Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.12.1973, Blaðsíða 27

Símablaðið - 01.12.1973, Blaðsíða 27
 MINNING Einar Pálsson Einar Pálsson fæddist 5. apríl 1914 í Reykjavík. Foreldrar hans vorn Páll Magnússon járnsmíða- meistari og kona hans Gnðfinna Einarsdóttir. Þan Páll og Guðfinna áttu 8 börn, og var Einar næst clzt- ur. Einar ólst upp í foreldrahúsum, lauk gagnfræðaprófi 1931 og hóf störf hjá Landsíma íslands, og starfaði þar til ársins 1936, að liann hélt til Noregs, þar sem hann inn- ritaðist í Oslo Techniske Höjskole. Þaðan útskrifaðist hann þremur ár- um síðar eða 1939 sem tæknifræð- ingur með 1. ágætiseinkunn. Hélt hann þá heim til Islands og hóf aftur störf iijá Landsímanum. Þegar Radíóverkstæði Landsím- ans var stofnað 1941, veitti Einar því forstöðu. Jafnframt þessu starfi var hann um árabil stöðvar- stjóri á Stuttbylgjustöðinni og Et- varpsstöðinni á Vatnsenda. Þegar lokaðist fyrir efni frá Evrópu á heimsstyrjaldarárunum í þau radíótæki, sem smíðuð varu hjá Landsímanum, var hafin smíði á nýjum gerðum tækja, þar sem not- að var radíóefni, sem fáanlegt var frá Randaríkjunum. Einar liannaði þessi tæki og eru iþessar gerðir að nokkru leyti enn í notkun. Árið 1947 varð hann skrifstofu- stjóri Landsímans og gegndi því starfi til ársins 1960. Hann sótti margar ráðstefnur erlcndis á veg- um stofnunarinnar á meðan hann gegndi skrifstofustjórastarfinu. Einar var um skeið í stjórn F.I.S. Einar var áhugamaður um fjar- skipti og var á því sviði mjög virk- ur. Hann var einn aðalhvatamaður að stofnun Islenzkra radíóamatöra (I.RJA.) og má með sanni segja, að Einar hafi lagt grundvöllinn að því, sem radíóamatörar eru í dag. Eftir að Einar hafði fengið leyfisbréf númer eitt, varð hann fljótt afar virkur, sem radíóamatör og smíð- aði sér eina beztu amatörstöð þess tíma. Tók hann upp ýmsar nýjung- ar, og var t. d. fyrstur manna hér Framh. á bls. 61 BÍ M AB LAÐ IÐ

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.