Símablaðið

Årgang
Hovedpublikation:

Símablaðið - 01.12.1973, Side 30

Símablaðið - 01.12.1973, Side 30
Furhubréf Póstmannafélagsins í byrjun nóvember barst stjórn Félags íslenzkra símamanna samrit af furðulegu bréfi, sem stjórn Póstmannafélags íslands hafði skrifað Braga Kristjánssyni reksturs- stjóra Pósts og Síma, en samrit af bréfi þessu höfðu póstmenn einnig sent samgönguráðu- neytinu. í bréfinu er Félag íslenzkra símamanna bor- ið þungum og alvarlegum sökum, en í svar- bréfi rekstursstjóra er sýnt fram á, að ásakan- ir þessar í garð F.Í.S. eru gersamlegar úr lausu lofti gripnar og eru bæði órökstuddar og ósannar. Félagi íslenzkra símamanna er ekki kunn- ugt um, hvaða tilgangi furðubréfi stjórnar P.F.Í. er ætlað að þjóna. Verður helzt álitið, að með bréfinu hafi bréfritarar viljað sverta félagsmenn F.Í.S., starfsfólk Pósts og Síma, í augum yfirmanna stofnunarinnar og sam- gönguráðuneytisins. Framkvæmdastjórn F.Í.S. hefur tvisvar fjall- að um þetta marklausa og furðulega bréf for- ystumanna P.F.Í. á fundum sínum og sam- þykkti hún, eftir að hún hafði fengið afrit af svarbréf rekstursstjóra, að bæði bréfin yrðu birt hér í blaðinu, þannig að félagsmenn fengju fulla vitneskju um mál þetta eins og það gekk fyrir sig. Fara bréfin hér á eftir: BRÉF PÓSTMANNAFÉLAGSINS. „Reykjavík 1. nóvember 1973. — Rekstrar- stjóri Pósts og Síma, Flr. Bragi Kristjánsson, Landsímahúsinu, Reykjavík. — Okkur hefur borist kæra frá nokkrum af starfsmönnum Póstgíróstofunnar þess efnis, að Félag íslenzkra símamanna hafi nú og und- anfarið látið draga af launum þeirra gjöld til F.Í.S. Hér er um að ræða félaga í Póstmannafé- lagi Islands og munu þeir standa okkur skil á félagsgjöldum sem slíkir. Petta hlýtur F.Í.S. að vera fullkunnugt um, enda um póststörf að ræða. Hafa umræddir félagar bent á þetta, án þess að fá leiðréttingu. Stjórn P.F.Í. lítur mjög alvarlegum augum svona vinnubrögð, sem ekki eru sæmandi nokkru stéttarfélagi, og krefst þess, að þetta mál verði tafarlaust tekið fyrir af rekstrar- stjóra, sem sjái svo um, að full leiðrétting fáist. Jafnframt tökum við fram, að við munum ekki þola endurtekningu svona ráðslags, og förum fram á, að löglegir félagar í P.F.Í. verði látnir í friði fyrir ómannsæmandi yfirgangi óskilds stéttarfélags. Vi rði ngarfy I Ist, Póstmannaféfag íslands. Reynir Ármannsson, Axel Sigurðsson, Birgir Jakobsson". SVARBRÉF REKSTURSSTJÓRA PÓSTS OG SÍMA. Hinn 14. nóvember s.l. barst formanni F.Í.S. síðan afrit af bréfi Braga Kristjánssonar, rekstursstjóra, til Póstmannafélagsins, en af- rit af bréfinu sendi hann einnig til sam- gönguráðuneytisins. Bréfið er svohljóðandi: „Póstmannafélag íslands, Pósthólf 103, Reykjavík, 14. 11. 1973. — í tilefni bréfs Póstmannafélags íslands, dags. 1. nóv. 1973, viðvíkjandi félagsgjaida- greiðsiu nokkurra starfsmanna Póstgiróstof- unnar, skal eftirarandi tekið fram: Frádráttur félagsgjalda F.Í.S. og P.F.Í. í Reykjavík á sér stað í skýrsluvélum ríkisins og hefur starfsfólkinu, af hagkvæmisástæð- um vegna vinnslu í skýrsluvélum, frá gam- alli tíð verið skipt í mismunandi deildir, t. d. fastráðið starfsfólk Pósts og Síma nr. 610, lausráðið nr. 620 og fastráðið hjá Póststofunm í Reykjavík nr. 640. Af starfsfólki í deildum nr. 610 og 620 hef- ur verið tekið félagsgjald mánaðarlega 1% af fastakaupi, en í nr. 640 einu sinni eða tvisv- ar á ári skv. munnlegri ósk deildarstjóra á skrifstofu Póststofunnar í Reykjavík og hafa þessar innheimtur um fjölda ára alltaf komist til skila á rétta staði. Frá því að Póstgíróstofan tók til starfa hafa starfsmenn hennar verið skráðir í nr. 610 og 620 og eru enn. Par af leiðandi hafa félags- BÍ MAB LAÐ IÐ

x

Símablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.