð- fé en menn. Saklaus sauðkindin getur ekki farið í mál við hann og látið dæma um- mælin dauð og ómerk. Að endingu kemur Arnór svo með máls- bætur fyrir mig og segir: „Þá sanngirni vil ég sýna Helga á Hrafn- kelsstöðum að viðurkenna skilyrðislaust, að mér þykir hann bæta mjög fyrir sér, er hann lætur prenta hlið við hlið ummæli Bj örgvins um þingeyzkt fé og Halldórs Páls- sonar um Helluvaðsfé." Óþarft mun að taka fram, að ekki eru þessar lýsingar af ná- kvæmlega sama fénu. Björgvin lýsir þing- eyzku fé af lakasta tagi, Halldór fegursta fé, sem lagð hefir borið í Þingeyjarsýslu, a.m.k. að því er ég veit bezt.“ Um þetta er nú fyrst það að segja, að ég hefi ekki svo slæman málstað, að ég þurfi að halla réttu máli, enda kemur mér það ekki til hugar. En eins vildi ég spyrja Arn- ór og það er þetta: Þegar Björgvin talar um þingeyzkt fé skýringarlaust,hvernig er hægt að vita, að átt sé við verzta féð í Þingeyjar- sýslu? Hvernig stafar Arnór orðið, þegar hann á við bezta féð? Ekki er nú málstaðurinn góður, þegar jafn slyngur maður og Arnór Sigurjónsson lendir í svona rökþrot. Til viðbótar við alla umhyggju Arnórs fyrir okkur Sunnlendingum, í sambandi við sauðfjárræktina, óskar hann okkur þess, að við mættum eignast sem flesta menn líka Björgvin í Garði. Þetta er sjálfsagt vel mælt og viturlega. Samt ætla ég nú að svara honum með sömu orðum og Gunnlaugur Ormstunga svaraði bæn Eiríks jarls Há- konarsonar forðum: Bið þú okkur Sunn- lendingum engra óbæna, en bið þú heldur sjálfum þér hagkvæmrar bænar, þeirrar,

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.