Freyr

Volume

Freyr - 01.09.1954, Page 24

Freyr - 01.09.1954, Page 24
276 FREYR HALLDÓR PÁLSSON: Frjósemistilraunir að Hesti Síðastliðinn vetur voru gerðar tvíþættar frjósemistilraunir á ám á fjárræktarbúi Búnaðardeildar Atvinnudeildar Háskólans að Hesti í Borgarfirði. Annars vegar voru gerðar tilraunir með, hvaða áhrif mismikið eldi fyrir og um fengitímann hefði á frjó- semi ánna, en hins vegar var reynt að auka frjósemina með hormónagjöf. Allar ærnar, sem notaðar voru í þessar tilraunir, voru á þriðja vetri. Eldistilraunirnar. Þrír flokkar af ám á þriðja vetri voru ald- ir á mismunandi hátt fyrir og um fengitim- ann. Ánum var skipt sem jafnast í flokk- ana eftir uppruna þeirra og frjósemi und- anfarin ár, þ. e. þegar þær voru gemling- ar og tvævetlur. Skipt var í flokkana 13. desember,.en tilraunin hófst 16. desember og stóð yfir til 11. janúar, en þá hafði öll- um ánum verið haldið. Ærnar voru allar vegnar 1. október 1953, 12. desember 1953 og 11. janúar 1954. Allt fóður var vegið í þær á tilraunaskeiðinu. Tafla 1 sýnir þyngdarbreytingar ánna í hverjum flokki frá 1.10.—12.12. og frá 12.12. —11.1., fóðureyðsluna i fóðureiningum á til- raunaskeiðinu og hve mörg prósent af án- um urðu tvílembdar og einlembdar. Engin þeirra varð algeld. óvalda hjörð, þar sem taka varð allt, er fengizt gat. Nú er mikið verkefni fyrir hendi hjá Mýr- dælingum að velja úr og kynbæta þennan nýja fjárstofn, og vonandi verða ekki nein- ar hömlur lagðar á, að þeir fái leyfi til áframhaldandi innflutnings af því svæði, sem lömbin voru tekin af síðastliðið haust. Gæti þá kynbótabúið í Seglbúðum komið í góðar þarfir, og ættu Mýrdælir að sitja fyr- ir kaupum á kynbótafé þaðan næstu árin. Tafla 1. Meðalþyngdarbreytingar, fóður- eyðsla og frjósemi ánna á Hesti í eldistil- rauninni veturinn 1953—54. S . • S ' n i llíikkur Tala áa Létting ár 'tt ‘. O H 2 4 £5 •g bfc 5. •$» bb ^ A <£! <^ Fóðureyðsl frá 16.12.- F. E. Einlembui jy A-flokkur 60 5.04 1.31 11.1 20 80 B-flokkur 100 5.42 3.32 25.9 .55 45 C-flokkur 39 4.42 2.41 21.8 38.5 61.5 Ánum í A-flokki var beitt fyrir og um fengitímann, þegar veður leyfði, og kind- inni gefið rúmlega viðhaldsfóður með beit- inni, 0.8 kg af heyi og 60 gr af síldarmjöli á dag, en þegar inni stóð, sem aðeins var 4 daga á tilraunaskeiðinu, var heygjöfin auk- in í 1.17 kg, en fóðurbætisgjöfin höfð ó- breytt. Af heyinu, sem A-flokks ærnar fengu á tilraunaskeiðinu, var rúmlega y3 hluti góð taða, en hinn hlutinn tæplega meðalgott stararúthey. Þessar ær þyngdust um 1.31 kg að meðaltali frá 12. des. til 11. janúar og fóðureyðslan pr. á frá 16.12.—11.1. nam 11.1 fóðureiningu eða jafngildi 22.2 kg af meðaltöðu. Af þessum ám urðu 12 ær eða 20% tvílembdar, en 48 ær eða 80% ein- lembdar, sjá töflu 1. Ærnar í B-flokki voru kappaldar á inni- stöðu frá 16. desember eða 10 dögum fyrir fengitímabyrjun (26. des.) og til fengitíma- loka 11. jan. Þeim var gefið 1.7 kg af töðu á dag ánni og auk þess vaxandi skammtur af fóðurblöndu, frá 60 gr í byrjun, sem var svo aukinn um 10 gr annan hvern dag, þar til dagskammturinn var kominn í 150 gr 3. janúar. Var honum haldið óbreyttum úr því. Af þessum ám urðu 55% tvílembdar og 45% einlembdar. Fóðureyðslan pr. á frá 16.12.—11.1. varð alls 25.9 fóöureiningar eða 14.8 fóðureiningum meiri en í A-flokki(beit- arflokknum). Þessi munur á fóðureyðslu

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.