Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.12.1973, Blaðsíða 28

Símablaðið - 01.12.1973, Blaðsíða 28
— III !■!! 1111—II MINNING skeytaskólann og lauk prófi þaðan Páli Rúnar Jóhannesson yfirsímritari Á allt, sem áttum sundurlaust og saman, er sætst og þakkað — alvöruna og gaman. Ég finn til skarðs við auðu ræðin allra, sem áttu rúm á sama aldursfari Miðvikudaginn 23. maí 1973 barst sorgarfregn til okkar starfs- mannanna i Gufunesi. Mætur skólafélagi og starfsbróðir um fjökla ára, Páll Rúnar Jóhannes- son, var látinn, tæplega 41 árs gam- all. Páll Rúnar fæddist á Akureyri 14. ágúst 1932. Bjuggu foreldrar bansí lnisinu Rosenborg. Ölst hann iþar upp og lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Akureyrar. Árið 1953 innritaðist hann í Loft- 1954, ásamt undirrituðum. Ekki vildi Páll binda sig við sjóinn, cn vildi þó stunda þann starfa, sem bann menntaði sig fyrir. Ilóf hann því störf við fjarskiptastöðina i Gufuncsi 1(5. maí 1955 sem loft- skeytamaður við veðurþjónustu, tók síðar símritarapróf og loks yf- irsímritarapróf hjá stofnuninni. Var hann starfsmaður í Gufunesi þar til hann varð að hætta störfum sökum veikiuda. Loftskeytamannastarfið á skip- um var alltaf ofarlega í huga Páls, þó að hann gerði það ekki að lífs- starfi sínu, því hann fór margar ferðir scm loftskeytamaður í frí- tíma sinum. Páll Rúnar var heilsteyptur per- sónuleiki. Hann sagði sina mein- ingu, hver svo sem í hlut átti. Hann hafði alla tíð mikinn áhuga fyrir félagsmálum. Þótt hann kysi ekki að standa á oddinum í baráttunni, fylgdist hann vel með og lagði sitt af mörkum til að ná fram kjarabót- um. Páll Rúnar kvæntist eftirlifandi konu sinni Ragnheiði Guðráðsdótt- ur árið 1953 og eignuðust þau 3. mannvænleg börn, Sigríði 20 ára, Margréti 16 ára og Jóhann 13 ára. Votta ég þeim og öðrum aðstand- endum mina innilegustu samúð. Sigurður Tómasson. SÍMAB LAÐ IO

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.