Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.12.1973, Blaðsíða 12

Símablaðið - 01.12.1973, Blaðsíða 12
verið stöðvarstjóri í 43 ár samfellt og lengur en nokkur annar. Umsvifin í starji stöðvarstjóra hafa vafa- laust tekið miklum stakkastiptum á rúm- um fjórum áratugum, Karl? „Já, vissulega hefur starfið toreytzt gífur- lega og í sannleika sagt svo mikið, að engin leið er að gera grein fyrir þeim breytingum í stuttu máli. Til að nefna eitthvað var starfsfólk stöðv- arinnar á Blönduósi árið 1930, er ég tók við stöðinni, aðeins ég og ein aðstoðarstúlka við sámann; það var allt og sumt. En þegar starfsfólkið var flest á stöðinni á Akranesi, störfuðu þar 30 manns, þar af 24 símastúlk- ur, en þeim fækkaði í 6, þegar sjálfvirka stöðin kom til sögunnar11. Það er að sjálfsögðu margs að minnast frá næstum hálfrar aldar starfsferli? ,,Að sjálfsögðu er það svo, bæði atburða á vettvangi félagsmálanna og frá starfinu sjálfu. Þó að margt komi fram í hugann, þegar litið er til baka, er ekki hægt að rekja hér í stuttu máli nema fátt eitt, sem á dag- ana hefur drifið. En efst í huganum verða mér minningarnar um ánægjulegt samstarf við „kollegana". Mér er sérstök ánægja að geta fært þeim manni, sem allra lengst hef- ur unnið með mér að félagsmálum stöðvar- stjóra, núverandi varaformanni F.Í.S., Jóni Tómassyni í Keflavík, beztu þakkir fyrir einstaka samvinnu í gegnum árin. Varðandi samskiptin við yfirmenn stofn- unarinnar hef ég það að segja, að um þau á ég aðeins góðar minningar, þó að því sé alls ekki að leyna, að á ýmsum tímum voru mál allfast sótt og varin“. Ert þú ekki einn af stofnendum Félags stöðvarstjóra? „Ekki get ég neitað því, að ég hafi komið þar nærri. Félag stöðvarstjóra á 1. flokks B- stöðvum var formlega stofnað árið 1941. Að unirbúningi félagsstofnunarinnar stóðu auk mín þeir Þórður Sæmundsson . á Hvammstanga, Hjálmar Halldórsson á Hólmavík og Þorkell Teitsson í Borgarnesi. Liðlega þrjátíu stöðvarstjórar á 1. flokks 42 B-stöðvum urðu strax félagsbundnir. Launa- baráttan var að sjálfsögðu fyrsta verkefni hins nýstofnaða félags, en fleiri baráttu- mál komu fljótlega til sögunnar. Allt til þess tíma, er félagið var stofnað, höfðu póst- og símstöðvar verið reknar fyrir fastákveðná upphæð á mánuði, en síðar hlutu stöðvarstjórar stærstu stöðvanna við- urkenningu sem opintoerir starfsmenn, svo og annað starfsfólk þeirra, en það var ekki átakalaus barátta að fá þau réttindi viður- kennd“. Karl Helgason var fyrsti formaður Félags stöðvarstjóra á 1. flokks B-stöðvum og átti sæti í stjórn þess allan þann tíma, sem það starfaði sem sjálfstætt félag, og síðan í deildarstjórn eftir að félagið gerðist sem heild aðili að Félagi íslenzkra símamanna. Átti Karl sæti í deildarstjórn þangað til á aðalfundi á síðastliðnu sumri. í samtalinu við Símatolaðið sagði Karl, að fyrstu ár stöðvarstjórafélagsins hafi ver- ið mikil erfiðleika- og reynsluár fyrir þá, sem í fararbroddi stóðu. Sagðist hann vonast til að geta síðar minnzt eins og annars, sem honum væri minnisstætt frá liðnum dögum, á síðum Sím'ablaðsins. Ertu nú setztur í helgan stein, Karl? „Nei, alls ekki. Ég vinn nú hálfan daginn á skrifstofu Bæjarsímans í Reykjavík og lík- ar það vel. Heldurðu, að þú veldir sama starfssvið, ef þú vœrir nú að leggja út í lífið? „Sannarlega væri sú hugsun mér ekki svo fjarlæg“, svaraði Karl. Karl bað Símablaðið að lokum að flytja samstarfsfólki hans á símstöðinni á Akra- nesi beztu kveðjur og þakklæti fyrir sam- starfið. Einnig öðrum þeim, sem hann hefur átt samstarf við á starfsferli sínum, þar á meðal því fólki, sem notið hefur þjónustu stöðvarinnar. Þess skal getið hér til viðbótar, að starfs- fólk stöðvarinnar á Akranesi hélt Karli kveðjusamsæti, er hann lét af starfi stöðv- arstjóra í sumar, og færði honum við það tækifæri fagurt vasaúr að gjöf sem þakk- lætisvott fyrir samstarfið. B I MAB LAÐ IÐ

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.