Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1954, Síða 22

Freyr - 01.09.1954, Síða 22
274 FREYR Gimbrar og lambhrúta fóöraði hann heima. Á Höfðabrekku eru víðáttumikil beitarlönd og kjarngóð. Sauðir Ólafs voru fallegar skepnur; þó hélt hann þeim mjög til beit- ar inn á afrétt, meðan þar náðist til jarð- ar. Hann hafði marga og trausta vinnu- menn og gættu þeir sauðanna daglega, og mundi það þykja erfið ganga nú á tímum, en þeir töldu það ekki eftir sér. Ólafur var góður húsbóndi og gerði vel við menn sína; var hann jafn vinsæll á heimili sínu sem annarsstaðar. Mér er lambahópurinn frá Höfðabrekku minnisstæður eftir öll þessi ár, svo fannst mér þau bera af öðru fé. Þegar ég fór svo síðar að reyna að bæta kindur mínar datt mér oft í hug: Fyrst Ólafur á Höfðabrekku gat átt svona fallegt fé, þá hljóta fleiri að geta það. Fyrstu kynbótatilraunirnar. Það mun hafa verið nálægt 1820 sem Hreppamenn í Árnessýslu fengu fyrst kind- ur noröan úr Þingeyjarsýslu til kynbóta. Þetta þótti mikil nýlunda og gengu ýmsar sögur um fegurð og vænleika þessara kinda. Þá voru þeir Einar Finnbogason, Þórisholti og Einar Brandsson, Reyni, nýbyrjaðir bú- skap, fullir af umbótaáhuga, sem þeir glöt- uðu aldrei alla sína löngu búskapartíð, enda lá fyrir þeim að koma upp stórum og mann- vænlegum barnahópum og verða forustu- menn um margar umbætur sveitar sinnar. Tóku þeir sig upp eitt haustið, fóru vest- ur í Hreppa og keyptu þar nokkur lömb af þessu þingeyska kyni. Einar Finnbogason keypti 2 lambhrúta og að mig minnir 3 gimbrar, en Einar Brandsson keypti full- orðinn hrút, sem mig minnir að ættaður væri úr Húnaþingi, og 2 eða 3 gimbrar. Þetta munu hafa verið fyrstu tilraunirnar, sem Mýrdælingar gerðu til að kynbæta fé sitt, svo sögur fari af. Þessi lömb voru býsna ólík fjárstofni þeim, sem fyrir var, miklu lágfættari, þykkvaxnari og ullarsíðari. Ekki virtist þetta valda neinum straumhvörfum í fjárræktinni. Það kom fljótlega í ljós, að kindurnar þoldu ekki hið breytta ástand, bæði hvað snerti haglendi og veðurfar, og úrkynjaðist fljótt, enda varð sumt af þeim bráðapestinni að bráð, gætti því ekki áhrifa þessarar tilraunar neitt til frambúðar. Voru því ekki gerðar fleiri slíktar tilraunir að sinni. Þegar Lárus Helgason var umsjónarmað- ur hjá Sláturfélagi Suðurlands, á árunum 1909 til 1915, komst hann í kynni við menn og fé úr mörgum sveitum, meðal annars úr Borgarfirðinum. Varð það til þess að hann keypti lambhrúta og flutti austur að Kirkju- bæjarklaustri. Urðu þeir til að gjörbreyta fjárstofni bæði hans og annarra á þeim slóðum, því að margir urðu til að kaupa hjá honum hrúta, og það jafnvel vestur í Mýrdal Um svipað leyti keypti Heiðmundur Hjaltason, á Götum, 2 hrúta úr Borgarfiröi. Höfðu þeir all víðtæk áhrif, því Heiðmund- ur var ótrauður að lána þá nágrönnum sín- um, enda reyndust þeir góðar kindur, sér- staklega annar þeirra. Upp úr þessu stofnuðu nokkrir bændur í Hvammshreppi meö sér félagsskap, með því augnamiði að bæta fjárstofn sinn. Keyptu þeir fullorðinn hrút frá Stóra- Botni í Borgarfirði, fyrir milligöngu Jóns Þorbergssonar, sem þá var orðinn ráðu- nautur hjá Búnaðarfélagi íslands. Var hrútur þessi allgóð kind, en entist illa og virtist lítil áhrif hafa, og var þessi félags- skapur þar með úr sögunni. Árið 1917 keypti Jón Þorbergsson fyrir mig, og Einar Brandsson á Reyni, þriggja vetra hrút hjá Jóni Sumarliðasyni á Breiða- bólsstað í Dölum. Þetta var afburða falleg- ur hrútur, sem varð til þess að gjörbreyta fjárstofni bænda í Hvammshreppi og að nokkru leyti í Dyrhólahreppi líka. Hann varð 9 vetra og sá lítt á honum aldurinn. Ég seldi undan honum fjölda marga hrúta, sem nálega allir hlutu I. og II. verðlaun á sýningum. Var því fjárstofn flestra bænda í hreppnum kominn út af honum, og víð- ar þó. Svo var mikil kynfesta í honum, að nálega hver kind, sem út af honum var komin, bar svipmót hans. Hann hét Gyll- ir. Áhrifa hans gætti víða, fram að niður- skurðinum 1952, þrátt fyrir all mikinn inn- flutning af kynbótafé annarsstaðar frá, á því tímabili. Um það leyti, sem Gyllir féll frá, keypti

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.