Freyr

Årgang

Freyr - 01.09.1954, Side 33

Freyr - 01.09.1954, Side 33
FREYR 285 Hvenær á að taka hænur á fyrsta ári í hús? Helzt á að taka hænur á fyrsta ári i hús untlir eins og þær byrja að verpa. Ef maður bíður of lengi með það, verða umskiptin frá frjálsræði útiverunnar of snögg. Getur þá svo farið, að hænsnin hætti að verpa um tíma. Flestir hænsnabændur kjósa að taka inn í einu allar hænur á fyrsta ári og lóga þá um leið van- metaskepnuin í hópnum. Aðrir taka þær inn eftir því sem þær byrja að verpa, en þessi aðferð virðist þarfn- ast meiri vinnu. Því lengur, sem menn draga að laka hænurnar á hiis, þeim mun meiri verður munurinn á þeirn hita- og rakaskilyrðum, setn þær hafa vanizt úti í haganum og vistinni inni í hænsnahúsinu. I hænsnahúsinu er all- þurrt loft, er reynir talsvert á slímhimnuna í nefi og koki skepnanna. Af þessu hlýzt oft, að hænsnin fá kvef, er rífur niður það, sem byggt hefir verið upp með mikilli fyrirhöfn yfir sumarið. Samræmið fóðrunina vexti og þroska hænsn- anna. Nú orðið er krafizt mikillar varpgetu af hænunum, sem við það verða fyrir miklu álagi. Með kynbótum og fullkomnari fóðrun byrja liænur á fyrsta ári nú að verpa fyrr en áður tíðkaðist, og löngu áður en líkami þeirra er fullþroskaður. Kkki er ráðlegt, ■— eins og oft er gert —, að gefa hænum á fyrsta ári mikið af eggjahvítuauðugu varp- fóðri. lictra er að halda áfram með viðhalds- og vaxt- arfóðrið tvo fyrstu mánuðina af varptímanum og lofa þeini samtímis að hafa aðgang að kjarnfóðri. Þá er auðveldara að losna við fiðurfellinguna að vetri, sem er að verða tíð. Ef lögð er r.t kt við fóðrunina, er jafn- vel unnt að komast hjá hinu venjulega varphléi síðla vetrar. Gáið oft að því, í hvernig holdum liænurnar eru. Það er hægast með því annaðhvort að vigta vissar hænur, t. d. einu sinni í mánuði, eða með því að þreifa á brjóstbeininu, sem er hvasst á mögrum hænsn- um. Það borgar sig að draga dálítið úr varpinu yfir haustmánttðina, og fá heldur jafna fratnleiðslu yfir allan varptímann. Sauðfjársjúkdómar Út af fregnum um, að vart hafi orðið mæðiveiki í Borgarfirði í vor, átti blaðið tal við Guðmund lækni Gíslason, við til- raunastöð Háskólans í meinafræði að Keld- um í Mosfellssveit og spurði hann frétta um þetta mál. í vor s.l. varð vart krankleika í vetur- gamalli gimbur að Lundum í Stafholtstung- um, sagði Guðmundur. Gimbrinni var undir eins lógað og innyflin send tilraunastöðinni að Keldum til rannsóknar. Við líffæra- rannsóknina komu í ljós skemmdir í lungnavefnum, mjög líkar þeim, sem koma fram við þurramæði. Var þá allt fé frá Lundum og næsta bæ, Miðgarði, einangr- að og merkt, og er slátrun þess að mestu lokið, þegar þetta er skrifað (10. ág.). Hafa lungu úr þessu fé verið athuguð, en ekkert hefir fundizt, er bendi til þurramæði í neinni kind. Guðmundur Gíslason kvað rétt að geta þess, að það ætti sér ekki stoð í veruleik- anum, að grunur hefði komið upp um mæði- veiki á Njálsstöðum í Vindhælishreppi. Væru blaðafregnir um þetta á sinum tíma byggðar á misskilningi. Bóndinn á Njáls- stöðum sendi að vísu suður að Keldum inn- yfli úr sjúkri kind, en hann hafði slátrað, Við rannsóknina kom fram, að um orma- sýkingu var að ræða. S.l. vor var einangrað i Málmey í Skaga- firði um 600 fjár, mest frá Flugumýri, en garnaveiki hafði orðið vart á þeim bæ við blóðpróf. Hafði sýkillinn borizt úr kúm í féð. Telur Guðmundur það fyrsta dæmi, er sér sé kunnugt um, að garnaveikismit ber- ist frá kúm í kindur. í þeirri hjörð, sem einangruð var í Málm- ey, var nokkuð af fé frá Hólakoti í Hofs- hreppi, er var tekið með, vegna riðuveiki. Þessu fé öllu var lógað í ágúst. Við slátr- un bar mjög lítið á garnaveiki, og gefur það ástæðu til þess að ætla, að útbreiðsla garna-

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.