Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1954, Síða 27

Freyr - 01.09.1954, Síða 27
FRE YR 279 1 fimmlembd. Þessar 20 ær áttu því sam- tals 41 lamb, en 2 lömbin, tvílembingar sinn undan hvorri á, dóu nýfædd. Samanburðarærnar urðu 4 tvílembdar, en 16 einlembdar og fæddu því af sér 17 lömb- um færra en hormónaærnar. Önnur ein- lemban í hormónaánum gekk upp og bar ekki fyrr en um rúningu. Ein ær af saman- burðaránum gekk tvívegis upp, og varð hún líka einlembd. Önnur gelda ærin í hormónaflokknum beiddi aldrei, eftir að hún fékk hormóna- sprautuna. Hvort hormónagjöfin á sök á því, skal ósagt látið, en þess má geta, að þessi ær gekk óreglulega í fyrra og hafnað- ist seint. Hin gelda ærin virtist haga sér óeðlilega, eftir að hún fékk hormónaspraut- una, varð æst og át illa. Hún beiddi þó eins og til stóð og var haldið. Hún gekk ekki upp, en reyndist geld, er leið á veturinn. Er hugsanlegt, að hún hafi hafnazt, en fóstr- in dáið mjög snemma á meðgöngutíman- um. Slíkt hefir komið fyrir erlendis, þegar tilraunir hafa verið gerðar með þetta hor- mónalyf, einkum ef fjölda mörg egg losna og frjóvgast. Aðaláhættan við notkun þessa hormóns til þess að auka frjósemi er, að of mörg egg frjóvgist. Vandinn er að finna, hve stór- an skammt þarf að nota til þess, að því nær allar ærnar verði tvílembdar, en fáar marglembdar. Það þarf enn að gera marg- ar tilraunir með misstóra skammta af þessu lyfi í ær af ólíkum ættstofn- um undir ólíkum skilyrðum, áður en óhætt er að ráðleggja bændum að nota það sem lið í búskap sínum. Tilraunaráð búfjár- ræktar mun halda áfram að láta gera til- raunir með þetta lyf næstu vetur. Guðmundur Pétursson, bústjóri á Hesti, sá um framkvæmd þeirra tilrauna, sem lýst er í þessari grein. 1. ágúst 1954. Halldór Pálsson. Búnaðarsamband Austurlands 50 ára Hinn 22. júní í sumar hélt Búnaðarsam- band Austurlands aðalfund sinn, en þenn- an dag fyrir 50 árum var félagið stofnað. Stofnfundurinn var haldinn að Eiðum, og þar var aðalfundurinn nú líka haldinn. Ólíkar aðstæður voru á Eiðum nú, þegar aðalfundurinn var haldinn, og hafa verið þar fyrir 50 árum, þegar forgöngumennirn- ir og hugsjónamennirnir í héraðsmálum Austurlands héldu þar stofnfundinn. Þá voru þeir fáir í lítilli stofu, en nú nær sam- bandið yfir alla hreppa Múlasýslna og eru í því allir bændur beggja sýslna og til skamms tíma líka A-Skaftafellssýsla. Breytingarnar, sem orðið hafa á Eiðum, eru miklar og hafa gerzt fyrir sameiginlegan áhuga Austfirðinga, sem alþingi hefur tek- ið til greina og, meðal annars vegna hans, veitt fé til þess, að Eiðar gætu orðið að því menntasetri, sem það nú er orðið. Þaðan er von til þess, að menning og áhugi fyrir öllum framfaramálum dreifist um héraðið og verði til þess, að Austfirðingar megi allt- af hafa þann félagsþroska að standa sam- an um góð mál. Mun þá alþingi á hverjum tíma koma á móti þeim og eftir atvikum styðja að framgangi málanna, eins og það hefir gert með mál Eiðaskóla. Hinar miklu breytingar, sem orðið hafa á Eiðum, eru stækkuð mynd af þeim breytingum, sem orðið hafa á jörðunum í sýslunum, og þær eru að verulegu leyti gerðar vegna starf- semi Búnaðarsambandsins. Svipaðar breyt- ingar á bújörðum bændanna hafa að vísu orðið um allt land, og víða stórstígari en á Austurlandi. En Austfirðingar riðu á vaðið, stofnuðu fyrsta búnaðarsambandið og

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.