Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.12.1973, Page 29

Símablaðið - 01.12.1973, Page 29
MINNING Magnús Jochumsson fyrrv. póstmeistari Magnús Jochumsson, fyrrverandi póstmeistari í Reykjavík, andaðist 11. nóvember síðastliðinn, 84 ára að aldri. Magnús Jochumsson fæddist á ísa- firði 14. ágúst 1889. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1911 og stundaði síðan liáskólanám í Kaupmannahöfn í latínu, frönsku, ensku og dönsku til ársins 1919. Ævistarf sitt átti Magnús hjá ís- lenzku póstþjónustunni, var skipað- ur fulltrúi aðalpóstmeistara 1. jan- úar 1919; skipaður póstmálafulltrúi 1946 og póstmeistari í Reykjavík ár- in 1952-1959. Magnúsi var falin skipulagning og forsjá milliríkjaviðskipta póstþjón- ustunnar, en þau mál höfðu áður verið í höndum dönsku póststjórnar- innar. Mun enn vera búið að þeim undirstöðum, sem Magnús lagði í þessum efnum. Það var póstþjónustunni mikið happ, að svo hámenntaður maður sem Magnús Jochumsson skyldi ráð- ast í hennar þjónustu. Hann gekk að starfinu af alúð og áhuga og öðl- aðist fljótt djúpstæða þekkingu á alþjóða-póstlöggjöf og póstlöggjöf í öðrum löndum. Jafnframt bví að annast utanríkis- mál póstsins, þ. e. samskipti við er- lendar póststjórnir og alþjóðastofn- anir, bæði reikningsskil og samn- ingagerðir hvers konar, kom 'það að sjálfu sér, að honum var falið að grundvalla hvers konar nýmæli í póstmálum hérlendis og færa í hún- ing reglugerða og leiðbeininga. Magnús Jochumsson lét af starfi hjá póstþjónustunni árið 1959 eftir 40 ára bjónustu í hennar þágu. En nokkur næstu árin vann hann að ýmsum verkefnum fyrir póst- og símamálastjórnina, svo sem hýðing- um. Jafnframt vannst honum þá meiri tími til að sinna ýmsum hugð- arefnum sínum. Hann stundaði til dæmis finnskunám við Háskóla ís- lands og tók þar próf 81 árs að aldri. Meðal bóka, sem Magnús Jochums- son hefur þýtt af erlendum málum á íslenzku, eru: „Nazareinn“, þrjú bindi, eftir Sholem Asch, „Endur- minningar sævíkings“, eftir L. T. Golif, „Vonin blíð“ eftir færeyska skáldið WiIIiam Heinesen, og „Man- illareipið" eftir finnska höfundinn Veijo Meri, en tvær síðastnefndu skáldsögurnar þýddi Magnús ásamt öðrum. 5 I MAS LAÐIÐ 59

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.