Freyr

Volume

Freyr - 01.09.1954, Page 18

Freyr - 01.09.1954, Page 18
270 FREYR PÁLL SVEINSSON: Ræktun nytjajurta á íslandi Eitt mesta hagsmuna- og framfaramál landbúnaðarins er aS fá úr því skorið, hvaða nytjajurtir beri að leggja mesta áherzlu á að rækta á íslandi. Undanfarið hefur mikið verið rætt um innflutning trjáplantna frá Alaska og Noregi, sem eiga að skila árangri eftir 100—-150 ár. Það er álitið að þessar plöntur hljóti að vaxa hér á landi, af því að þær gera það í fyrrnefndum löndum, þrátt fyrir það þó veðurfarið sé gerólíkt. Nú er það enginn vísdómur, að ræktun gróð- urs er að mestu háð veðurfari, og er því ekki að undra, þótt árangurinn með rækt- unartilraunir innfluttra trjáplantna á unddanförnum árum hafi orðið á annan veg, en menn væntu og vegna ólíkra veður- skilyrða hér, valdið nokkrum vonbrigðum. Við, sem höfum ferðast um Alaska, vitum það ofurvel, að veðurfar í þessum löndum á ekki saman nema nafnið, sem gerir það að verkum, að gróður í fyrr nefndum löndum hefðu fengizt, ef fjöldi athugana hefði ver- ið meiri, enda tekur höfundur sjálfur fram í niðurlagsorðum, að hér sé ekki um ein- hlýtar niðurstöður að ræða, heldur framlag til úrlausnar á kalvandamálinu. Skýrslan er stórfróðleg og rituð á vönd- uðu máli. Hún bendir til þess, að höfundur hennar eigi til að bera þá eiginleika, sem hverjum góðum vísindamanni eru nauðsyn- legir, en það er skörp hugsun, samvizku- semi, gagnrýni, en þó varkárni í ályktunum. Sturla Friðriksson á miklar þakkir skyld- ar fyrir þetta framlag til íslenzkra búvís- inda. Undirritaður vill eindregið benda öll- um þeim, sem við kalvandamálið eiga að stríða, að útvega sér þetta rit og lesa það vandlega. Það fæst hjá Búnaðardeild At- vinnudeildar Háskólans og kostar 10 kr. J. J. D. verður ekki fyrir þeim skakkaföllum, sem við verðum að viðurkenna, að eiga sér stað hér á landi. Af norsku furunni t. d., sem mjög mikið hefur verið flutt inn af á seinni árum og gróðursett hefur verið á ýmsum stöðum hér á landi, fyrirfinnast ekki 25— 100% að ári liðnu frá gróðursetningu, þrátt fyrir það að íslenzku björkinni hafi verið falið að hjúkra furunni. Hitastig þessara þriggja landa, (það er Alaska, íslands og Noregs), er að vísu því sem næst hið sama, þegar tekið er meðaltal allt árið. En eigi að síður er veðurfarið gjörólíkt. Hinn mikli munur á veðurfari gerir það að verkum, að t. d. hin miklu vanhöld hafa átt sér stað hér á landi, með gróðursetningu norsku furunnar, sem eru nær óþekkt í Noregi. Af þessari ástæðu skoraði skógræktarstjórinn á Reykvíkinga á síðastliðnu hausti að festa kaup á vínberjakútunum, í þeim tilgangi að hvolfa þeim yfir sitkagrenið í görðum sínum, það, er inn var flutt frá Alaska. Ekki megum við heldur gleyma því, að hér á að vera um að ræða eina aðal trjátegundina í væntanlegum nytjaskógum íslendinga. Og svo er því haldið fram að gróðrarskil- yrði fslands séu hin sömu og í þessum löndum. Hið sanna er, að það er óþekkt fyrirbrigði i þessum löndum (Alaska og Noregi), að t. d. einn góðan morgun í marz eða aprílmánuði, sé 5—8 stiga hiti, um miðjan dag er komin ísing, en að kvöldi hins sama dags er kominn norðan strekk- ingur með 8-10 st. frosti, og það eftir mán- aðar hlýindi, þegar gróður, grös og tré eru að lifna eða lifnuð, sem að vori væri. Vetr- arríkið (snjórinn), sem hylur beztu skóg- arlönd Noregs allan veturinn, er miklu betra fyrir allan gróður, en umhleypingar hins íslenzka vetrarveðurfars. Gróður íslands takmarkast fyrst og fremst af þeim skil- yrðum, sem íslenzka veðurfarið hefur upp

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.