Símablaðið

Árgangur
Main publication:

Símablaðið - 01.12.1973, Síða 20

Símablaðið - 01.12.1973, Síða 20
Póst- og Símaskóiinn Póst- og símaskólinn er orðinn mikilvæg- ur þáttur í starfsemi Pósts og Síma. Eins og kunnugt er átti Félag íslenzikra símamanna mikinn þátt í þvá, að skólinn var settur á stofn. Símablaðið ræddi á dögunum við Kristján Helgason, skólastjóra Póst- og símaskólans, um starfsemi skólans, en Kristján hefur að verulegu leyti borið hitann og þungan af skipulagningu þessa þáttar stofnunarinnar og er hann eini fastráðni starfsmaður skól- ans. Námið við skólann skiptist í nokkrar und- irstöðugreinar, en þær eru: póstnám, sím- virkjanám og nám til undirbúnings línu- mannsprófi. Þessu til viðbótar kemur fram- haldsnám í áðurnefndum greinum, þ. e. nám póstmanna til yfirpóstafgreiðslumanna- prófs, nám símvirkja til símvirkjameistara- prófs, nám símritara til yfirsímritaraprófs og Símsmiðanám í framhaldi af línumanna- prófi. Auk þessa hefur skóhnn efnt til ,,frjálsra“ námskeiða fyrir starfsfólk stofnunarinnar m. a. í bók'haldi og tungumálum, svo sem í ensku og þýzku fyrir starfsfólk talsam- bandsins við útlönd og í frönsku fyrir starfs- fólk í póststörfum, en eins og kunnugt er er franska alþjóðlegt póstmál. Allir nemendur skólans í „föstu námi“ eru á námslaunum, meðan á námi stendur, og eru launin ákveðinn hundraðshluti af laun- um endanlegs launaflokks þeirra að námi loknu. Nú sem stendur eru samtals 95 nemendur í námi við Póst- og símaskólann. í sameigin- legum bekk nemenda í loftskeyta- og sím- virkjanámi eru alls 27 nemendur, þar af eru 11 í símvirkjanámi og 16 í loftskeytanámi. í 2. foekk símvirkjanáms eru nú 11 nemendur, Kristján Helgason, skólastjóri. þar af eru 8, sem verið hafa í símvirkjanámi frá byrjun, og 3 loftskeytamenn, sem bætt- ust ií hópinn í 2. bekk. í 3. bekk símvirkja- náms eru 13 nemendur, þar af eru 5 loft- skeytamenn, sem komu inn í 2. bekk. 13 nemendur eru í 1. bekk póstnáms og sömuleiðis 13 nemendur í 2. bekk sama náms. Þá er nýlokið linumannsnámskeiði, þar sem þátttakendur voru alls 15, en fleiri eru á svonefndum reynslutíma og eru ek'ki formlega komnir inn í skólann. Eftir áramót er að sögn skólastjóra ætl- unin að inn í skólann komi nýr bekkur í póstnámi og ennfremur nýr bekkur loft- skeytamanna í símritaranámi. Þá er ætlun- in að efna til námskeiðs fyrir línumenn til símsmiðaprófs og er gert ráð fyrir, að bekk- irnir verði tveir, og framhaldsnámskeiðs fyrir símvirkja, sennilega 1—2 bekkir. Ennfremur er fyrirhugað að hefja eftir áramót kennslu til prófs yfirsímritara og efna til námskeiðs fyrir bréfbera og ,-,sund- urlesara11 pósts. Að síðustu koma um áramótin inn í skól- ann tveir nýir hópar til þátttöku í námskeiði til undirbúnings línumannaprófi. Að undanförnu hefur gætt nokkurrar ó- ánægju með fyrirkomulag kennslu til und- irbúnings símsmiðaprófi, en nú horfir til bóta í því efni. Um þetta atriði sagði Krist- 50 S I MAB LAÐIÐ

x

Símablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.