Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.09.1954, Qupperneq 31

Freyr - 01.09.1954, Qupperneq 31
FRE YR 283 Vatnsmœling með keri. Sú mœlingaraðferð er handhæg þegar um smálæki er að ræða. Þá mælir mað- ur íímann, sem kerið er að fyllast, og vatnsmagnið í kerinu er auðvitað nauðsynlegt að þekkja. eiga við læki og smáár. Skýrt er frá mismunandi tegund- um stíflna, og hvernig haga skuli vali milli þeirra eftir staðháttum, hvaða efni er hentugast og hvers beri að gæta svo réttar niðurstöður fáist. Þegar falihæð og rennsli hefur verið mælt, má á auð- veldan hátt finna virkjanlegt afl eftir línuriti aftast í heftinu. Ritið er ein örk að stærð, með tólf myndum og teikn- ingum. Það er til sölu á Raforkumálaskrifstofunni og kostar tíu krónur. Til vinstri: Stífla með yf- irfallsskarði og samdrátt vatnsfallsins. Til hægri: Yfirfallið nær 1 im alla farvegsbreiddina, sam- dráttur enginn. Búfrœðingurinn. Rit HVANNEYRINGS OG HÓLAMANNAFÉLAGS- INS, Bófræðingurinn, XVII. árgangur, er nýlega kom- inn út, undir ritstjórn Guðmundar Jónssonar, skóla- sljóra. Búfræðingurinn er í þetta sinn 175 síður að les- máli auk skýrslna yfir einkunnir nemenda, sem útskrif- ast hafa frá Hvanneyri síðustu árin. Efni er fjölbreytt mjög, sem ráða má af því, að í ritinu eru 30 þættir eft- ir 16 höfunda og væri freistandi að rekja efni sumra þeirra, en hér skal þó látið nægja að beina athygli manna að því, að í ritinu er margt mjög eftirtektarvert, svo að tilefni er til að kaupa það, en það mun fást í lausasölu. Væri vissulega freistandi að leggja orð í belg I sambandi við ýmiss þeirra atriða, sem í Búfræðingn- um eru tekin til meðferðar og máske gefst tækifæri til þess — stundum hefir Freyr minnzt á nokkur þeirra efna, eins og til dæmis hina knýjandi ástæðu til þess að bændur reyni samstarf og samvinnu við vélanotkun á miklu víðari vettvangi en nú gerist, svo að nokkuð sé nefnt. Það þarf að hugsa og ræða ýmiss þau efni, sem bændur hafa til meðferðar og hagnýtingar, kynn- ast þeim, fræðast um þau og nema þau. Búfræðingur- inn er tímarit, sem leggur margt gott til þessara mála. Þessvegna ættu sem flestir bændur að lesa hann. Garðyrkjuritið 1954. Ársrit Garðyrkjufélags Islands, fyrir árið 1954, er kom- ið út, fjölbreytt að vanda, undir ritstjórn Ingólfs Davíðs-

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.