Freyr - 01.09.1954, Blaðsíða 19
FREYR
271
á að bjóða, og á það auðvitað við um trjá-
plönturækt sem annan gróður.
Næstum öll jarðrækt á íslandi, frá því
eða fyrir þann tíma er Njálssynir á Berg-
þórshvoli óku skarni á hóla, hefur verið
túnrækt (grasrækt). Allt fram undir síð-
ustu aldamót var túnræktin fólgin í því að
bera búfjáráburð á nokkurnveginn þurrt
valllendi frá náttúrunnar hendi. Þá réði
mestu um túnræktina, hvað til var af þurru
valllendi heima við bæina og hvað mikill
búfjáráburður til féllst á hverju býli.
Fyrir og um síðustu aldamót ruddi þak-
slétturæktin sér til rúms hér á landi og
brátt fór í vöxt að ræsa fram land til tún-
ræktar, og síðan hóf sáðsléttu-aðferðin
innreið sína í landið í vaxandi mæli.
Síðan tilbúinn áburður fór að flytjast til
landsins,hafa skapazt miklir möguleikar til
stóraukinnar túnræktar hér á landi. Þessir
möguleikar hafa aukizt verulega með bygg-
ingu áburðarverksmiðjunnar. Áhugi hins
opinbera og bænda almennt hefur til þessa
fyrst og framst beinzt að mýrarjarðvegi til
túnræktar. Af efnagreiningum, sem gerðar
voru af íslenzkum mýrarjarðvegi, mátti bú-
ast við, að þar væru mestu gósenlönd til
túnræktar, með því að þau jurtanærandi
efni, sem þar virtust vera til staðar, losn-
uðu úr læðingi og gætu nært túngrösin.
Túnræktin á mýrunum hefur gengið mis-
jafnlega enn sem komið er, en út í það skal
ekki farið hér. Þó er rétt að geta þess, sem
kunnugt má þó vera, að bæði framræsla
og jarðvinnsla mýranna hefur verið og er
mjög kostnaðarsöm.
Brautryðjendastarf Sandgræðslu íslands
undir forustu hins ötula baráttumanns
Gunnlaugs Kristmundssonar sandgræðslu-
stjóra, miðaðist fyrst og fremst að heftingu
sandfoks eins og landsmönnum er kunn-
ugt. Þetta hefur tekizt á þeim svæðum,
sem girt hafa verið.
Þegar Runólfur Sveinsson tók við Sand-
græðslustarfinu, árið 1947, urðu þáttaskil
á sviði sandgræðslumálanna. Auk þess, sem
hann lagði aðal kapp á að hefta sandfokið,
hófust nú all víðtækar tilraunir í Gunnars-
holti. Þar er fyrst að nefna grastegunda-
val, áburðarnotkun og á hvern hátt við
eigum að nytja verndargróðurinn, grösin,
sem geta breytt svörtum og snauðum sönd-
um og melum okkar í græna, grasi gróna
akra og það á tveim til þrem mánuðum.
Þeim grastegundum, sem bezt hafa
reynzt hér í Gunnarsholti, hefur ýmist
verið sáð einum sér í sandinn, eða í fræ-
blöndu, og er það mjög athyglisvert, að öll
beztu grösin hafa reynzt miklu betur, sé
þeim sáð einum sér, og ekki í fræblöndu.
Það er að mínu áliti vísbending um, að ís-
lenzkir bændur almennt ættu að sá ein-
stökum grastegundum, að verulegu leyti, í
sáðsléttur sínar, en ekki mikið samsettum
fræblöndum.
Það má ljóst vera, að sjö ára tilrauna-
starf í ræktunarmálum er ekki langur
tími, og því ekki hægt að vænta mikils ár-
angurs hvað niðurstöður snertir. En árang-
urinn af þessu tilraunastarfi í Gunnars-
holti hefir orðið slíkur, að undrum sætir.
í ljós hefur komið, að sandjarðvegur er
einkar vel fallinn til túnræktar.
Ber þá fyrst að nefna, að öll framræsla
og nær öll jarðvinnsla er óþörf, áburðar-
magn minna en t. d. í mýrar- og móajarð-
vegi, sökum þess að kalíáburður hefur
reynzt óþarfur til þessa, í sandjarðveg.
Allur kostnaður við ræktun sanda til tún-
ræktar er því miklum mun minni, en
þekkzt hefur til þessa hér á landi.
Þá hefur komið í ljós, að sandjarðvegur
heldur mjög vel í sér raka jarðvegsins.
Byggist sá eiginleiki einkum á sambygg-
ingu fínu sandkornanna, sem halda rakan-
um í sér, og eru að þessu leyti rakaforða-
búr fyrir jurtirnar í þurrka tíð.
Hvað kostar að fullrækta einn hektara af
sandi til túnræktar?
Áburður:
Fosfórsýra 45% = 150 kg
miðað við þrífosfat ........ kr. 240.00
Köfnunarefni 26% = 300 kg — 390.00
Frœ:
30—45 kg eftir því hvaða fræ-
tegund er notuð............. — 1000.00
Samt. kr. 16—1700.00