Freyr - 01.09.1954, Side 16
268
FREYR
um jarðvinnslu- og ræktunaraðferðum.
Undirritaður telur, að magister Sturla
Friðriksson hafi sýnt mikla hugkvæmni og
glöggskyggni við skipulagningu og fram-
kvæmd þessara rannsókna, enda þótt
hann sennilega hafi að einhverju notið er-
lendra fyrirmynda um þau atriði. Þess er
ekki neinn kostur hér að lýsa vinnuaðferð-
um Sturlu við rannsóknir á kalskilyrðum,
enda naumast vettvangur til þess í tíma-
ritsgrein.
Sumrin 1951—1952 voru rannsakaðar 288
sléttur í þrem landshlutum: Suðurlandi,
Suðvesturlandi og Norðurlandi. Kom í ljós,
að mjög voru kalskemmdirnar mismiklar
eftir byggðarlögum. Sunnanlands virtist
kalið mest í Árnessýslu, á Suðvesturlandi í
nágrenni Reykjavíkur og á Norðurlandi
varð Norður-Þingeyjarsýsla einna verst úti.
Kalrannsóknirnar leiddu í ljós, að atriði
eins og hœð staða yfir sjón, halli landsins,
hallastefna, yfirborð túns, jarövegur, raki,
rœsing landsins, hæð grunnvatns, aburður,
dreifingartimi áburðar, sláttutími, beit og
gróðurfar í túnum og grasfrœtegundir í út-
sœðisblöndum geta öll komið meira og
minna við sögu, þar sem land kelur.
Mest virðist kalhættan, þegar komið er
yfir 110 m. yfir sjó, en á belti frá 110 m
hæð niður í 70 m virðist vera lítið um kal.
Einmitt í þessu belti eru margar góðsveit-
ir landsins.
Hallaminnstu túnin kelur mest, en tún-
um, sem hallar til norðurs og austurs, er
hættara en túnum með öðrum hallastefn-
um. Slétt tún kelur meira en þau hólóttu.
Nýræktir, er ræktaðar hafa verið upp úr
mýrum og mögrum lyngmóum, hafa orðið
stórum verr úti en valllendi og sandjörð.
Þar sem land er rakt og meðalrakt, ber
mun meira á kali en á þurru landi og vel
ræstu. Að því er varðar dýpt að yfirborði
jarðvatns, kelur meir þar sem skemmst er
niður á grunnvatnið, einkum norðanlands.
Af línuritum og niðurstöðum rannsókn-
anna virðist mega ráða, að áburður geti
haft nokkur áhrif á frostþol jurta. Þannig
virðist köfnunarefnisáburður draga úr
frostþolinu, ef hann er borinn á einn sam-
an, en vænlegra sé að bera á fosfór eða
köfnunarefni saman, eða eingöngu fosfór.
Af húsdýraáburði virðist hrossatað einna
helzt auka frostþolið, en á hinn bóginn
virðist mikil notkun kúamykju geta stuðl-
að að kali. Haustdreifing húsdýraáburðar
virðist betri fyrir kalþol túna en vordreif-
ing, og síðslegnar sléttur verða verr úti en
snemmslegnar. Það er talið nokkrum vafa
undirorpið, hvort áhrif beitartíma á kal-
myndun séu nokkur að ráði, en einna helzt
er það vetrar- og vorbeit, er virðist geta
valdið auknum kalskemmdum. Af rann-
sóknunum má ráða, að hrossabeit hefir mest
áhrif á kalmyndun, en einnig beit naut-
penings nokkuð.
Hvaða grastegundir þola kalið bezt?
Um gróðurfar miskalinna sléttna er það
að segja, að yfirleitt virðast tegundirnar
vallarfoxgras, vallarsveifgras, skriðlingresi,
túnvingull, háliðagras og snarrót vera frost-
þolnastar og kemur það heim við fyrri
reynslu manna, en hávingull, axhnoðapunt-
ur og rýgresi eru lingerðar.
Margir hafa viljað kenna að einhverju
leyti notkun erlends grasfræs og tegunda-
vali og hlutföllum í útsæðisblöndum um kal
síðari ára. Rannsóknir Sturlu Friðrikssonar
virðast að nokkru staðfesta þessa skoðun.
í grasfræblöndur síðari ára hefur vantað
háliðagras og skriðlingresi, sem eru frost-
þolnar jurtir. Gæti skortur á þeim hafa
aukið kalhættuna. Sáðsléttur kól meir en
græðisléttur og nýjar sáðsléttur meir en
gamlar.
Hvaða leiðir eru til þess að koma í veg
fyrir kal?
Um veðurfarið sjálft ráða menn engu.
Bent er þó á það í bæklingnum, að skjól-
belti gætu e. t. v. skapað túngróðri hagfelld-
ari skilyrði. Höfundur leggur á ráð um,
hvaða úrræði séu helzt til varnar gegn kali.
Kemur þar t. d. til greina val túnstæða.
Menn ættu síður að taka það land til rækt-
unar, er hallar til norðurs eða austurs, ef
annars er völ. Mýra- og leirjarðvegur er
óheppilegri til ræktunar, vegna kalhættu,
en annar jarðvegur; þó má draga úr þess-
um galla mýrajarðvegs með því að blanda
hann sandi.